Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTIR Hamm langbest bls. 16bls. 34 Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 19. desember 2002 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Bíó 34 Íþróttir 16 Sjónvarp 38 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TÓNLEIKAR Breska rokkhljómsveitin Coldplay heldur tónleika í Laugar- dalshöllinni í kvöld en þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem sveitin heiðrar landann með nærveru sinni. Sveitin teflir fram öllum tækjabúnaði sínum í höllinni og mætir með risaskjái og afar sér- staka sviðsmynd. Stórtónleikar í Höllinni FUNDUR Borgarstjórn Reykjavíkur mun fjalla um fjárhagsáætlun borgarinnar í dag. Er þetta seinni umræðan og er gert ráð fyrir því að hún geti staðið langt fram á kvöld eða jafnvel nótt. Fjármálin rædd í borgarstjórn FYRIRLESTUR Stefán Snævarr, dósent í heimspeki við háskólann í Lille- hammer í Noregi, flytur fyrirlestur á vegum Hugvísindastofnunar í Odda klukkan 17. Fyrirlesturinn nefnir hann „Myndhverfingar: Sjónhverfingar? Metafórar, merk- ing og þekking.“ Sjónhverfingar í Odda KÖRFUBOLTI Þrír leikir verða í Inter- sport-deildinni í körfubolta í kvöld klukkan 19.15. KR mætir Haukum, Tindastóll keppir við ÍR og Kefla- vík sækir Snæfell heim. Haukar mæta toppliðinu FÓLK Jólasveinn í 40 ár FIMMTUDAGUR 257. tölublað – 2. árgangur KVIKMYNDIR Stella í framboði bls. 28 INGIBJÖRG SÓLRÚN SVARAR FJÖLMIÐLUM „Ég tel það verða sífellt mikilvægara að þeir sem stjórna borginni eigi fulltrúa á þingi. Ég hef orðið þess vör að borgarmálavettvangurinn er að flytjast sífellt meira yfir á þingvettvanginn.“ STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri mun taka fimmta sæti á lista Samfylkingar- innar í Reykjavíkurkjördæmi nyrðra fyrir næstu þingkosningar. Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingar, tóku reyndar missterkt til orða þegar rætt var við þau í gær. Ingibjörg kvaðst hafa tekið jákvætt í umleitan Össurar um að fara í framboð án þess að hafa gefið endanlegt svar. Össur sagði eftir að hafa rætt við borgarstjóra að hún hefði játað því að fara í framboð. „Ég er kosin borgarstjóri í Reykjavík til næstu fjögurra ára og er sjálf ekki á þeim buxunum að breyta því. Ég er tilbúin að vera hér áfram og leiða Reykja- víkurlistann,“ sagði Ingibjörg Sól- rún. Í kjölfarið var Ingibjörg spurð hvort þetta þýddi að hún tæki ekki ráðherrastól ef Sam- fylkingin kæmist í ríkisstjórn og borgarstjóri næði inn á þing í fimmta sætinu. „Það er ekkert í spilunum. Þetta er eins og ég segi í besta falli almennt þingmanns- sæti. Í þessu felst engin ósk af minni hálfu um neitt slíkt.“ Meira á bls. 2 Borgarstjóri á leið í framboð: Segist sitja áfram sem borgarstjóri ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 19 57 2 12 /2 00 2 dagar til jóla Opið til kl. 22.00 til jóla e r m e › a l l t f y r i r j ó l i n 5 REYKJAVÍK Vestan 3-5 m/s og skúrir, en norðlægari og léttir til síðdegis. Hiti 2 til 7 stig. VEÐRIÐ Í DAG VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Él 6 Akureyri 3-8 Él 5 Egilsstaðir 3-8 Él 5 Vestmannaeyjar 3-5 Skúrir 4 ➜ ➜ ➜ ➜ + + + + FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó ATVINNA SÍÐA 4 Mikil þörf fyrir útlendinga VERÐLAUN Borgin tvígreiddi verðlaun SÍÐA 6 EINKAVÆÐING Áreiðanleikakönnun sem KPMG endurskoðun gerði vegna sölu á 45,8% hlut ríkisins í L a n d s b a n k a n u m verður væntanlega kynnt á fundi með e i n k a v æ ð i n g a r - nefnd og eignar- haldsfélaginu Sam- son ehf. í dag eða á morgun. Það verður fyrsti fundurinn sem Samson á með einkavæðingarnefnd í talsverðan tíma. Eigendur Samson vilja ekki tjá sig um áhrif könnunar KPMG á kaup sín í bankanum að svo stöddu, þar sem þeir hafa ekki fengið hana. Samkvæmt heimildum blaðsins hafa fulltrúar KPMG þó kynnt Sam- son munnlega helstu niðurstöður, að viðstöddum fulltrúum Lands- bankans. Eftir þá yfirferð ku það vera mat Samson að Landsbankinn standi verr en kom fram í kynningu einkavæðingarnefndar fyrir tveim- ur mánuðum. Engar upphæðir hafa verið nefndar og engar kröfur sett- ar fram af hálfu Samson, enda talið ógerlegt fyrr en Samson hefur fengið skýrslu KPMG. Þó er talið augljóst að koma verði til móts við athugasemdir sem fram koma í skýrslunni og er það talið standa upp á einkavæðingarnefnd að bregðast við. Nokkrar leiðir eru taldar færar í þeim efnum. Ein er sú að lækka kaupverðið, þó ekki um þá upphæð sem í milli ber. Önnur er að skil- greina vöruna upp á nýtt, annað hvort með því að taka út úr bank- anum tiltekna hluta, skuldir eða hlutabréfaeign sem deilt er um og lækka kaupverðið sem því nemur eða semja um nýtt gengi fyrir 45,8% hlutinn. Loks er ein leiðin að breyta greiðsluskilmálum kaup- samnings sem gerður verður. Samkvæmt heimildum blaðsins er meðal annars ágreiningur um hvernig meta beri kröfur Lands- bankans á hendur þrotabúi Frjálsrar fjölmiðlunar. Enn frem- ur eru deildar meiningar um gæði lána tækni- og fjölmiðlafyrir- tækja. Þar eru meðal annars nefnd Norðurljós, Íslandssími, OZ og Útgáfufélag DV. Enn eitt ágreiningsefnið samkvæmt heim- ildum blaðsins er verðmat á hluta- bréfasafni Landsbankans, einkum í fjölmiðla- og fjarskiptafyrir- tækjum. Þar er Íslandssími meðal annars nefndur til sögunnar. Fréttablaðið hefur þó ekki fengið þetta staðfest. Hvorki náðist í Ólaf Davíðsson, formann einkavæðingarnefndar, né Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóra Landsbankans, í gær. the@frettabladid.is Landsbankinn verð- minni en talið var Slök skuldastaða fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækja og ofmetnar eignir Landsbankans í tækni- fyrirtækjum eru sagðar rýra verðgildi Landsbankans. Áreiðanleikakönnun verður kynnt og afhent á fundi einkavæðingarnefndar og Samson fyrir helgi. NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 69,6% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í OKTÓBER 2002. Fr é tt a b la ð ið M o rg u n b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2002 28% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuðborgar- svæðinu á fimmtu- dögum? 53% 72% Engar upp- hæðir hafa verið nefndar og engar kröfur settar fram af hálfu Samson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.