Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.11.2002, Blaðsíða 12
12 30. nóvember 2002 LAUGARDAGUR Hlutverk fjölmiðla í nútíma-samfélagi felst meðal annars í því að upplýsa almenning í land- inu um niðurstöður dómsmála. Með vönduðum fréttaflutningi veita fjölmiðlar dómstólum, sem og Alþingi og stjórnvöldum, að- hald um þær ákvarðanir og ráð- stafanir, sem varða almenning og er slík umfjöllun einungis af hinu góða. Hefur oft verið talað um fjölmiðla sem „fjórða valdið“ í þjóðfélaginu. Svo að fjölmiðlar standi undir því nafni verða þeir hins vegar að vanda til frétta- flutnings og einstakir blaða- og fréttamenn að leggja metnað sinn í að fjalla um hvert mál á skipu- legan og markvissan hátt, þar sem gætt sé óhlutdrægni í framsetn- ingu. Þegar misbrestur verður á þessu er ávallt vá fyrir dyrum. Kynferðisbrotadómur Miðvikudaginn 20. nóvember síðastliðinn féll dómur í Héraðs- dómi Reykjaness, þar sem 26 ára karlmaður var dæmdur í 18 mán- aða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum, sem fram- in voru á árunum 1992-1996. Sá sem þessi orð ritar var dómsfor- maður í málinu og þekkir því vel til málsatvika. Í niðurstöðum dómsins voru færð rök fyrir því að skilorðsbinda 15 mánuði af refsingunni. Rökin voru fyrst og fremst þau að brotin voru framin þegar ákærði var á aldursbilinu 15-18 ára. Þá var litið til sakarfer- ils ákærða, en hann hafði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi. Loks var höfð hliðsjón af því að ákærði væri nú í sambúð og ætti barn, fætt í júlí 2002. Þrátt fyrir að ofangreindra atriða væri skilmerkilega getið í niðurstöðum dómsins virðist lítill áhugi hafa verið meðal fjölmiðla að gera réttilega grein fyrir öllum ástæð- um skilorðsbindingar. Þess í stað stukku þeir flestir á þá síðustu og gerðu henni þau skil, sem kunn eru meðal þjóðarinnar. Þá fór lítið fyrir umfjöllun um þá staðreynd að refsing var ákveðin 18 mánaða fangelsi, en eins og þeir vita, sem þekkja, þá er eitt að ákvarða refs- ingu fyrir afbrot og annað að ákvarða hvort rétt þyki að skil- orðsbinda hana að einhverju leyti eða öllu. Mátti víða sjá uppslætti í þessum dúr: „Karlmaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlk- um.“ Er þetta sanngjörn og óhlut- dræg umfjöllun af hálfu viðkom- andi fjölmiðla? Lambalærin í Bónus Sama dag féll dómur í Héraðs- dómi Reykjaness yfir 23 ára gömlum karlmanni, sem sak- felldur var fyrir þjófnaðarbrot framin 19. september og 19. októ- ber 2002, nytjastuld á tveimur bifreiðum 19. og 20. október 2002 og akstur þeirra án ökuréttinda. Ákærði átti að baki þó nokkurn sakarferil, meðal annars fyrir nytjastuld, tvö rán og ránstilraun og hafði sætt 26 mánaða óskil- orðsbundinni fangelsisrefsingu með dómi 2. júlí 2001. Með hinum nýju brotum rauf ákærði skilorð reynslulausnar á 260 daga eftir- stöðvum þeirrar refsingar og var því sá hluti refsivistarinnar tek- inn upp og dæmdur með hinum nýju brotum. Að teknu tilliti til játningar ákærða og fleiri atriða þótti refsing hæfilega ákveðin fangelsi í eitt ár, sem ekki þótti fært að skilorðsbinda í ljósi sak- arferils ákærða. Framangreindra atriða var skilmerkilega getið í nefndum héraðsdómi. Í umfjöll- un um dóm þennan einblíndu margir blaða- og fréttamenn á eitt brotanna, sem varðaði þjófn- að ákærða, í félagi við annan mann, á fimm lambalærum 19. september 2002 og drógu vísvit- andi þá röngu ályktun af dómin- um, ef marka má umfjöllun þeirra, að ákærði hefði verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þjófnað á lambakjöti. Hitt gleymdist að brotin voru fleiri og alvarlegri, að ákærði var um 22 ára gamall er hann framdi brotin og að hann rauf með þeim skilorð á 260 daga eftirstöðvum refsing- ar fyrir mjög alvarleg auðgunar- brot. Sjálfur er ég stúdent úr máladeild, en þó veit ég að 260 dagar samsvara tæplega níu mánuðum. Það er því ljóst og gat engum dulist, sem dóminn las, að hinn ákærði hlaut rúmlega þrigg- ja mánaða fangelsisdóm fyrir hin nýju brot. Engu að síður mátti sjá uppslætti fjölmiðla í þessum dúr: „Karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi fyrir þjófnað á lamba- læri.“ Er þetta sanngjörn og óhlutdræg umfjöllun af hálfu við- komandi fjölmiðla? Dómarnir bornir saman Til að kóróna allt saman tóku nokkrir fjölmiðlar til þess bragðs að bera niðurstöður framan- greindra tveggja dóma saman og gættu þess sem fyrr að leyna fyr- ir almenningi framangreindum, mikilvægum staðreyndum í báð- um málunum. Hér virðist sannast á viðkomandi fjölmiðla orðtækið: „Hafa skal það sem betur hljóm- ar.“ Taki þeir til sín sem eiga. Dómstólar og einstakir dómar- ar hafa lítið haft sig í frammi í op- inberri umfjöllun um einstaka dóma. Eru fyrir því augljós rök og þau helst að hver dómur tali sínu máli. Tilefni þessa greinarkorns er bréf til Fréttablaðsins, sem rit- að var af Kristjáni Sig. Kristjáns- syni og birt var 25. nóvember und- ir fyrirsögninni: „Sleggjudómar.“ Ekki veit ég hvort Kristján hefur komist yfir dóminn í kynferð- isbrotamálinu. Ef ekki er ég ánægð- ur að heyra að einum borgara að minnsta kosti hefur tekist að sjá í g e g n u m þokukennd- an frétta- flutning af málinu og hann greint, að til eru fleiri hliðar á málinu en birst hafa í fjölmiðlum. Birting bréfsins í Fréttablaðinu varð til þess að ég ákvað að velja þann miðil til að koma gagnrýni minni á framfæri. Fleiri orð verða ekki höfð af minni hálfu um dómana tvo í fjöl- miðlum. Að lokum vil ég þó árétta að dómstólar eru ekki hafnir yfir gagnrýni. Síður en svo. Almenn- ingur hlýtur hins vegar að eiga rétt á því að fjölmiðlar fjalli um dómsmál af þeirri ábyrgð og óhlutdrægni, sem krefjast verður af þeim í lýðfrjálsu landi. Borgur- unum er treystandi til að draga sjálfir sínar ályktanir af niður- stöðum dómsmála. Þar þarf ekki „fjórða valdið“ til. Kveikjan að bréfi héraðsdómara til Fréttablaðsins: Umdeildir dómar Tveir dómar, sem féllu í Hér- aðsdómi Reykjaness í síðustu viku, vöktu mikla athygli. Ann- ars vegar var um að ræða kyn- ferðisbrotadóm og hins vegar dóm fyrir þjófnaðarbrot. Um- fjöllun fjölmiðla almennt varð til þess að Jónas Jóhannsson héraðsdómari skrifaði Frétta- blaðinu bréf, sem birt er hér á síðunni. Í kynferðisbrotadómnum var maður, fæddur 1976, dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot gegn tveimur stúlk- um. Fimmtán mánuðir voru skilorðsbundnir í þrjú ár. Mað- urinn var einnig dæmdur til að greiða miskabætur. Við ákvörð- un refsingarinnar var litið til þess að maðurinn var 15 til 18 ára þegar brotin voru framin. Enn fremur að hann er nú tæp- lega 26 ára gamall og hefur ver- ið í sambúð með konu um nokk- urra ára skeið og á með henni barn. Þá var einnig litið til þess að maðurinn hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri hátt- semi. Í þjófnaðarmálinu var 23 ára karlmaður dæmdur í eins árs fangelsi. Maðurinn var dæmdur fyrir að stela 5 lambalærum úr versluninni Bónus við Smára- torg. Einnig fyrir að hafa brot- ist inn í bifreið og fyrir að hafa stolið tveimur bílum. Að teknu tilliti til játningar ákærða og fleiri atriða þótti refsing hæfi- lega ákveðin fangelsi í eitt ár. Ekki þótti fært að skilorðs- binda hana í ljósi sakarferils ákærða, en með hinum nýju brotum rauf hann skilorð reynslulausnar á 260 daga eftirstöðvum þeirrar refs- ingar og var því sá hluti refsivistarinnar tekinn upp og dæmdur með hinum nýju brotum. ■ HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Miðvikudaginn 20. nóvember síðastliðinn féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness, þar sem 26 ára karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Sama dag féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness yfir 23 ára göml- um karlmanni, sem sakfelldur var fyrir þjófnaðarbrot. Umfjöllun fjölmiðla um þessi mál varð kveikjan að því að Jónas Jó- hannsson héraðsdómari ritaði Fréttablað- inu bréf til birtingar. Til að kóróna allt saman tóku nokkrir fjölmiðlar til þess bragðs að bera saman niðurstöður kynferðisbrota- dóms og dóms þar sem maður stal meðal annars fimm lamba- lærum. Í bréfi Jónasar segir að fjölmiðlar hafi gætt þess að leyna fyrir almenningi mikil- vægum staðreyndum í báðum málunum. Er þetta sanngjörn og óhlutdræg umfjöllun? Í bréfi til Fréttablaðsins gerir Jónas Jóhannsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness, athugasemdir við fréttaflutning fjölmiðla. Jónas dæmdi í máli 26 ára gamals karlmanns sem var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum í síðustu viku. ,, Í niðurstöðum dómsins voru færð rök fyrir því að skilorðsbinda 15 mánuði af refsingunni. Jónas segir að lítill áhugi hafi verið meðal fjölmiðla á að gera réttilega grein fyrir öllum ástæðum skilorðsbindingar. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.