Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 20
19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Það er líf að færast í skákíþrótt-ina hér á landi eftir magran tí-
unda áratug síðustu aldar. Það
mætti kalla það gullaldartímabil
þegar menn á borð við Jóhann
Hjartarson, Margeir Pétursson,
Helga Ólafsson og fleiri voru mik-
ið í sviðsljósinu og kepptu reglu-
lega á mótum við góðan orðstír.
Þessir menn höfðu nánast atvinnu
af því að tefla enda voru góð verð-
laun í boði á mótum. Þegar litið er
til baka virðist sem þeir hafi dott-
ið út hver á fætur öðrum og eng-
inn fyllt þeirra stað.
Að sögn Hrannars B. Arnars-
sonar, forseta Skáksambands Ís-
lands, hefur þetta sínar skýringar.
„Í fyrsta lagi þá flæddi inn mikið
af millisterkum skákmönnum frá
Austur-Evrópu við fall kommún-
ismans. Þeir höfðu í raun verið
tempraðir inni og aðeins bestu
skákmönnunum hleypt út að
keppa. Þetta leiddi af sér mikið
framboð á skákmönnum og um
leið fór verðlaunafé á skákmótum
minnkandi.“ Hina ástæðuna segir
Hrannar vera innreið tölvunnar.
Með tilkomu hennar hafi skák-
áhugamenn átt möguleika á að
tefla heima við sterk skákforrit
og í leiðinni hafi dregið úr þátt-
töku á skákmótum.
Framboð og forrit
styrkja skákina
Hrannar bendir þó á að skáklíf
hafi ekki alveg legið niðri og til
dæmis hafi skákmenn eins og
Hannes Hlífar Stefánsson staðið
sig vel undanfarin ár. Hrannar
heldur svo áfram: „Þrátt fyrir að
offramboð skákmanna og tölvan
hafi dregið úr sýnilegum vin-
sældum skákarinnar þá hafa
þessi tvö atriði einnig virkað
styrkjandi fyrir íþróttina.“
Hrannar bendir á að með skákfor-
ritum hafi almenningur getað
teflt á móti mun sterkari and-
stæðingum en annars. Einnig hafi
mikið framboð á skákmönnum
leitt til þess að auðveldara hafi
verið að fá skákmenn hingað til
lands, sem aftur hefur komið
skákfólki hérlendis til góða. Auk
þess hafa taflfélög á borð við
Hrókinn verið dugleg við að
breiða út skákina með því að stan-
da fyrir mótum og flytja inn er-
lent skákfólk. „Árangurinn erum
við að sjá í dag, hjá skákfólki af
báðum kynjum. Til dæmis var ár-
angur beggja sveita okkar á
ólympíuskákmótinu fyrr á árinu
mun betri en búist var við. Þá er
Stefán Kristjánsson að standa sig
vel á heimsmeistaramóti ung-
linga þessa dagana, þar sem hann
tapaði sinni fyrstu skák ekki fyrr
en í áttundu umferð,“ bendir
Hrannar á. Auk þess keppir Dav-
íð Kjartansson á mótinu og hefur
líka staðið sig vel.
Framtíðin virðist því björt í ís-
lenskum skákheimi. Það eru kanns-
ki ekki jafn miklir möguleikar á
því að stunda skákina sem atvinnu.
Það er þó möguleiki að Íslendingar
fari að eignast fleiri framúrskar-
andi skákmenn og bendir Hrannar
á að fjöldi ungs skákfólks hér á
landi sé að ná áföngum í skákinni.
Þar sé að þakka áðurtöldum atrið-
um, auk þess sem Skáksambandið
hafi tekið upp hvetjandi kerfi í
formi styrkja fyrir þá sem ná
áföngum. ■
SKÁKIN Í AUKINNI SÓKN
Skákin hefur verið lítið í sviðsljósinu undanfarin ár en er nú að verða sýnileg á ný.
Skákin á uppleið
eftir mögur ár
Fyrir rúmum áratug áttu Íslendingar nokkra skákmenn sem telja mátti
atvinnumenn í íþróttinni. Síðan dalaði íþróttin mikið. Hrannar B. Arnarsson,
forseti Skáksambands Íslands, telur bjartari tíma fram undan.
DAVÍÐ KJARTANSSON
Fulltrúi nýrrar og upprennandi kynslóðar íslenskra skákmanna.
HANNES HLÍFAR STEFÁNSSON
Einn fárra sem hafa verið að ná árangri á
mótum síðustu ár.
HRANNAR B. ARNARSSON
Segir mikinn vöxt vera í skákinni í dag.
Erum einnig með glæsi-
legar ítalskar eldhúsinn-
réttingar, komið og
skoðið sýningareldhúsin
á staðnum eða fáið send-
an myndalista.
Opið mán.–fös. 10–18, lau. 10–16 og sun. 13–16
– gæða húsgögn
Bæjarhrauni 12, Hf.
Sími 565-1234
Jól
ati
lbo
ð
Jól
ati
lbo
ð
Jól
ati
lbo
ð
Jól
ati
lbo
ð
Jól
ati
lbo
ð
Leðurhornsófar 2+H+2 og 2+H+3 verð frá 179.000.- stgr.
Litir: koníaksbrúnt og antíkbrúnt.
Módel King 3+1+1, fullt verð 329.000.- verð nú 298.900.- stgr.
Koníaksbrúnt, rauðbrúnt og dökkbrúnt bycast leður
Módel IS 1000 3+1+1 verð nú aðeins 189.000.- stgr.
Litir: koníksbrúnt, antikbrúnt, svart, búrgundýrautt og ljóst
Módel IS 200 3+1+1 3+2+1 í Bycast leðri og taui
Hátíðatilboð 3+1+1 í leðri á aðeins 298.000.- stgr.
Margar gerðir af borðstofuhúsgögnum frá Ambitat.
Glæsileg ítölsk leðursófasett
stakir sófar og hornsófar