Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 43
43FIMMTUDAGUR 19. desember 2002 Ms. Dynamite: Leikur með Asher D KVIKMYNDIR Söngkonan Ms. Dynamite og Asher D úr hljóm- sveitinni So Solid Crew hafa tekið að sér aðalhlutverkin í nýrri bíó- mynd sem væntanleg er á hvíta tjaldið á næsta ári. Asher segist hafa lesið handrit myndarinnar, sem enn hefur ekki fengið nafn, þegar hann sat í fang- elsi. Fjallar hún um tónlistarlífið eins og það er um þessar mundir. „Þetta er gott handrit. Margir vita ekki að ég var leikari áður en ég gerðist tónlistarmaður,“ sagði Asher fullur tilhlökkunar. ■ JACKSON Peter Jackson segir að síðasta myndin í „Lord of the Rings“ þríleiknum sé afar hjartnæm. Leikstjóri „Lord of the Rings“: Grætur yfir loka- myndinni KVIKMYNDIR Peter Jackson, leik- stjóri „The Lord Of The Rings“ segir að síðasta kvikmyndin í þrí- leiknum, „The Return of the King,“ fái hann til að gráta mun meira en hinar tvær myndirnar. „Fróði og Sam - þetta verður saga um mikið hugrekki og ást þeirra og stuðning sem þeir veita hvor öðrum. Hún er afar hjartnæm. Ég vil ekki tala um það sem gerist í lokin en það er ótrúlega sorglegt,“ sagði Jackson. „The Return of The King“ er væntanleg á hvíta tjaldið eftir eitt ár. ■ Brad Dexter deyr: Góðvinur Sinatra og Monroe ANDLÁT Bandaríski leikarinn Brad Dexter lést síðastliðinn fimmtudag, 85 ára að aldri. Dexter var hvað þekktastur fyrir að leika í myndinni The Magnificent Seven, sem gerð var árið 1960 eftir japönsku stór- myndinni Sjö samúræjar. Þar lék Dexter ásamt stórstjörnunum Yul Brynner og James Coburn, sem báðir eru látnir. Dexter lék í nokkrum vestrum en sneri sér síðan að framleiðslu kvikmynda. Hann er sagður hafa verið náinn vinur Frank Sinatra og Marilyn Monroe. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.