Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 40
1. Setja að- ventu- ljósin í glugg- ana og kveikja á fyrsta kertinu í aðventukransin- um. Taka fram jólageisla- disk og hlusta á fyrsta jólalagið. 2. Kaupa efni í jólakort og kíkja í leiðinni í búðar- glugga til að fá hugmyndir að jólafötum. Baka eina smákökusort. 3. Föndra jólakort við kertaljós og jólatónlist. Gera lista með hugmyndum að jólagjöfum fyrir vini og vandamenn. 4. Fara yfir gamlar jólaseríur og nýjar. Kaupa perur ef vant- ar. Skera út laufabrauð með fjölskyld- unni. 5. Setja upp jólaljós á trén í garðinum og í gluggana. Skrifa á jóla- kortin. 6. Kaupa einn jólageisladisk í safnið. Hita jólaglögg og setjast upp í sófa með bók að lesa. Láta þreytuna líða úr sér eftir annasama viku. 7. Kaupa jólagjafir fyrir fjöl- skylduna og baka eina smákökusort. Fara á skemmtilega jólatónleika. 8. Kveikja á tveimur kert- um á aðventu- kransinum. Baka pipar- kökuhús með fjölskyldunni. 9. Setja jólakort- in í póst. Hitta vinina á kaffihúsi og gæða sér á heitu súkkulaði og smákök- um. 10. Útbúa krans á útidyra- hurðina og hengja hann upp. Föndra jólaskraut með fjölskyldunni. 11. Senda jólagjafir til vina og vandamanna í útlöndum. Baka síðustu smákökusortina. 12. Fara á jólahlaðborð með vinnunni í hádeginu. Kaupa nýtt jóla- skraut í staðinn fyrir það sem orðið er úr sér gengið. 13. Kaupa jólagjafir handa vin- unum. Búa til konfekt og setja í litlar öskjur til að láta fylgja með í jólapökk- unum. 14. Leita að nýjum jólafötum og spariskóm. Baka þýskt jóla- brauð. 15. Kveikja á þrem- ur kert- um á að- ventu- kransinum. Bjóða vinum í léttan hádegisverð. Slaka á með jólatónlist og skoða uppskriftir að girnilegum jólamat. 16. Fara í bókabúð og kíkja á jólabæk- urnar. Kaupa nokkrar til að gefa eða lesa yfir há- tíðirnar. 17. Pakka inn gjöfum sem eiga að fara út á land. Sækja jólaskrautið niður í kjallara og skreyta húsið. 18. Senda gjafir með póstinum út á land. 19. Kaupa jólatré sem nær upp í loft. Fara í kvikmyndahús að sjá jólamynd. 20. Hitta vinina í útlöndum sem voru að koma heim í jólafrí. 21. Fara í matvöru- búð og kaupa inn fyrir jólin. Þrífa og taka til fyrir há- tíðirnar. 22. Kveikja á öllum fjórum kertunum á aðventukrans- inum. Búa til ís til að hafa í eftirrétt á aðfangadags- kvöld. 23. Kaupa síðustu jólagjöfina. Spássera í bænum, skoða í búðir og horfa á fólkið. Setjast á kaffihús og fá sér heitt jólaglögg til að ylja sér. 24. Setja upp jólatréð og skreyta það. Útbúa jólamat- inn og leggja á borð. Klæða sig upp í jóladressið og kveikja á kertum. 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR40 Björgunarafrekið á Vatnajökli Einar Bollason er sonur loftskeytamannsins á Geysi: „Ég taldi mig kunna þessa sögu ágætlega, en í bókinni kemur ótalmargt fram sem kom mér algjörlega á óvart. Ég hafði t.d. ekki áttað mig á því þvílíkt björgunarafrek var unnið við björgun áhafnarinnar, við ótrúlega erfiðar aðstæður. Bókin er með ólíkindum spennandi og vel skrifuð, enda las ég hana í einni striklotu.“ Ingigerður Karlsdóttir, flugfreyja á Geysi: „Þegar ég les bókina upplifi ég atburðinn á ný og finnst ég vera komin aftur upp á jökul.“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 /0 2 Sími 554 7700 1. upplag á þrotum 2. upplag á leiðinni Óttar Sveinsson metsölu- höfundur hefur einstakt lag á skrifa raunverulegar spennusögur, sem lesendur geta ekki lagt frá sér fyrr en sagan er öll. Nýjasta bók hans, Geysir er horfinn, fjallar um brotlendingu stærstu flugvélar Íslendinga á Vatnajökli og einstæða björgun áhafnarinnar, sem var gríðarlegt þrekvirki. M E TSÖLULIS TA Í E FSTU SÆTUM1M Í UM Desember er notalegur og skemmtilegur mánuður. Að ýmsu er að huga fyrir jólin og því ekki verra að hefja undirbúninginn sem fyrst. Skemmtilegt er að sameinast um undirbúning jólanna og nota jólaundirbúninginn því líka til þess að hitta fjöl- skyldu og vini. Jólin koma hvað sem öllu líður og gullin regla að ætla sér ekki um of. En auðvitað er skemmtilegt að gera sem mest af því sem okkur finnst tilheyra jólunum, senda jólakort, baka og föndra. Bráðsniðugt er því að hugsa fyrir því í tíma hvenær best er að sinna mismunandi jólaverkum en hafa í huga að desember er tíminn til þess að njóta - ekki þjóta.Desember

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.