Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.12.2002, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.12.2002, Qupperneq 8
8 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR Skífan varar við ofbeldi: Tölvuleikir bannaðir innan 16 TÖLVULEIKIR „Við höfum sett var- úðarmiða á tölvuleiki sem inni- halda ofbeldi. Að vissu leyti er þetta óðs manns æði en við erum að bregðast við umræð- unni sem geisaði fyrir sköm- mu,“ segir Haraldur Jónsson framkvæmdastjóri verslunar- sviðs Skífunnar. Haraldur vísar til þess að ýmsir heimta strangt eftirlit og skilvirkt á tölvuleikjum líkt og er í kvikmyndum. Hængurinn er hins vegar sá að meðan með- alkvikmynd er tveir tímar getur dæmigerður tölvuleikur inni- haldið 200 klukkustundir. Slíkt eftirlit gæti því reynst dýrt. Auk þess sæki unglingar leiki ótæpilega á Netið og engin leið sé að hafa eftirlit með því. Sá leikur sem mesta athygli vakti í tengslum við ofbeldisum- ræðuna sem var fyrir um mán- uði var Grand Theft Auto Wise City en þar getur leikmaðurinn gengið í skrokk á konu, nauðgað henni og drepið. Þessi leikur er nú, meðal margra annarra, merktur: „Inniheldur gróft of- beldi. Börn yngri en 16 mega hvorki kaupa né spila þennan leik.“ ■ Rafræn stjórnsýsla: Víkkuð út til fleiri stofnana STJÓRNSÝSLA Fjármálaráðuneytið hefur uppi áform um að víkka út notkunarmöguleika rafrænna skil- ríkja. Skilríkin hafa verið notuð í samskiptum fyrirtækja við tollinn en nú stendur til að ráðast í verk- efni þar sem hægt verður að nota sömu skilríki til að telja fram til skatts. Jóhann Gunnarsson, formaður verkefnisstjórnar um upplýsinga- samfélagið, segir að stjórnvöld séu að vinna sig áfram í að auka notkunarmöguleika rafrænna samskipta í stjórnsýslunni og auka öryggi þeirra með því að ráð- ast í tilrauna- og frumherjaverk- efni. Nú þegar eru um þúsund fyrir- tæki sem nota rafræn skilríki til að skipta við tollinn. Jóhann segir þetta sérlega vinsælt meðal minni fyrirtækja þar sem þetta sé tiltölu- lega ódýr lausn, að hluta vegna þess að tollurinn hefur greitt fyrir rafrænu skilríkin. Fyrirmyndir í uppbyggingu kerfis utan um rafræn skilríki og rafrænar undirskriftir segir Jó- hann sóttar til grannlanda sem séu komin aðeins lengra í uppbygg- ingu sinna kerfa en Íslendingar. ■ Norður-Kórea fer sínu fram Bandaríkjaforseti lætur Norður-Kóreu í friði þrátt fyrir skýlausar ögranir. Ástæðan er ekki bara sú að hann vilji ljúka sér fyrst af í Írak. WASHINGTON, SEOUL. AP. George W. Bush Bandaríkjaforseti virðist ekki áfjáður í að fara í hart við Norður- Kóreu út af kjarnorkumálum, þótt Norður-Kóreustjórn fari hreint ekki í felur með áform sín um að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Talið er fullvíst að stríð á Kóreuskaga myndi kosta gífurlegt mannfall í röðum Bandaríkjamanna í Suður- Kóreu. Í stefnuræðu sinni í janúar síð- astliðnum, stuttu eftir að bandaríski herinn hafði sigrast á talibana- stjórninni í Afganistan, sagði Bush Bandaríkjaforseti að þrjú lönd í heimi væru „öxull hins illa“ vegna þess að þau væru annað hvort með gereyðingarvopn í fórum sínum eða að reyna að útvega sér gereyðingar- vopn. Síðan hefur Bush jafnt og þétt hert róður sinn fyrir því, að afvopna þurfi Írak og helst að skipta um stjórn þar í leiðinni. Hins vegar hefur hann hvorki beint spjótum sínum að Íran né Norður-Kóreu. Þó þykjast Banda- ríkjamenn fullvissir um að Íranar séu að koma sér upp kjarnorku- vopnum. Og Norður-Kóreumenn hafa á síðustu vikum opinberlega ögrað Bandaríkjunum með yfirlýs- ingum um að þeir ætli að hefja þró- un kjarnorkuvopna á ný og telji sig hafa fullan rétt til þess. Ástæða þess hve Bush fer sér hægt gagnvart Norður-Kóreu er ekki bara sú að hann vilji ljúka sér af í Írak fyrst. Í febrúar síðastliðnum, aðeins þremur vikum eftir ræðuna um „öxul hins illa“, átti Bush viðræður við Kim Dae-jung, forseta Suður- Kóreu. Heimildarmenn bandarísku fréttastofunnar AP, sem vita hverju fram fór á milli þeirra, segja að Bandaríkjaforseta hafi sett hljóðan þegar hann heyrði lýsingar Kims á þeirri hræðilegu eyðileggingu og gífurlega mannfalli sem fylgja myndi nýrri styrjöld á Kóreuskaga. Kim vitnaði í matskýrslu banda- ríska herráðsins frá 1994, þar sem leiddar eru líkur að því að ef styrj- öld brytist þar út á ný myndu 80 til 100 þúsund Bandaríkjamenn týna lífinu. Í Suður-Kóreu eru nú staddir 37.000 bandarískir hermenn auk tugþúsunda óbreyttra bandarískra borgara. Flestir eru þeir í höfuð- borginni Seoul, sem er rétt sunnan við landamæri Norður-Kóreu. Auðvelt væri fyrir Norður-Kóreu að valda gífurlegu manntjóni í höfuðborginni með vopnum sín- um. Í nýju Kóreustríði má búast við því að hundruð þúsunda manna annað hvort týni lífinu eða hrekist að heiman, líkt og gerðist í stríð- inu þar árin 1950-53. Í því stríði féllu 33.000 bandarískir hermenn. Árið 1994 voru Bandaríkin ný- búin að uppgötva að Norður- Kóreumenn voru að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Sú uppgötvun olli mikilli spennu. „Við héldum öll að við værum á leiðinni í stríð,“ sagði yfirmaður bandaríska herliðsins í Suður- Kóreu á þeim tíma. Skömmu síðar gerðu Banda- ríkjamenn samning við Norður- Kóreu sem fól í sér að Norður- Kórea hætti öllum áformum um að útvega sér kjarnorkuvopn. Í stað- inn skyldu þeir fá margvíslega að- stoð frá Bandaríkjunum, þar á meðal kjarnaofna sem einungis átti að vera hægt að nota til orku- framleiðslu, ekki til vopnafram- leiðslu. Í síðustu viku sögðust Norður- Kóreumenn ekki skuldbundnir lengur af þessu samkomulagi. Þeir væru því byrjaðir að þróa kjarnorkuvopn á ný. Suður-Kórea hélt því fram nú í vikunni að Norð- ur-Kórea hefði gert 70 tilraunir með kjarnorkuvopn frá því árið 1998. Nú stefna Bandaríkjamenn frekar að stríði við Íraka, en halda að sér höndum gagnvart Norður- Kóreu. Bush sýnir ekki minnsta áhuga á að ræða einu sinni við Norður-Kóreustjórn um ágrein- ingsmál þeirra. ■ Viðtakendur húsaleigu- bóta: Fjölgaði um tíu prósent HÚSALEIGUBÆTUR 4.611 leigjendur fengu greiddar húsaleigubætur á síðasta ári að því er fram kemur í skýrslu samráðsnefndar um húsa- leigubætur. Þeim sem fengu greidd- ar húsaleigubætur hafði fjölgað um 9,8% frá árinu á undan. Til saman- burðar fengu 1.249 leigjendur greiddar húsaleigubætur árið 1995 þegar þær voru fyrst greiddar. 97 sveitarfélög greiddu húsa- leigubætur á síðasta ári. Flest þeirra 27 sem ekki greiddu þær eru fámenn dreifbýlissveitarfélög. ■ Íslendingabók: Dómsmál fellt niður DÓMSMÁL Þrotabú Genealogia Is- landorum hefur fallið frá málssókn og afsalað sér öllum kröfum á hend- ur Íslenskri erfðagreiningu og Frið- riki Skúlasyni ehf. vegna gerðar ættfræðigrunnsins Íslendingabók- ar. Sömuleiðis hefur Þorsteinn Jóns- son fallið frá málssókn á hendur fyrirtækjunum vegna sama máls. Málalokin voru samþykkt á skipta- fundi þrotabús Genealogia Island- orum, sem og kaup Íslenskrar erfðagreiningar á ættfræðibóka- safni og ýmsum öðrum ættfræði- gögnum þrotabúsins, auk höfundar- og hugverkaréttinda að öllum út- gefnum ættfræðiritum Genealogia Islandorum, Ættfræðistofu Þor- steins Jónssonar ehf. og Sögusteins ehf. Kaupverðið er 10 milljónir króna. ■ Neyslan: Meira vín, minni mat VERSLUN Neytendur keyptu meira áfengi og minni mat í nóvember síðastliðnum en í nóvember á síðasta ári samkvæmt smásölu- vísitölu Samtaka verslunar og þjónustu. Sala á matvöru og annarri dagvöru var 2,7% minni í nóv- ember en fyrir ári síðan. Sölu- aukning í áfenginu á sama tíma nam hins vegar tveimur pró- sentum. Samtök verslunar og þjón- ustu draga þá ályktun að sam- dráttur hafi orðið í neyslu lands- manna sem fjölgaði um 2.000 á árinu. ■ FRANKLÍN STEINER Franklín Steiner, sem eitt sinn var dæmdur fyrir fíkniefnasölu og telur sig lagðan í ein- elti af lögreglunni í heimabæ sínum, Hafn- arfirði, hafði erindi sem erfiði í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Lögreglan: Dæmd fyrir handtöku Steiners DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykjavík- ur hefur dæmt ríkið til að greiða Franklín Steiner 120 þúsund króna bætur fyrir ólögmæta handtöku lögreglunnar í Hafnarfirði í fyrra. Dómarinn í málinu sagði lagaleg skilyrði handtökunnar ekki hafa verið fyrir hendi. Lögreglan hafi byggt á almennum grunsemdum um fíkniefnamisferli og sögusögn- um. Handtakan hefði ekki verið í þágu rannsóknar tiltekins máls og því ólögmæt. Ekki var talið að sex ára sonur Franklíns, sem var með í för þegar faðirinn var handtekinn, hafi beðið tjón vegna handtökunnar. Kröfu Franklíns um einnar milljónar króna skaðabætur drengnum til handa var því hafnað. Fyrir sjálfan sig krafðist Franklín ríflega einnar milljóna króna í bætur og upp í kostnað. Dómarinn sagðist við ákvörðun bótaupphæðarinnar sérstaklega líta til þess að Franklín hefur áður mátt þola ólöglega handtöku lög- reglunnar í Hafnarfirði og fékk fyrir það dæmdar 40 þúsund króna bætur. Sakarkostnaður í málinu fellur á ríkið, sem veitti Franklín gjafsókn. Þar með talinn er 180 þúsund króna þóknun lögmanns Franklíns. ■ FORBOÐNIR ÁVEXTIR Skífan hefur sérmerkt þá leiki sem inni- halda ofbeldi og hér er einn sem er of ungur til að komast í hasarinn. FYLGST MEÐ ÚR FJARLÆGÐ Myndin er tekin þegar Bush Bandaríkjafor- seti kom til Suður-Kóreu í febrúar. Hann fékk að kíkja yfir landamærin til Norður- Kóreu. AP /E SR I FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Ætlar að vinna að því að byggja upp ör- uggt umhverfi rafrænna skírteina og undir- skrifta. AP ORÐRÉTT Í POSTULÍNSBÚÐ Halldór er svolítið eins og fíll- inn og nú er hann eins og reiður fíll. Egill Helgason um Halldór Ásgrímsson. Silfur Egils, 22. desember. EN HVER TÓK TIL OG ELDAÐI? Það má ekki gleyma að dverg- arnir skutu skjólshúsi yfir Mjall- hvíti. Ármann Jakobsson um Mjallhvítarlík- inguna og Reykjavíkurlistann. Silfur Egils, 22. desember. EINANGRAÐUR STAÐUR GRENIVÍK Ég segi það satt að það var ekki fyrr en í 50 ára afmæli Guðrúnar Ögmundsdóttur fyrir rúmi ári, sem ég heyrði borgarstjórann segja að hún væri samfylkingar- maður. Valgerður Sverrisdóttir. Valgerdur.is, 22. desember.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.