Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 6
6 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? Svörin eru á bls. 46 1. 2. 3. Nýtt lággjaldaflugfélag í milli- landaflugi hefur verið sett á laggirnar. Hvað heitir fyrirtæk- ið? Íslenskur knattspyrnuþjálfari hefur sagt upp störfum hjá norska úrvalsdeildarliðinu Brann. Hvað heitir maðurinn? Brúnir manna lyftast gjarnan 22. desember þegar horfur gerast bjartari. Hvað veldur? GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 82.52 -0.04% Sterlingspund 131,91 -0.07% Dönsk króna 11.41 -0.42% Evra 84.76 -0.42% Gengisvístala krónu 125,88 -0,08% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 458 Velta 5.884 milljónir ICEX-15 1327,5 -0,01% Mestu viðskipti Búnaðarbankinn 874.342.490 Bakkavör Group 303.960.748 Baugur Group hf. 272.962.312 Mesta hækkun Íslenska járnblendifélagið 15,00% SR-mjöl hf. 10,00% Nýherji 7,14% Mesta lækkun Sæplast -10,77% Kögun -7,02% Flugleiðir -6,12% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8459,9 -0,9% Nasdaq*: 1362,9 -2,1% FTSE: 3835,2 -1,9% DAX: 3320,9 0,5% Nikkei: 8344,0 -2,0% S&P*: 892,7 -1,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 NEYTENDAMÁL Allt að því 100% verðmunur er á jólatrjám á höf- uðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í verðkönnun Fréttablaðs- ins. Fyrir jólin í fyrra var skort- ur á jólatrjám á höfuðborgar- svæðinu þar sem ekki hafði ver- ið fluttur inn nægilegur fjöldi trjáa. Í ár hefur hins vegar verið flutt inn umtalsvert meira magn. Verð á jólatrjám var kannað hjá nokkrum aðilum. Að þessu sinni er dýrasta tréð í þessum verðflokki tvöfalt dýrara en það ódýrasta en minnstur verðmun- ur er á rauðgreni í stærðar- flokknum 101-125 cm þar sem dýrasta tréð er aðeins 13% dýr- ara en það ódýrasta. Lægsta verðið á normannsþin á bilinu 126-175 cm er hjá Krónunni en í stærðarflokknum 101-125 cm er Garðlist með ódýrustu trén. Hæsta verðið er sem vera ber hjá félagasamtökum enda nota þau jólastréssöluna sem fjáröfl- un fyrir starfsemi sína. Stór- markaðir leggja töluvert minna á trén en selja þau þó ekki undir kostnaðarverði. Rauðgreni er aðeins til sölu hjá stærri jólatréssölum og er verðmunurinn þar áberandi minni en á normannsþininum. ■ Verðkönnun á jólatrjám: Allt að 100% munur VERÐ Á JÓLATRJÁM NORMANNSÞINUR 101-125 cm 126-150 cm 151-175 cm Blómaval 2.190 3.290 4.390 BYKO ekki til 2.800*** 3.800*** Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík* 2.400 3.600 4.900 Garðheimar 1.875 2.890 3.880 Garðlist 1.750 2.450 3.150 Jólatréssala ÍR* 2.600 3.400 4.500 Jólatréssala KR* 2.400 3.500 4.500 Jólatréssalan Dalvegi 4** 2.490 2.490 2.990 Krónan ekki til 1.995 2.495 RAUÐGRENI 101-125 cm 126-150 cm 151-175 cm Blómaval 1.370 1.870 2.630 Garðheimar 1.450 1.900 2.650 Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík* 1.550 2.100 2.990 *Ágóðinn rennur til starfsemi félaganna. **Hluti ágóðans rennur til styrktar einhverfra barna *** Verðið gildir fyrir 130-150 cm annars vegar og 151-170 cm hins vegar. Bretar: Íraks- skýrsla ófull- nægjandi BAGDAD, WASHINGTON, AP Jack Straw, utanríkisráðherra Breta, segir að yfirlýsingar Saddams Husseins um að Írakar ráði ekki yfir gereyðingarvopnum séu „augljós lygi“. Hann sagði einnig að skýrsla Íraka um kjarna-, sýkla- og efnavopnaeign sína stæðist engan veginn þær kröfur sem gerðar eru í ályktun Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna um af- vopnun Íraks og vopnaeftirlit. Bresk og bandarísk stjórnvöld segjast hafa rétt til að ráðast á Íraka ef þeir hafa gerst brotlegir við ályktunina. Að líkindum munu hvorki Bretar né Bandaríkjamenn lýsa yfir stríði á hendur Írökum fyrr en ljóst verður hvort vopna- leitin í Írak ber árangur. Í dag gera þeir Hans Blix, yfir- maður vopnaeftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna, og Mo- hamed El Baradei, yfirmaður Al- þjóðakjarnorkustofnunarinnar, Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna grein fyrir árangri vopnaeftirlits- ins fyrstu vikurnar. Vopnaeftirlitið hefur staðið frá 27. nóvember. Eftirlitsmenn á vegum Alþjóðakjarnorkustofn- unarinnar hafa ekki fundið merki þess að Írakar hafi stundað þró- un kjarnorkuvopna undanfarin ár. ■ ATVINNUMÁL „Við göngum hart fram í því að bjóða fólki á at- vinnuleysisskrá laus störf. En það er allur gangur á því hvort fólkið þiggur þá vinnu sem er í boði,“ segir Gissur Pétursson, forstöðumaður Vinnumálastofn- unar. Stofnunin hefur það verk með höndum að lesa í vinnu- markaðinn og samþykkja eða synja útlendingum um dvalar- og atvinnuleyfi. Verkalýðshreyf- ingin hefur gagnrýnt að í mesta atvinnuleysi um árabil sé verið að veita útlendingum atvinnu- leyfi. Sigurður Bessason, for- maður stéttarfélagsins Eflingar, sagði í Fréttablaðinu að stefnu- leysi ríkti í þessum málum á sama tíma og þjóðin væri í bull- andi atvinnuleysi og ástandið fram undan enn svartara. Gissur segir að sáralítið sé um að ný atvinnuleyfi séu gefin út. Þegar fyrirtæki óski eftir að fá að flytja inn útlendinga þá sé gengið á fólk á atvinnuleysis- skrá og því boðin atvinnan. Það dugi þó ekki alltaf til og nú sé stofnun hans að samþykkja að fiskvinnsla á Hellissandi fái til sín sjö Pólverja. Rætt hafi verið við þá Íslendinga sem eru á at- vinnuleysisskrá á svæðinu en þeir hafi ekki fengist til að taka störfin sem í boði voru. Í um- ræddu frystihúsi starfa 60 manns, þar af 40 Pólverjar. „Eigandinn sagði okkur að hann yrði að loka ef hann fengi ekki Pólverjana. Þeir Íslending- ar sem eru á atvinnuleysiskrá á svæðinu neituðu að taka þessa vinnu sem í boði var. Okkar við- brögð voru þau að taka fólkið af atvinnuleysisbótum í átta vikur. Ástandið er víða þannig á lands- byggðinni að fyrirtæki eiga allt undir því að fá útlendinga til að halda fyrirtækjum gangandi. Á nokkrum stöðum gengur illa að manna stöður og þörfin eftir vinnuafli er æpandi,“ segir Gissur. Hann segir að stofnunin taki tillit til mannúðarsjónarmiða svo sem sameiningar fjöl- skyldna við umsögn um ný at- vinnuleyfi eða framlengingar eldri leyfa. Að mörgu þurfi að huga við umsögn. Nýlegt dæmi sé um að fyrirtæki í Sandgerði hafi farið á hausinn með þeim afleiðingum að tíu Pólverjar hafi orðið atvinnulausir. „Útlendingar fá ekki atvinnu- leysisbætur sem þýðir að þetta fólk er komið á guð og gaddinn um leið og fyrirtækið lokar. Þeirra bíður ekki annað en að fara á framfæri félagsmálayfir- valda ef ekkert er gert. Við leggjum því allt kapp á að út- vega þessu fólki vinnu,“ segir Gissur. rt@frettabladid.is Mikil þörf fyrir útlendinga Fólki fleygt út af atvinnuleysisskrá þegar það neitar atvinnuboði. Pólverjar halda víða uppi atvinnurekstri. Vinnumálastofnun á bremsunni varðandi ný atvinnuleyfi. GISSUR PÉTURSSON Stendur á bremsunni varðandi ný atvinnuleyfi útlendinga. Flugkonur sem fórust: Leit átti að byrja fyrr FLUGSLYS Rannsóknarnefnd flug- slysa segir að strax eftir að lítil einkaflugvél hvarf af ratsjá í fyrra hafi ratsjárgögnin sýnt að hún hefði farist. Nefndin gagnrýnir hversu seint leit hófst. Flugvélin fór frá Keflavík að morgni 6. mars áleiðis til Englands. Eftir 40 mínútur hvarf hún af ratsjá við Vestmannaeyjar. Brak fannst síðar um daginn. Með flugvélinni fórust tvær bandarískar flugkonur. Flugslysa- nefndin telur líklegast að flugvélin hafi brotnað upp á flugi eftir að flugmenn vélarinnar höfðu misst stjórn á henni í ísingu. ■ SKÓLAHALD Menntafélagið ehf., sem er að taka við rekstri Sjó- mannaskólans, hefur auglýst eftir nýjum skólameistara fyrir bæði Stýrimannaskólann og Vélskól- ann. Nýi skólameistarinn á jafn- framt að vera framkvæmdastjóri Menntafélagsins. Fyrir bragðið verða núverandi skólastjórar Vél- skólans og Stýrimannaskólans að hætta störfum: „Það verður að gera starfsloka- samninga því með réttu megum við starfa til sjötugs,“ segir Guð- jón Ármanns Eyjólfsson, skóla- meistari Stýrimannaskólans, sem er 67 ára. Björgvin Þór Jóhanns- son, skólastjóri Vélskólans, er hins vegar aðeins 62 ára. „Hér er ekki rúm fyrir marga skóla- stjóra,“ segir Guðjón Ármann. Samningur menntamálaráðu- neytisins við Menntafélagið tekur gildi 1. ágúst á næsta ári og er nú- verandi skólaár því það síðasta undir stjórn skólastjóranna tveggja. Þeir ætla þó ekki að sitja aðgerðarlausir frekar en fyrri daginn: „Ætli ég fari ekki að læra ítölsku,“ segir Guðjón Ármann. ■ Sjómannaskólinn: Starfslokasamningur við tvo skólastjóra GUÐJÓN ÁRMANN EYJÓLFSSON Hættir að stýra Stýrimannaskólanum og fer að læra ítölsku. VORU BÓLGIN OG SKORIN Lög- reglan á Húsavík var kölluð í heimahús um síðustu helgi en tilkynnt hafði verið um slags- mál. Þegar lögregla kom á stað- inn voru slagsmálin yfirstaðin en fjórir samkvæmisgestir voru nokkuð bólgnir og skornir í and- liti. Einum var ekið á sjúkrahús vegna gruns um kjálkabrot.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.