Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 19.12.2002, Qupperneq 26
19. desember 2002 FIMMTUDAGUR Ámeðan meirihluti landsmannasinnir jólaundirbúningi og nýtur stemningarinnar á aðventunni sitja námsmenn um allt land sveittir yfir próflestri. Nú er skammt til jóla og margir því orðnir langþreyttir á lestrinum enda búnir að vera að myrkranna á milli í margar vikur og jafnvel mánuði. Þegar prófunum loksins lýkur ríkir mikil gleði meðal nemanna eins og vera ber. En þar sem allt sem viðkemur jólunum hef- ur verið látið sitja á hakanum fram að því eru ýmis verkefni sem bíða þeirra áður en hægt er að fara að slaka á fyrir alvöru. Meirihluti há- skólanema kýs að vinna ekki í jóla- fríinu sínu og nýta það heldur til að endurheimta orkuna svo hægt sé að mæta hress og endurnærður í skól- ann á nýju ári. Framhaldsskólanemar og háskólafólk eru enn í prófum: Jólin veita langþráða hvíld Ég byrjaði í prófum 7. desemberog mér er búið að ganga sæmi- lega hingað til,“ segir Þórður Snær Júlíusson, nemi á öðru ári í stjórn- málafræði í Háskóla Íslands. Þórð- ur fer í síðasta prófið sitt á laugar- daginn og ætlar að halda upp á það með því að fara á jólahlaðborð um kvöldið. „Það verður auðvitað mjög gott þegar þessu er lokið og maður getur farið að lifa lífinu að nýju.“ Þórður lætur það ekkert á sig fá þó margir vina hans séu ekki í próf- um en finnst samt leiðinlegt að próf- in hjá honum þurfi að dragast svona lengi. „Mér finnst ekki nógu sniðugt að við skulum fá heilar 3 vikur til að undirbúa 4 próf. Þetta er hreinlega allt of langur tími. Ég held að það væri alveg hægt að skipuleggja þetta betur svo við yrðum búin fyrr.“ Þórður er búinn að vera á Þjóðarbókhlöðunni meira og minna síðan upplestrarfríið byrjaði og hef- ur því orðið lítið var við jólastemn- inguna sem ríkir í bænum. „Ég held að jólaskapið komi ekki fyrr en á laugardaginn því ég hef engan tíma til þess að pæla í jólunum fyrr en þá. Svo nota ég bara sunnudaginn og mánudaginn til þess að kaupa jólagjafir og gera það sem gera þarf.“ Þórður er að vinna með skólan- um en hefur ákveðið að taka sér frí að mestu leyti yfir jólin. „Ég ætla bara að nota tímann til þess að sofa út og lesa eitthvað annað en náms- bækur. Annars verð ég reyndar að vinna aðeins strax eftir áramót því ég er í fríi alveg til 13. janúar. Ég er nefnilega búinn að taka að mér að leysa af kennara í Korpuskóla í nokkra daga.“ Kennslan leggst ágætlega í Þórð þó ekki hafi hann fengist við slík störf áður. „Ég hlakka rosalega mikið til að prófa þetta.“ ■ Jólaskapið kemur þegar prófunum er lokið Þórður Snær Júlíusson er orðinn þreyttur á próflestrinum og finnst óþarfi að prófin taki svo langan tíma sem raun ber vitni. ÞÓRÐUR SNÆR JÚLÍUSSON Verður í löngu jólafríi og ætlar að nota tækifærið og prófa að fara í hlutverk kennarans í nokkra daga á nýju ári. Guðmundur G. Kristjánsson ernemi á fyrsta ári í viðskipta- fræði í Háskóla Íslands. Hann byrj- aði í prófum 7. desember og hefur setið í Þjóðarbókhlöðunni við lestur sleitulaust síðan. „Mér er búið að ganga ágætlega en fyrsta prófið var dálítið erfitt. Það var í rekstrarhag- fræði og það voru margir mjög óánægðir með prófið,“ segir Guð- mundur. Hann hefur þó ekki látið það slá sig út af laginu og síðustu tvö prófin leggjast ágætlega í hann. „Síðasta prófið er á laugardaginn og ég fer örugglega eitthvað að skemmta mér eftir það. Það verður víst eitthvað jólaboð fyrir viðskipta- fræðinema, lögfræðinema og verk- fræðinema á Hótel Íslandi.“ Guðmundur býr í foreldrahúsum en tekur lítinn þátt í jólaundirbún- ingnum á heimilinu á meðan hann er enn í prófum. Hann þarf þó eins og flestir að kaupa einhverjar jóla- gjafir áður en hátíðin gengur í garð. „Ég hef auðvitað ekki haft neinn tíma til að undirbúa jólin en það er allt í lagi því ég er ekki nema nokkra klukkutíma að ljúka af jóla- gjafainnkaupunum.“ Guðmundi finnst engu að síður mjög óþægilegt að vera búinn svona seint í prófum. „Maður kemst auðvitað ekki í neitt jólaskap því maður er alltaf að hugsa um prófin. Það er líka frekar leiðinlegt þegar maður hittir fólk sem er ekki í prófum og er komið í mjög mikla jólastemningu.“ ■ Jólastemningunniskotið á frest Guðmundur G. Krist- jánsson situr við próflest- ur bróðurpartinn af að- ventunni og fer því að mestu á mis við jólaund- irbúninginn á heimilinu. GUÐMUNDUR G. KRISTJÁNSSON Gaf sér örstutt hlé frá próflestri til að fá sér morgunhressingu í kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.