Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 20
20 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR
Þar kvartar hann yfir því að hér-
lendir stjórnmálaflokkar hafi yfirgefið
miðjuna; enginn flokkur er lengur til
fyrir hinn venjulega Íslending sem er
fylgjandi skynsamri markaðsstefnu og
hóflegum ríkisrekstri. Orð í tíma töluð.
Hinn almenni maður almennrar skyn-
semi á nú hvergi höfði að halla í ís-
lenskri pólitík. Höfuðflokkarnir hafa
þokast út á hvorn sinn kantinn og skil-
ja miðjuna eftir auða. Sjálfstæðisflokk-
urinn gætir hagsmuna hinna ríku og
Samfylkingin hinna snauðu. Stað-
reyndin er hinsvegar sú að flestir Ís-
lendingar eru hvorki ríkir né snauðir.
Venjulega fólkið, ég og þú, “ríkt af
orku en að eilífu fátækt af tíma“, hefur
ekkert til að kjósa í vor.
Við bundum vonir við Samfylking-
una en prófkjörið í Reykjavík virðist
hafa bundið endi á þær. „Vinstraliðið“
vann. Hagsmunaverðir örorkunnar
röðuðu sér á lista. Varnarmenn settir í
allar stöður en sóknarmönnum skipað
á bekkinn. Það virðist ekki mikil hætta
á nýjum hugmyndum frá þessu fólki.
Framboðslistinn í Reykjavík virðist
skipaður af hópi sérfræðinga í því að
verja hagsmuni litla mannsins; enginn
þar á meðal virðist hugsa um að auka
hagsmuni heildarinnar. Auðvitað verð-
ur að muna eftir þeim sem minna mega
sín en það er ekki hægt að halda úti
heilum stjórnmálaflokki á þeim sjónar-
miðum einum saman.
Það var satt að segja sorglegt að
finna fyrir létti hjá forystumönnum
Samfylkingarinnar yfir því að Jakob
Frímann Magnússon skyldi falla á „of-
metnaði“ sínum. Flokkurinn afhjúpaði
sig sem huggulegt teboð smáborgara-
legra kerlinga og skilningsríkra karla
þeirra sem vildu bara fá að setjast í sín
fráteknu sæti og súpa á sínu velferðar-
volga tei sem ekki var þó hitað fyrir ut-
anaðkomandi boðflennur. Litla vinstri-
klíkan vildi ekki opna flokkinn fyrir
hverjum sem var. Það vildi fá að eiga
sinn flokk í friði. Þetta var því aldrei
tebollinn hans Jakobs. Honum var
refsað fyrir að vera of duglegur, fara
„of geyst“, auglýsa „of mikið“, kalla of
margt nýtt fólk til liðs við fylkinguna. Í
því síðastnefnda var hann jafnvel
bremsaður af. Hvers konar stjórn-
málaflokkur er það sem bölvar nýjum
meðlimum? Samfylkingin vill greini-
lega bara vera Smáfylking.
So be it.
Eftir stöndum við á miðju torgi ís-
lenskra stjórnmála og vitum ekkert
hvert skal halda. Einn fór í Sjálfstæðis-
flokkinn. Annar gaf út plötu. Ég fór til
útlanda. Þegar ég, á heimleið, gekk inn
eftir ganginum á milli sætaraðanna í
Flugleiðavélinni á Heathrow horfði ég
í augun á 300 Íslendingum og sá að
þetta var landlaust fólk. Þetta var
ekki „Alþingi götunnar“ heldur Al-
þingi loftsins; fylgi í lausu lofti.
Þetta var venjulegt fólk, þessir
týpísku Íslendingar sem fljúga
tvisvar á ári og fást við það að
reka sínar fjölskyldur, sínar
gleraugnabúðir og auglýs-
ingastofur, star-
far hjá sjálfu sér eða öðrum, hvert við
sína tölvu, hvert með sínar væntingar,
vonir og þrár, en engan stjórnmála-
flokk til að kjósa. Þetta er fólkið sem
kaus R-listann síðasta vor en er annars
hvergi á lista. Í stuttu máli: Hin vel-
megandi miðstétt; meirihluti þjóðar-
innar. En umfram allt: Nútímafólk.
„Þessi hópur kjósenda er nú land-
laus í íslenskum stjórnmálum,“ sagði
Þröstur Helgason í Mogganum.
Allir stjórnmálaflokkar á Íslandi
eru gamaldags, stofnaðir á löngu liðn-
um tíma, utan um gengin og úrelt gildi.
Jafnvel þeir allra „nýjustu“ eru fastir í
fortíðinni. Alþýðubandalagið var ekki
lagt niður heldur klónað í tvennt.
Ég settist í sætið mitt aftarlega í
vélinni, 20D, og beið eftir Mogganum.
Á meðan varð mér hugsað heim. Á Ís-
landi er mest að gerast á tveimur svið-
um: Í listum og viðskiptum. Hvorugur
hópurinn á sér flokk til að kjósa. Og
hvorugum hópnum sinna flokkarnir.
Listamenn eru sem kunnugt er
meira uppteknir af sinni eigin útávið-
ímynd en samfélagsmálum en eru þó í
eðli sínu ætíð dálítið heimskulega
átómatískt mótfallnir ráðandi öflum.
Hinsvegar vilja þeir ekki tengja sig við
Smáfylkinguna; finnst hún einfaldlega
of hallærisleg, auk þess sem þeir um-
gangast ekki nóg af öryrkjum dags
daglega til að finna til með málflutn-
ingi félagsmálatröllanna á framboðs-
listanum í Reykjavík.
Öflugustu viðskiptamenn landsins
nú um stundir (þeir sem eru „í bisness“
en sitja ekki bara þægir í forstjórastól-
unum sínum) hafa hinsvegar á furðu-
legan hátt lent í ónáð hjá sínum gamla
góða flokki og eiga sér nú þann draum
heitastan að Sjálfstæðisflokkurinn
hrökklist frá völdum. Bara svo þeir fái
smá starfsfrið. En hvað gæti þá komið
í staðinn?
Ekkert.
Flugfreyjan rétti mér Moggann og
allt í einu langaði mann ekki lengur
heim. Á baksíðunni eða forsíðunni (enn
að reyna að venjast nýja Mogganum)
var mynd af Finni Ingólfssyni á svört-
um Armani-fötum við stýrið á svörtum
Bens að keyra burt með bankann minn
í hanskahólfinu. Á meðan ég reyndi að
muna eftir því hve mikið ég ætti inni á
reikningunum mínum í Búnaðarbank-
anum tók ég eftir því að Finnur for-
stjóri VÍS (tryggingafélag) var ekki
spenntur í beltið. Hann var greinilega
of spenntur og glaður með það að hafa
eignast Búnaðarbankann til að muna
eftir því. Hvernig í ósköpunum gat
maður sem aldrei hafði skapað nokk-
ur verðmæti á sinni lífsævi keypt
einn stærsta banka landsins? Jú,
vegna þess að hann er Framsóknar-
maður. Hann þurfti nefnilega ekkert að
kaupa hann; hann fékk hann gefins frá
formanninum sínum sem hafði fengið
hann frá Davíð. S-hópurinn er bara
Sópurinn sem fékk að sópa til sín því
sem féll af borði konungs.
Framsóknarmönnum leyfist allt og
Framsóknarmenn geta allt nema skap-
að verðmæti. „Ísland væri fyrir löngu
orðið ríkasta land í heimi ef Framsókn-
arflokkurinn væri ekki til,“ segir einn
vinur minn reglulega. Fyrir utan að
gæta þess að Framsóknarmenn komist
áfram í lífinu virðist eina hlutverk
Framsóknarflokksins nú vera það að
gæta þess að halda öllum bændum jafn
fátækum og öllu landsbyggðaliðinu
áfram úti á landi með loforðum um
fjarvinnslu ásamt byggðastyrkjum til
vonlausra verkefna í sárabætur fyrir
að hafa haft af því kvótann: Flokkurinn
verður jú að halda kjósendum sínum
úti í kjördæmunum þar sem atkvæði
þeirra vega meira en í þéttbýlinu.
Framsóknarflokkurinn er ennþá bóndi
í eðli sínu og Alþingi hagar störfum
sínum útfrá því: Þingmenn flokksins
verða stöðugt að geta skroppið frá til
að sinna gegningum: Fara og gefa kjós-
endum sínum. Loforð og styrki.
Ég gubbaði lítillega yfir Moggann
og rétti hann næsta manni sem bætti
aðeins í æluna stuttu síðar. (Ég tók eft-
ir því að þótt búið væri að æla tvisvar
yfir framrúðuna á VÍS-Bensinum var
Finnur alveg jafn glaður að sjá; löngu
orðinn þaulvanur að fá gusurnar yfir
sig.) Þegar heim var komið fengum við
svo að sjá hversu HINIR EILÍFU RÁÐ-
HERRAR ÍSLANDS hafa náð að þróa
og fínísera helmingaskiptaregluna sína
á fallegan hátt. Í fréttum Stöðvar Tvö
var sagt frá því að vinir Davíðs höfðu
nú eignast sína ríkisjörð í Fljótshlíð-
inni, rétt hjá skógræktarbænum hans
Ísólfs Gylfa. Guðni Ágústsson hafði
fært þeim hana á silfurfati með orðun-
um: „Fögur er hlíðin; bláir akrar og
túnin græn...“ Það var semsagt búið að
skipta Fljótshlíðinni líka.
Mig langaði að standa upp og hrópa
yfir vélina: „Hver kaus eiginlega þessa
menn yfir okkur?!!“ en fattaði þá að ég
var ekki lengur um borð í Flugleiðavél
heldur heima í stofu. Spegillinn svar-
aði: „Enginn.“ Enginn í vélinni kaus
þessa menn í raun og veru. Þeir voru
bara kosnir vegna þess að það var ekk-
ert annað að kjósa. Þannig lifir gamli
tíminn áfram í íslenskum stjórnmál-
um; á vananum og hugsunarleysinu.
Sjálfstæðisflokkinn kýs tvenns kon-
ar fólk. A) Þeir sem eiga Ísland og vilja
halda því. B) Þeim sem finnst gott að
starfa hjá eigendum Ís-
lands.
Framsóknarflokkinn kýs fólk sem
áttaði sig snemma á því að það er gjör-
sneytt öllum hugmyndum og hæfileik-
um og veit að eina leiðin til þess að
komast áfram í lífinu er að gerast
Framsóknarmaður. Þetta fólk veit að
það verður að standa saman og giftir
sig því oft innbyrðis: Útkoman er hinir
svokölluðu genetísku Framsóknar-
menn; hæfileikaleysið er hreinræktað
með kynbótum.
Samfylkinguna kýs fólk sem kýs
sem minnstar breytingar nema þær
horfi til bóta (þ.e.a.s. bótanna sem
þetta fólk er á.)
Vinstri-Græna kjósa þeir sem ekki
vilja taka þátt í þeirri vitleysu sem nú-
tímaþjóðfélag er en finna sig í því að
finna að því. (Á öllum sviðum þjóðlífs-
ins er að finna fólk sem starfar við það
að gagnrýna það sem hinir gera og í
VG hafa rottað sig saman það sem
kalla má „gagnrýnendur Íslands“.)
Frjálslynda flokkinn kjósa síðan
„hin skrýtnu tvö prósent“ sem finna
má í öllum þjóðfélögum; þessi flokkur
nýtur þess helst að Ástþór virðist ekki
ætla að bjóða fram til þings.
Þar með er það upp talið og eftir
stendur ansi stór hópur sem kalla
mætti þorra Íslendinga. Venjulega
fólkið. Nútímafólkið. Fólkið sem ráfar
um Kringluna og Flugstöðina. Fólkið
sem rekur þetta þjóðfélag. Fólkið sem
er að skapa Ísland morgundagsins en á
ekkert til að kjósa í dag. Fólkið sem
hefur ekki tíma til að hugsa um pólitík
vegna þess að það er svo fullt af orku
og hugmyndum sjálft og þarf auk þess
að hafa sig allt við til að reka heimilið.
Þetta er fólkið sem kaupir tvo lítra af
mjólk og einn af AB-mjólk á dag en
skilur ekki hvers vegna kúabóndinn
lifir við lúsarmörk. Þetta er fólkið sem
veit ekki hvað bensínlítrinn kostar
vegna þess að það skiptir engu máli
vegna þess að það er engin samkeppni
á bensínmarkaði en pælir samt aldrei í
því hvers vegna bensínstöðvar á Ís-
landi eru eins flottar og fínustu geim-
stöðvar. Þetta er fólkið sem skilur ekki
hvers vegna 60 þingmönnum hefur
ekki ennþá tekist að koma rauðvíninu
úr Ríkinu í matvöruverslanir. Þetta er
fólkið sem skilur ekki kvótakerfið en
skilur samt ekki hvers vegna því er
ennþá viðhaldið. Fólkið sem vill ör-
yrkjum vel en skilur hinsvegar ekki
hvers vegna þeim fjölgar svona hratt.
Fólkið sem á engin hlutabréf í Nýherja
en er samt nýherjar í raun. Sem veit að
Sigur Rós er stærra nafn en Flugleiðir.
Sem veit að Björk er öflugri en utan-
ríkisþjónustan. Sem veit að það er
meiri sannleikur í Ekki-fréttunum en
fréttatímunum. Sem veit að hlutirnir
eru ekki lengur að gerast í póltíkinni
heldur í viðskiptum og listum. Kannski
er þingið meira að þvælast fyrir en
hitt? Alþingi endurspeglar ekki þjóðina
sem virðir það aðeins sem efni í spé-
spegil Spaugstofunnar. Sjaldan hefur
maður fundið fyrir stærra bili á milli
fólksins í landinu og flokkanna í land-
inu.
Það sjá allir í gegnum helminga-
skiptin. Það sjá allir í gegnum
Framsóknarmafíuna. Það sjá
allir í gegnum bláu höndina.
Það sjá allir í gegnum
gamla velferðarvælið
vinstrimanna.
En við sjáum samt
ekkert til að kjósa. ■
Venju-
lega fólkið.
Nútímafólkið.
Fólkið sem
ráfar um
Kringluna og
Flugstöðina.
Fólkið sem
rekur þetta
þjóðfélag.
Fólkið sem er
að skapa
Ísland morg-
undagsins en
á ekkert til að
kjósa í dag.
Síðastliðinn þriðjudag birtist í Morgunblaðinu Viðhorfsgrein
eftir Lesbókarstjórann Þröst Helgason sem hitti vel í mark.
,,
Hinir landlausu Eftir Hallgrím Helgason