Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 27. desember 2002 LEIRKONUNGAR Leirstyttur þessar, sem sýna Victor Emmanuel, son síðasta konungs Ítalíu, og son hans Filiberto, eru nú til sölu í Napólí. Þær eru verk listamannsins Guiseppe Ferrigno, sem gerði þær í tilefni heimsókn- ar Emmanuels til Ítalíu eftir hálfrar aldar útlegð. Konungsfjölskyldan var gerð útlæg vegna stuðnings síns við einræðisherrann Benito Mussolini. SHAKIRA Er nýkomin úr tónleikaferðalagi í Evrópu og ætlar að eyða jólunum með fjölskyldu sinni í Barranquilla. Söngkonan Shakira: Gaf 10 þús- und skópör FÓLK Kólumbíska söngdívan Shakira kom færandi hendi þegar hún heimsótti heimabæ sinn Barranquilla á fimmtudag. Hún gaf tíu þúsund pör af íþróttaskóm til fátækra barna, söng fyrir þau nokkur lög og hvatti þau til að iðka íþróttir. Shakira sagði við komuna í heimabæinn að hún hefði munað eftir skólausum börnum sem léku sér í knattspyrnu þegar hún ólst þar upp. Því hafi hún ákveðið að gleðja litlu hjörtun. Shakira er afar dáð í Suður- Ameríku og í október þegar fyrstu MTV Latin verðlaunin voru veitt fékk hún fimm stykki. ■ GEORGE CLOONEY Yppir öxlum yfir sannleiksgildi söguþráðar- ins í nýjustu mynd sinni. George Clooney: Lof fyrir leikstjórn KVIKMYNDIR Leikarinn og sjarmör- inn George Clooney hefur hlotið lof fyrir frumraun sína sem leik- stjóri. Myndin heitir Confessions of a Dangerous Mind og er hún framleidd af fyrirtæki sem Cloon- ey stofnaði ásamt Steven Soder- bergh. Myndin er byggð á ævi- sögu Chuck Barris. Hann var þekktur sjónvarpsþáttastjórnandi í Bandaríkjunum en í ævisögu sinni hélt hann því fram að hann hefði einnig verið á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni CIA. Þar sagðist hann m.a. hafa ráðið yfir 30 manns af dögum fyrir CIA. Sannanir fyrir þessum fullyrðing- um hafa verið fáar og efast marg- ir um sannleiksgildi þeirra. Cloon- ey, sem birtist í litlu hlutverki sem njósnari hjá CIA, lætur sig það litlu skipta hvort sagan er sönn eður ei. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.