Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 19.12.2002, Blaðsíða 36
36 19. desember 2002 FIMMTUDAGUR URBAN Á FRUMSÝNINGU Leikarinn Karl Urban mætti sem gestur á frumsýningu kvikmyndarinnar „About Schmidt“ í Beverly Hills í vikunni. Gamli refurinn Jack Nicholson fer með aðalhlut- verkið í myndinni. Urban leikur í kvik- myndinni „The Lord of the Rings: The Two Towers,“ sem væntanleg er í kvikmyndahús. AP/M YN D Benjamin og Talisa Bratt: Stúlkubarn komið í heiminn LEIKLIST Leikarinn Benjamin Bratt og eiginkona hans, leikkonan og fyrirsætan Talisa Bratt, hafa eignast lítið stúlkubarn. Stúlkan, sem kom í heiminn þann 6. desember í New York, hef- ur verið nefnd Sophia Rosalinda Bratt. Hún er fyrsta barnið sem Benjamin og Talisa eignast. Til- kynnt var um fæðinguna í gær, á 39. afmælisdegi föðurins. Talisa, sem er 35 ára, giftist Bratt síðasta vor eftir að hafa leikið með honum í kvikmyndinni „Pinero.“ Hún hóf fyrirsætustörf 15 ára gömul og árið 1990 var hún valin ein af 50 fegurstu manneskj- um veraldar af tímaritinu People. Áður en hún hitti Bratt var hún gift leikaranum Costas Mandylor. Bratt var þekktastur fyrir hlut- verk sitt í sjónvarpsþáttunum vin- sælu „Law & Order,“ sem hófu göngu sína árið 1995, allt þar til hann hóf ástarsamband við leikkonuna Juliu Roberts tveimur árum síðar. Þau skildu að skiptum árið 2001. ■ Ný rappsafnplata frá Thule: Drungalegt rapp TÓNLIST Íslenska útgáfufyrirtæk- ið Thule Musik var að gefa út safnplötuna „Dizorder, óreiða í Reykjavík“. Platan inniheldur eingöngu íslenska hiphop tón- list. „Við hjá Thule ákváðum að það væri komin tími til þess að stofna útgáfufyrirtæki fyrir hiphop,“ segir útgefandinn Ingi Rafn Sigurðsson. „Ákváðum að leita að góðum hljómsveitum, safna góðum lögum og gefa út disk“. Flytjendur á disknum eru sjö talsins. Þeir eru Vivid Brain, Kritikal Mazz, Antlew/Maxim- um, Andspyrna, Mindtrap, For- gotten Lores og Messías MC. „Þetta er dark-core hiphop disk- ur. Hann er þungur og dimmur. Þetta er ekta rapp og þeir sem eiga lag á disknum eiga það sameiginlegt að vera trúir þess- um lífsstíl.“ Það tók níu mánuði að vinna þennan disk að sögn Inga. „Það var auðvelt að finna efni, en erfitt að finna mikið af góðu samstíga rappi.“ Tvö myndbönd eru á leiðinni. Annað er við lag Vivid Brain, „Hljóður í Dimmuborgum“ en hitt við lag Messíasar MC, „Leit- in“. „Takmarkið er að koma þessu á Norðurlandamarkað frekar en að fara beint til Bandaríkjanna. Aðalhugsunin er að kynna þetta fyrir Norðurlandabúum. Að það séu góðir hlutir að gerast í rapp- inu á Íslandi,“ segir Ingi Rafn. ■ GLADIATOR Russell Crowe leikur ekki í framhaldi Gladiator. Framhald Gladiator: Lucius í að- alhlutverki KVIKMYNDIR Framhald kvikmynd- arinnar vinsælu Gladiator mun fjalla um persónuna Lucius. Í fyrri myndinni var Lucius sonur Lucillu, systur hins illa keisarara Commodus, sem Joaquin Phoenix lék. Þar með var hann barnabarn Markúsar Árelíusar keisara. Að sögn framleiðanda nýju myndarinnar mun hún gerast 11 árum eftir fyrri myndina og þá verður Lucius orðinn næsti erf- ingi Markúsar. ■ BENJAMIN OG TALISA Benjamin Bratt er þekktur fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglumaðurinn Rey Curtis í þáttunum Law & Order. INGI RAFN SIGURÐSSON Umsjónarmaður safnplötunnar „Dizorder, óreiða í Reykjavík“. Hann segist hafa valið lög á plötuna úr bunka innsendra laga. JÓLAFATNAÐUR - JÓLAGJAFIR á 50-80% lægra verði Einnig barna- og unglingafatnaður EVERLAST-gallar kr 2.990 - með og án hettu allar stærðir - blátt - grátt - svart - rautt Opið til kl. 20.00 fram að jólum OUTLET 10 + + + m e r k i f y r i r m i n n a + + + FAXAFENI 10 – SÍMI 533 1710 Ge rðu góð ka up Everlast dúnúlpur 4.990 Mao barnajakkaföt 5.990 Parrot barnabuxur 2.590 Fila barnaúlpur 2.990 Kjólar frá kr. 3.500 Herrar Bene jakkaföt 12.500 4 you skyrtur 1.990 Marco bindi 1.990 Herraskór 3.990 4 you gallabuxur 2.990 Dömur Nicegirl bolir 1.990 Tark buxur 2.990 Morgan jakkar 8.500 Laura Aim skyrtur 1.990 Levi’s gallabuxur 2.990 Diesel gallabuxur 3.990 Póstsendum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.