Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 4
4 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Undirbúningur að rannsóknamiðstöð snjóflóða á Ísafirði: Snjóþyngsli Vestfjarða eru auðlind Tólf manns hand- teknir í Kenýa Ísraelsmenn eyðileggja heimili tveggja árásarmanna í Ramallah. Stuðningur Palestínumanna við árásir á ísraelska borgara minnkar. MOMBASA, AP Tólf menn hafa verið handteknir í Kenýa vegna tveggja árása á ísraelska ferðamenn á fimmtudagsmorgun. Einn hinna handteknu er bandarísk kona, Alicia Kal- hammer að nafni. Annar hinna handteknu er eiginmaður hennar, sem er spænskur ríkisborgari bú- settur í Bandaríkjunum. Sextán manns fórust í sprengjuárásinni á Paradísarhótelið í Kenýa, þar af tíu Kenýabúar og þrír Í s r a e l s m e n n ásamt árásar- mönnunum þrem- ur, sem sagðir eru hafa verið arabar. Fimm mínútum áður en sprengjurnar sprungu skutu þrír menn tveimur flugskeytum á ísra- elska farþegaþotu skömmu eftir að hún hóf sig til flugs af flugvelli í Kenýa. Þeir misstu marks og engan um borð í flugvélinni sak- aði. Flest þykir benda til þess að hryðjuverkasamtökin al Kaída beri ábyrgð á báðum árásunum þrátt fyrir að óþekkt samtök í Líbýu, sem kalla sig Her Palest- ínu, hafi lýst ábyrgðinni á hendur sér. Enginn veit hvaða samtök það eru. Í gær hefndu Ísraelsmenn sín fyrir skotárás á kosningaskrif- stofu og umferðarmiðstöð í Beit Shean með því að varpa sprengj- um á heimili tveggja árásarmann- anna í Ramallah. Sex Ísraelsmenn fórust og meira en 20 særðust í skotárás- inni á fimmtudaginn. Í gær gerðu svo tveir aðrir palestínskir byssu- menn árás á ísraelska borgara á Gaza-strönd. Þrír særðust. Palestínustjórn fordæmdi árásina í Beit Shean á fimmtudag- inn. Árásarmennirnir voru liðs- menn í skæruliðasamtökunum Al Aksa, sem er tengd Fatah, stjórn- málahreyfingu Jasser Arafat. Í yfirlýsingu Palestínustjórnar seg- ir þó að Fatah hafi engan hlut átt að þessari árás. „Aðgerðir af þessu tagi þjóna ekki málstað palestínsku þjóðar- innar,“ sagði í yfirlýsingunni. „Þvert á móti skaða þær málstað okkar.“ Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist á fimmtudag, vilja 56 prósent Palestínumanna að stjórn þeirra komi í veg fyrir árásir af þessu tagi. Þetta er töluverð breyting frá því í vor, þegar 86 prósent Palestínumanna sögðust á móti því að Palestínustjórn hand- taki þá, sem fremja árásir af þessu tagi. ■ RANNSÓKNIR „Þessir fjármunir geta dregið þó nokkuð í undirbúningi. Þetta er mjög áhugavert verkefni og við hér á Veðurstofunni styðj- um það heilshugar. Hugmyndin kemur frá heimamönnum, bæði þingmönnum og ekki síður bæjar- stjórn, sem vilja nýta snjóþyngsli Vestfjarða sem auðlind ef svo má segja,“ sagði Magnús Jónsson veðurstofustjóri. Í tillögum meirihluta fjárlaga- nefndar Alþingis er gert ráð fyrir fjögurra milljóna króna framlagi til undirbúnings rannsóknamið- stöðvar snjóflóða á Ísafirði. Rætt hefur verið um slíka stöð undan- farin ár en nú hillir undir að hafist verði handa við undirbúning. „Uppbygging og þróun starf- semi svona miðstöðvar ræðst fyrst og fremst af því hvaða fólk við fáum til starfa. Það er alveg klárt að við þurfum að fá hæft fólk sem vill setjast að fyrir vestan til fram- búðar,“ sagði Magnús Jónsson. Hann segir Vestfirði upplagða fyrir starfsemi af þessu tagi, enda trauðla hægt að reka sambærilega starfsemi í Reykjavík eða ná- grenni. „Það er auðvitað margt sem er áhugavert við snjóinn á Íslandi og öðruvísi en annars staðar. Snjórinn hér er miklu blautari og þyngri, seltan er meiri og fleira sem hefur áhrif. Snjórinn hér er að verulegu leyti öðruvísi en í Ölpunum og að talsverðu leyti ólíkur því sem ger- ist í Noregi. Það er því margt sem væri áhugavert að rannsaka. Þá sé ég einnig fyrir mér tilraunir tengdar varnarmannvirkjum sem sett hafa verið upp, meðal annars fyrir vestan,“ sagði Magnús. ■ Mosfellsbær: Atlanta byggir yfir sig BYGGINGAR Flugfélagið Atlanta hyggur á byggingu stórhýsis yfir starfsemi sína í Mosfellsbæ en fé- lagið hefur til þessa verið til húsa í þremur húsum þar sem gömlu Álafossverksmiðjurnar voru áður. Nýja byggingin er enn á teikni- borðinu en ráðgert er að hún rísi í slakkanum gegnt veitingastaðn- um Kentucky Fried Chicken, við hringtorgið hægra megin við þjóðveg eitt þegar ekið er út úr bænum með stefnuna á Þingvelli. Ákvörðun um byggingu nýrra höfuðstöðva Atlanta var tekin áður en Magnús Þorsteinsson og fyrirtæki hans, Pilot Investors, keypti helming hlutafjár í flugfé- laginu. Magnús er sem kunnugt er einn af Samson-hópi Björgólfs Guðmundssonar sem nýverið festi kaup á Landsbankanum. ■ Gjaldþrot Frjálsrar fjölmiðlunar: Milljarða kröfur GJALDÞROT Alls hafa borist 189 kröfur í þrotabú Frjálsrar fjöl- miðlunar ehf. og hljóða þær sam- tals upp á 2,1 milljarð króna. Skiptafundur var haldinn í vik- unni en á honum ákvað Sigurður Gizurarson skiptastjóri að fresta fundi fram í febrúar þannig að frekara ráðrúm fengist til að taka afstöðu til krafna. Launakröfur hljóða upp á um 70 milljónir króna og er reiknað með því að þær verði greiddar út á næstunni. Búið var nánast eignalaust þar til bankar endur- greiddu 330 milljónir vegna sölu á hlut eigenda Frjálsrar fjölmiðlun- ar í útgáfufélagi DV. ■ Leiðtogar sænsku stjórnmálaflokkanna: Svíar kjósa um evruna í haust STOKKHÓLMUR, AP Svíar greiða at- kvæði á næsta ári um hvort Svíþjóð taki upp evrur í staðinn fyrir krón- ur sem gjaldmiðil. Kosningarnar verða haldnar 14. september. Leiðtogar sænsku stjórnmála- flokkanna komu sér saman um þetta í gær. Daginn áður birtist í sænskum blöðum skoðanakönnun, sem sýnir að áhugi Svía á því að taka upp evruna hefur minnkað. Nú vilja 43 prósent Svía nota evrur frekar en krónur. Jafn marg- ir, það er 43 prósent, vilja halda krónunni. Í síðasta mánuði birtist sams konar könnun, þar sem 45 prósent sögðust vilja skipta yfir í evrur en 39 prósent voru því and- víg. ■ KARL V. MATTHÍASSON Uppstillingarnefnd bauð honum fjórða sætið. Hann vill það þriðja. Samfylking í Norðvesturkjördæmi: Útlit fyrir átakafund STJÓRNMÁL Útlit er fyrir átök á kjör- dæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sem fram fer í dag. Karl V. Matthíasson, þingmað- ur af Vestfjörðum, sækir enn hart að fá þriðja sætið á framboðslista sem uppstillingarnefnd hefur boðið Gísla S. Einarssyni, þingmanni frá Akranesi. Karl fór þess á leit við kjörnefnd að bornar yrðu fram tvær jafnrétt- háar tillögur sem fundarmenn gætu kosið á milli þar sem önnur gerði ráð fyrir honum í þriðja sætið. Því var hafnað og segir Snorri Styrkárs- son, formaður uppstillingarnefndar, að það hafi ekki komið til greina. „Það er algjör samstaða í nefndinni um tillögunal,“ segir Snorri. Líklegast þykir að Jóhann Ár- sælsson þingmaður, Anna Kristín Gunnarsdóttir varaþingmaður og fyrrnefndur Gísli S. Einarsson skipi þrjú efstu sætin. ■ TF-LÍF á Höfn: Sóttu mann LANDHELGISGÆSLAN Þyrla Land- helgisgæslunnar TF-LÍF sótti veikan mann á Höfn í Horna- firði á fimmtudag. Áhöfnin þyrl- unnar var stödd í flugskýlinu vegna fyrirhugaðs æfingaflugs með nætursjónauka þegar að- stoðarbeiðni barst og gat því brugðist skjótt við. Þyrlan fór í loftið rúmlega sex og var lent á Höfn tveimur tímum síðar. Þyrl- an lenti í Reykjavík klukkan hálfellefu. ■ Tannlæknar: Greiðslur hækka strax TRYGGINGAMÁL Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að flýta gjaldskrár- breytingu sem þýðir að endur- greiðslur vegna tannlæknakostnað- ar hækka um 20% frá og með 1. des- ember. Um mánaðamótin tekur einnig gildi ný reglugerð um tannlækning- ar sem eykur umtalsvert réttindi sjúklinga til tannlæknisþjónustu. Samkvæmt reglugerðinni verður heimilt að greiða implanta eða ígræði til lífeyrisþega, þegar um gómasmíði er að ræða, svo dæmi sé tekið. Þá verður samþykkt að endur- greiða 80% kostnaðar af alvarlegum tannskemmdum sem leiða af skertri munnvatnsframleiðslu af völdum geislameðferðar, Sjögrenssjúkdóms eða lyfja. Enn fremur verða endur- greiðslur hækkaðar í 95% þegar um er að ræða skarð í vör eða gómi sem leiðir til tannskekkju. ■ FLATEYRI Veðurstofustjóri segir áhugavert að koma upp rannsóknamiðstöð snjóflóða fyrir ves- tan. Tilraunir tengdar varnarmannvirkjum geti orðið meðal verkefna stöðvarinnar. KRÓNUR EÐA EVRUR? Svíar eru farnir að spá í jólin, en næsta haust verða þeir að taka ákvörðun um það hvort þeir ætla að nota krónuna áfram. AP /P R ES SE N S B IL D /J AN C O LL IS O N VILDI KOMAST Á VETTVANG Þessi piltur grátbað í gær lögreglumenn um að fá að komast á vettvang sprengjuárásar- innar á Paradísarhótelið í Kenýa. Tíu Kenýabúar voru meðal þeirra sextán sem fórust í árásinni á fimmtudaginn. „Árásir af þessu tagi skaða málstað okkar.“ AP /K AR EL P R IN SL O O KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Heldur þú að ráðist verði inn í Írak? Spurning dagsins í dag: Ferðu í jólaglögg? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 17,5% 26,3%Nei 56,1% SADDAM HUSSEIN Rétt rúmur meiri- hluti telur að ráð- ist verði inn í Írak. Veit ekki Já

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.