Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 32
32 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR
Hljómsveitin Þotuliðið
LJÓSMYNDUN Ingólfur Júlíusson
ljósmyndari hefur opnað ljós-
myndasýninguna Grænland –
fjarri, svo nærri í Reykjavíkur
akademíunni. Hann fór til Græn-
lands í boði Flugfélags Íslands í
september og hitti meðal annars
Ísmanninn Sigurð Pétursson sem
býr í afskekktu þorpi á austur-
strönd Grænlands. Ingólfur
fylgdist með honum við daglegt
líf og störf vegna verkefnis sem
hann er að vinna í tengslum við
gerð sjónvarpsmyndar um Ís-
manninn. Ingólfur kynntist
einnig heimamönnum og náttúru
þessa svæðis. Þetta er fyrsta
einkasýning Ingólfs en hann hef-
ur áður sýnt á samsýningum
blaðaljósmyndara.
„Það er magnað að koma til
Grænlands þar sem það er svo
nálægt Íslandi en samt er þetta
allt önnur veröld og mér finnst
að Íslendingar geti ekki verið
þekktir fyrir að þeytast unnvörp-
um til Spánar og Tælands enda-
laust. Maður hefur ekki séð
heiminn fyrr en maður kemur til
Grænlands.“
Nokkrar myndirnar á sýning-
unni eru teknar í yfirgefinni her-
stöð. „Það stendur til að hreinsa
til þarna en Kaninn skildi eftir
sig fullt af rusli. Ég held samt að
það sé hin mest synd. Þetta eru
hreinlega orðnir skúlptúrar. Það
er margt sem gleður augað og
linsuna á þessum slóðum,“ segir
Ingólfur. ■
Ingólfur Júlíusson:
Grænland
nær og fjær
FIMMTUDAGUR
19. DESEMBER
hvað?
hvar?
hvenær?
FUNDIR
13.00 Ingibjörg Eiríksdóttir ver meist-
araritgerð sína: Útkoma úr tví-
burameðgöngum og fæðingum
með tilliti til heilsufars mæðra og
barna árin 1991-2000 á Landspít-
ala - háskólasjúkrahúsi. Vörnin fer
fram í kennslustofunni á 3. hæð í
Læknagarði (Tanngarði), Vatns-
mýrarvegi 16.
16.00 Bjarni Þór Hafsteinsson heldur
fyrirlestur um verkefni sitt til
meistaraprófs í véla- og iðnaðar-
verkfræði. Verkefnið heitir
Vinnslunýtni varmarafmagns. Fyr-
irlesturinn verður fluttur í stofu
158 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6.
OPNUN
17.00 Opnun verður
á innsetningu
Rakelar
Steinarsdótt-
ur í skemmu
við Bræðra-
borgarstíg 16,
gengið inn úr porti (áður bókaút-
gáfa Iðunnar og bakarí Jóns Sím-
onarsonar). Sýningin verður opin
næstu þrjár helgar, föstudag, laug-
ardag og sunnudag.
KVIKMYNDIR
17.30 En Sång för Martin, nýjasta mynd
Bille August, er sýnd í Regnbog-
anum hjá Bíófélaginu 101.
TÓNLEIKAR
20.00 Coldplay heldur tónleika í Laug-
ardalshöll. Ash hitar upp.
21.00 Camerarctica heldur kerta-
ljósatónleika í Kópavogskirkju en
hópurinn hefur frá árinu 1993
haldið slíka tónleika síðustu dag-
ana fyrir jól. Tónleikarnir eru um
klukkustundarlangir og í lok þeirra
verður að venju leikinn jólasálm-
urinn „Í dag er glatt í döprum
hjörtum“ eftir Mozart.
SKEMMTUN
22.30 Eyjólfur Kristjánsson spilar á
Bláa barnum, efri hæð Pasta
Basta.
SÝNINGAR
Listakonan Vera Sörensen heldur sýn-
inguna „Töfrandi landslag“ í Gallerý Veru
að Laugavegi 100. Sýningin er opin frá
11 til 18 og stendur út desember.
Sýning Kristjáns Jónssonar myndlistar-
manns stendur yfir í galleríi Sal á Hverf-
isgötu 39. Þar sýnir Kristján, sem nam
grafík og málaralist í Barcelona, um tutt-
ugu málverk sem ýmist eru unnin með
blandaðri tækni eða olíulitum. Sýningin
er opin daglega frá kl. 17 til 19,
Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur
fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo
nærri í Reykjavíkurakademíunni, 4.
hæð. Sýningin er opin virka daga frá 9
til 17 og stendur til 31. janúar.
Sýning á útsaumuðum frummyndum
Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar
Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka-
safni Kópavogs. Sýningin er opin á opn-
unartíma safnsins og lýkur 6. janúar.
Í galleríi Halla rakara, Strandgötu 39,
Hafnarfirði, gegnt Hafnarborg, sýnir Árný
Birna Hilmarsdóttir landlagsmyndir
unnar í gler. Hún tekur einnig þátt í al-
þjóðlegu sýningunni Samtök Íslands í
neðri sölum Hafnarborgar. Sýningin
stendur til 22. desember.
TÓNLEIKAR Breska rokkhljómsveit-
in Coldplay heldur tónleika í
Laugardalshöll í kvöld en þetta
er í annað skiptið á skömmum
tíma sem sveitin heiðrar land-
ann með nærveru sinni. Sveitin
teflir fram öllum tækjabúnaði
sínum í höllinni og mætir með
risaskjái og afar sérstaka sviðs-
mynd. Hún er ansi mikil í smíð-
um og var því ekki búist við því
að hún myndi fylgja sveitinni
hingað, aðallega vegna gífurlegs
flutningskostnaðar til landsins.
Coldplay-piltar vildu hins
vegar gera tónleikana sem eftir-
minnilegasta fyrir áhorfendur
og ákváðu þess vegna að taka all-
an búnaðinn með þrátt fyrir
kostnað og aukið erfiði. Það má
því búast við að mikið verði um
dýrðir í kvöld og aðdáendur
sveitarinnar fái heilmikið fyrir
sinn snúð. Ash hitar upp fyrir
gæðablóðin í Coldplay. ■
Coldplay:
Íslandsvinir snúa aftur
CHRIS MARTIN
Coldplay-félagar gera vel við vini
sína á Íslandi og mæta með risa-
skjái og allar græjur.