Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 28
28 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Við höfum alltaf haft prófin ísíðustu vikunni fyrir jól en
nú er búið að lengja skólaárið og
okkur fannst þetta allt of löng
törn í kennslu,“ segir Helga
Kristín Gunnarsdóttir, deildar-
stjóri í Valhúsaskóla. „Þetta kom
þó til fyrst og fremst vegna þess
að krakkarnir eru búnir að vera
svo frábærir í vetur að okkur
dauðlangaði að gera eitthvað
skemmtilegt fyrir þau fyrir jól-
in.“ Hugmyndin að þemadögun-
um vaknaði snemma í haust en í
lok október byrjuðu kennarar
skólans að vinna markvisst að
því að skipuleggja dagskránna.
„Fólk skiptir með sér verkum og
allir leggja eitthvað af mörk-
um.“
Í Valhúsaskóla eru fjórir
elstu bekkir grunnskólastigsins
og á þemadögunum verður reynt
að bjóða upp á eitthvað við allra
hæfi. „Hver árgangur er með
sitt prógram og þau eru ýmist að
vinna saman innan bekkjarins
eða í stöðvavinnu sem þau hafa
sjálf valið sér. Af því sem í boði
er má nefna myndmennt, smíðar
og sauma, piparkökubakstur og
konfektgerð, leiklist, söng og
freestyledans,“ segir Helga
Kristín. Kennarar og nemendur
hjálpast að við að skipuleggja
vinnu hvers hóps og einnig hafa
verið fengnir utanaðkomandi að-
ilar til að aðstoða þar sem þess
hefur þótt þörf.
„Við erum svo heppin að vera
með leikkonu í félagsmiðstöð-
inni Selinu og hún ætlar að
hjálpa okkur með leiklistarhóp-
inn. Svo fáum við kennara úr
Tónlistarskóla Seltjarnarness til
að aðstoða okkur með söng og
hljóðfæraleik. Í dansinum ætl-
um við að nota krafta nemenda
og fengum nokkrar mjög klárar
stelpur í lið með okkur. Okkur
fannst við ekki í stakk búin að
veita þeim leiðbeiningar þar.“
Helga segir að lítill munur sé á
kynjaskiptingunni milli hópa og
það hafi til dæmis komið á óvart
hversu margir strákar skráðu
sig í dansinn.
En dagskráin fer ekki öll
fram innan veggja skólans. „Við
ætlum á kaffihús og yngri
krakkarnir fá að sjá kvikmynd á
meðan þau eldri fara í Hafnar-
fjarðarleikhúsið að sjá Grettis-
sögu. Á fimmtudaginn stendur
til að leikhópurinn og sönghóp-
urinn flytji afrakstur vikunnar
og á föstudeginum verða litlu
jólin haldin með hefðbundnu
sniði.“
Helga á von á því að krakk-
arnir muni taka þemadögunum
opnum örmum og hefur hingað
til aðeins orðið vör við jákvæð
viðbrögð frá nemendum. „Þau
eru vön því að vera í prófum al-
veg fram undir jól og þau eru
rosalega fegin að vera að þessu
sinni búin aðeins fyrr og fá smá
skemmtun rétt fyrir jólin.“ ■
Í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi verður hefðbundin kennsla felld niður í þessari
viku og þess í stað haldnir þemadagar fyrir alla nemendur skólans.
Nemendum umbunað fyrir
dugnað og prúðmennsku
JÓLASTEMNING Í SKÓLASTOFUNNI
Það er greinilegt að nemendur Valhúsa-
skóla eru komnir í jólaskap enda prófun-
um lokið og ýmsar skemmtilegar uppá-
komur framundan.
HANDAVINNA
Eitt af því sem er í boði á þemadögunum
er föndur í saumum. Þar gefst krökkunum
til dæmis tækifæri á að búa til skemmti-
legar jólagjafir handa sínum nánustu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
MAGNÚS ÓLAFSSON
Bregður sér einu sinni til tvisvar í hlutverk
Hurðaskells þessi jól. Hann hefur verið
fastagestur á jólaballi Prentarafélagsins
auk þess sem hann kemur við hjá vinum
og kunningjum.
Magnús Ólafsson,
leikari:
Jólasveinn
í 40 ár
JÓL „Lykillinn að því að vera góð-
ur jólasveinn er að hafa gaman af
því sem maður er að gera,“ segir
Magnús Ólafsson, leikari og
prentari, sem hefur leikið jóla-
svein í rúm 40 ár. Hann lék fyrst
jólasvein fimmtán ára gamall,
þegar hann hljóp í skarðið fyrir
jólasvein sem veiktist. „Ég kunni
ekki að leika og var bara fleygt
út í þetta,“ segir Magnús en bæt-
ir því við að frumraunin hafi
gengið vel.
Magnús segir að jólasveinar
þurfi að kunna að syngja en ekki
séu allir sem kunni það nú. „Það
eru kannski hinir einu sönnu jóla-
sveinar,“ segir leikarinn hlæj-
andi.
Magnús leikur alltaf Hurða-
skelli þegar hann bregður sér í
gervi rauðklædda sveinsins.
Hann hefur gefið út þrjár jóla-
sveinaplötur ásamt Þorgeiri Ást-
valdssyni, Stúfi litla. Plöturnar
seldust vel og hafa þær verið
endurútgefnar síðustu ár.
Magnús hefur ekki sagt skilið
við jólasveinahlutverkið þó hann
bregði sér ekki í það jafn oft og
áður. „Ég lék í ein 15 ár á stóra
jólaballinu hjá Verslunarmanna-
félagi Reykjavíkur. Það var
aðalballið en svo fjaraði það út.
Það er foreldrum að kenna því
þeir hafa ekki haldið þessu við.
Fólk verður að nenna að fara með
börnin á böllin,“ segir Magnús en
þegar mest var að gera hjá hon-
um lék hann á fimm til sex böll-
um á dag. ■