Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 46
46 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Vinstrisinnað
ungt tónskáld
Símon Örn Birgisson er átján ára gamalt tónskáld. Fyrsta kórverk
hans var frumflutt í gær. Hann stefnir á tónsmíðanám og segir bein
tengsl milli listamanna og vinstri skoðana.
Kórverkið „Á Hvalsnesi“ eftirSímon Örn Birgisson, við
ljóð Snorra Hjartarsonar, var
frumflutt af Kammerkór Hafn-
arfjarðar í gær. Símon Örn er
átján ára gamall Hafnfirðingur,
sonur hjónanna Birgis Svan Sím-
onarsonar skálds og Stefaníu Er-
lingsdóttur, sem starfar hjá Eim-
skipafélaginu. Föðurbróðir Sím-
onar er Ólafur Haukur Símonar-
son rithöfundur.
Símon Örn var drifinn í
Suzuki-skólann „ungur að aldri“
eins og hann orðar það og sýndi
píanóinu mikinn áhuga þar til
hann fór í framhaldsskóla. „Það
flosnaði upp úr þessu hjá mér þá
en ég sneri mér aftur að píanóinu
fyrir tveimur árum og hellti mér
þá út í það af fullum krafti,“ seg-
ir tónskáldið unga, sem byrjaði
þá einnig að semja verk fyrir
hljóðfærið. „Á Hvalsnesi“ er
fyrsta kórverkið sem hann sem-
ur. Hann segir talsverðan mun á
því að semja verk fyrir píanó og
kór. „Það er frekar hægt að
sleppa fram af sér beislinu þegar
samið er fyrir píanó. Það er svo
margt sem þarf að taka tillit til
við kórinn: textinn, allar raddir
og fleira. Kórinn er eitthvert
fallegasta hljóðfæri sem til er,“
segir Símon Örn og bætir við að
hann vildi gjarnan semja verk
fyrir fleiri hljóðfæri.
Símon Örn er á fjórða ári á fé-
lagsfræðibraut í Flensborgar-
skólanum og hyggst klára eftir
ár. „Ég býst nú ekki við að leggja
félagsfræðina fyrir mig,“ segir
Símon Örn hlæjandi. „Ég stefni á
að komast í Listaháskólann í tón-
smíðadeild og hver veit nema
hugurinn stefni út fyrir land-
steinanna.“
Símon Örn hefur mikinn
áhuga á pólitík og er í stjórn hjá
ungum jafnaðarmönnum í Hafn-
arfirði. „Það eru bein tengsl milli
listamannsins og róttækra
vinstri stjórnmálaskoðana. Mitt
markmið er aðallega að berjast
fyrir menningu. Við ungir jafn-
aðarmenn höfum til dæmis kom-
ið því í gegn að Listahátíð ungs
fólks er haldin í Hafnarfirði auk
þess sem við höfum staðið fyrir
tónleikum og menningarkvöld-
um.“
kristjan@frettabladid.is
PERSÓNAN
35 ÁRA Guðlaugur Þór Þórðarson,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins, er þrjátíu og fimm ára í dag en
fær ekkert ráðrúm til þess að gera
sér sérstakan dagamun. „Þetta
verður stífur afmælisdagur þar
sem seinni umræðan um fjárhags-
áætlun borgarinnar fer fram í dag
og stendur fram eftir nóttu.“
Guðlaugur verður því í góðum
félagskap samherja og andstæð-
inga og tekur því með jafnaðargeði
enda ekki vanur því að vera með
mikið tilstand á afmælisdaginn.
„Fjölskyldan gerir venjulega eitt-
hvað skemmtilegt þegar maður
vaknar og við hjónin höfum stund-
um farið út að borða en það er orð-
ið mjög langt síðan ég gerði eitt-
hvað stórt á afmælinu mínu.“
Guðlaugur er uppalinn í Borgar-
nesi, gekk í Menntaskólann á Akur-
eyri og útskrifaðist sem stjórn-
málafræðingur frá HÍ. Stjórnmálin
eru helsta áhugamál hans og honum
gefst lítill tími til að sinna öðru.
„Maður reynir að eyða eins miklum
tíma og maður getur með fjölskyld-
unni og svo skýst maður í hitt og
þetta þegar tími gefst til. Ég hef
gaman af íþróttum og útivist og við
hjónin förum svolítið í leikhús og á
tónleika. Við höfum bæði mjög
gaman af matargerð og ég reyni
líka að lesa mikið, ekki síst um póli-
tík og sögu.
„Ég fæ iðulega mikið af bókum
í jólagjöf og það kæmi mér á óvart
ef ég fæ ekki nýju bókina hans
Davíðs. Ég las fyrri bókina hans
mér til mikillar ánægju og hef
heyrt hann lesa upp úr þessari og á
ekki von á öðru en hún sé góð. Þar
fyrir utan á ég auðvitað helling af
ólesnum bókum heima sem allar
bíða betri tíma.“
Guðlaugur er giftur Ágústu
Johnson og þau eiga saman tvö
börn. „Fjölskyldulífið á vel við mig
og það er með mig eins og marga
aðra að ég vildi gjarnan eyða meiri
tíma með fjölskyldunni en ég held
samt að okkur takist ágætlega að
samræma þetta.“ ■
Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi
mun eyða afmælisdeginum á löngum og
ströngum borgarstjórnarfundi þar sem
fjárhagsáætlun borgarinnar verður rædd
fram eftir nóttu.
Afmæli
Í góðum félagsskap fram eftir nóttu
MEÐ SÚRMJÓLKINNI
Að gefnu tilefni skal tekið fram að GSM-
númerið hjá Guðna Ágústssyni landbún-
aðarráðherra er tvær langar, ein stutt.
Leiðrétting1.
2.
3.
Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
Iceland Express.
Teitur Þórðarson.
Vetrarsólstöður. Daginn fer að
lengja.
LÓÐRÉTT: 1 starf, 2 gras, 3 reiðmenn, 4 kát, 5 holskrúfur, 6 mundir, 7 myndun,
8 þverneiti, 11 galgopi, 14 stafur, 16 kraminn, 18 vingjarnleiki, 20 harmar, 21
árbókar, 23 fyrirlestra, 26 lækurinn, 28 holdfúi, 30 askar, 31 sveia, 33 keyra.
LÁRÉTT:
1 dugleg,
4 rudda,
9 eðli,
10 meðvitund,
12 flakk,
13 þröngi,
15 beljaka,
17 illgresi,
19 heydreifar,
20 snöggi,
22 skinni,
24 beita,
25 dónalegur,
27 ær,
29 leiðslunni,
32 geislabaugurinn,
34 eyktamarks,
35 kynsjúkdóm,
36 rákin,
37 ójafna.
Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 búks, 4 óskert, 9 viðsjál, 10 stög, 12 páll,
13 lúðuna, 15 fell, 17 rýrt, 19 fái, 20 ókost, 22 áburð, 24 rif, 25 assa, 27 æsta, 29
tangir, 32 aula, 34 arða, 35 smáræði, 36 ritaði, 37 iðin. Lóðrétt: 1 basl, 2 kvöð, 3
sigurs, 4 óspar, 5 sjá, 6 kálf, 7 ellefu, 8 taglið, 11 túrkis, 14 nýta, 16 lárvið, 18 tása,
20 órækur, 21 oftast, 23 banaði, 26 stari, 28 auma, 30 grið, 31 raun, 33 láð.
FÓLK Í FRÉTTUMHVAR
Það var sunnudagur og trúaðimaðurinn ákvað að sleppa því
að fara í kirkju, bara þennan eina
sunnudag, og fara á veiðar.
Þegar hann kom út í skóg rakst
hann fljótlega á glorsoltinn skógar-
björn. Trúaði maðurinn lagði strax á
flótta en þegar hann sá að hann ætti
enga möguleika hentist hann á hnén
og bað: „Góði Guð, gefðu að þessi
skógarbjörn verði kristinn.“
Í sömu svifum snarstansaði
björninn, henti sér líka fram fyrir
sig og bað: „Góði Guð, þakka þér
fyrir þessa máltíð sem ég er í þann
veginn að ná mér í.“
KROSSGÁTA
SÍMON ÖRN BIRGISSON
Símon Örn segist vera orðinn forfallinn skákáhugamaður. Hann leggur nú stund á
píanónám hjá Erni Magnússyni.
LAUGAVEGI 15 • Sími 511 1900
www.michelsen.biz
Kíktu á úrvalið á
Stórglæsilegir
skartgripir
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
„Þetta er líka á þessum tíma ársins að af-
mælið fellur í skuggann af öðru, þannig að
ég er vanur rólegum og notalegum afmæl-
isdögum alveg frá því ég man eftir mér.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Almannatengslamennirnir hjáKOM eru ánægðir með sig
þessa dagana eftir að bandaríska
sjónvarpsstöðin CNN birti viðtal
við Árna Mathiesen sjávarút-
vegsráðherra þegar hann var í
Bandaríkjunum
fyrir skemmstu.
Þar fjallaði Árni
um stjórn fisk-
veiða og kynnti
heiminum áhersl-
ur Íslendinga.
Frumkvæðið að
viðtalinu mun ekki hafa komið
frá sjónvarpsstöðinni heldur sátu
starfsmenn KOM og samstarfs-
menn þeirra vestanhafs með
sveittan skallann við að fá CNN
til að birta viðtal við Árna. Það
tókst og telja þeir víst sjálfir að
viðtalið sé á við nokkur hundruð
milljóna króna auglýsingar, hið
minnsta.
Sú alræmda mannanafnanefndog hennar störf hafa farið fyr-
ir brjóstið á mörgum manninum.
Einn þeirra er Steingrímur Sæv-
arr Ólafsson, fyrrum fréttamaður
og núverandi PR-maður auglýs-
ingastofunnar Góðs fólks. Stein-
grímur er einn af mikilvirkari
bloggurum landsins og hefur á
þeim vettvangi herjað stöðugt og
lengi á mannanafnanefnd með
fyrirspurnum og ítrekuðum
tölvupósti. Hann berst fyrir því
að fá millinafn sitt Sævarr viður-
kennt. Mannanafnanefnd hefur
lengi látið undir höfuð leggjast að
svara fyrirspurnum hans en nú
er langlundargeðið þrotið. Stein-
grímur Sævarr hefur fengið þá
meldingu frá nefndinni að hún sé
hætt að virða hann viðlits og ætli
hann að halda þessu til streitu
skuli hann beina máli sínu til
dómstóla.
Glámur og Skrámur eru ein-hverjar þekktustu persónur
sem komið hafa fram í sjónvarpi.
Þeir félagar sáust fyrst á skjánum
árið 1971 og eru því orðnir rétt
rúmlega þrítugir. Þeir skemmtu
sjónvarpsáhorfendum til ársins
1980 og gáfu meðal annars út
plötu árið 1979 sem selst enn.
„Þeir koma aldrei aftur fram í
sjónvarpinu. Þeir lifa bara í minn-
ingunni og á plötunni,“ segir
Andrés Indriðason, sem átti hug-
myndina að Glámi og Skrámi, en
það var Gunnar Baldursson leik-
myndahönnuður sem hannaði
brúðurnar.
Glámur og Skrámur hafa síð-
ustu ár dvalið í leikmunadeild
Sjónvarpsins ásamt mörgum öðr-
um þekktum persónum úr sjón-
varpinu, svo sem Páli Vilhjálms-
syni og Binna bankastjóra. ■
JARÐARFARIR
13.30 Grétar Finnbogason, fyrrverandi
lögreglumaður, frá Látrum í Aðal-
vík, Suðurvangi 14, Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnar-
fjarðarkirkju.
AFMÆLI
Guðlaugur Þór Þórðarson
borgarfulltrúi er 35 ára.
TÍMAMÓT
ÚTI Á GRÓTTU
Það er friðsælt úti á Gróttu á Seltjarnarnesi, einni helstu perlu höfuðborgarsvæðisins.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T