Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 31
31FÖSTUDAGUR 27. desember 2002 FÓLK Í FRÉTTUM TÍMAMÓT Jarðafarir 10.30 Guðlaug Katrín Sigurðardóttir, Gyðufelli 16, Reykjavík verður jarðsungin frá Gella- og Hóla- kirkju. 10.30 Valborg Hjartardóttir, Víðihlíð, Grindavík, áður Baugholti 14, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. 10.30 Valgerður Þorsteinsdóttir, áður til heimilis á Oddagötu 4, Reykja- vík, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni. 13.30 Hinrika Halldórsdóttir, Miðvangi 143, Hafnarfirði, verður jarðsung- in frá Víðistaðakirkju. 13.30 Jakob Níels Halldórsson, Kringlumýri 31, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju. Afmæli Bjarni Felixson, sjónvarpsmaður, er 66 ára í dag. Andlát Lilja Hjartardóttir, andaðist á Landspít- alanum Hringbraut, sunnudaginn 15. desember. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. Hildigunnur Þorsteinsdóttir, Furulundi 15B, áður Keldulandi, Akrahreppi, Skagafirði, lést 22. desember. Sigríður Ben Sigurðardóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést 22. desember. Golda Helen Montgomery, Fálkagötu 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspít- ala Landakoti 21. desember. Hermína Marinósdóttir, síðast til heim- ilis í Aðalstræti 4, Akureyri, lést 21. des- ember. Karen Ólafía Sigurðardóttir, fyrrum húsmóðir á Þorláksstöðum í Kjós, lést 21. desember. Málfríður Erla Lorange, Bláskógum 9, Reykjavík, lést 21. desember. Ingólfur G. Ketilsson, fyrrum bóndi á Ketilsstöðum í Mýrdal lést 19. desem- ber. Eins og stendur annars staðarí blaðinu mun Einar Karl Haraldsson skipa fimmta sætið fyrir Samfylkinguna í öðru Reykjavík- u r k j ö r - dæmanna á móti Ingi- björgu Sól- rúnu Gísla- dóttur borg- a r s t j ó r a . Einar náði ekki þeim árangri sem hann hafði vonast eftir í prófkjöri S a m f y l k - ingar en fær engu að síður sæti á listanum. Óvíst er að sömu sögu verði að segja um Jakob Frí- mann Magnússon sem endaði einu sæti neðar en Einar Karl. Hann mun sækja það fast að fá sæti ofarlega á listanum en skiptar skoðanir eru um það inn- an uppstillingarnefndar hvort það eigi að bjóða honum sæti. Aðrir sem þátt tóku í prófkjör- inu og enduðu neðar eru víst ekki inni í myndinni. ZSA ZSA GABOR Á BATAVEGI Leikkonan Zsa Zsa Gabor varði jólunum á spítala en hún lent í bílslysi í nóvemberlok. Hún er þó á góðum batavegi og fær bráð- um að fara heim að sögn eiginmanns hennar, Frederic von Anhalt. PRINSINN FAÐMAÐUR Vilhjálmur prins fékk gjöf og faðmlag frá bandarísku konunnni Marlene Ponce. Hún fylgdist með prinsinum þegar hann kom út úr jólamessunni í Sandringham kirkju á jóladag, greip tækifærið og færði honum gjöfina. FÓLK Ástralska stjarnan Kylie Minogue skaust fram út Whitney Houston og Prince í nýrri sam- antekt yfir vinsælustu popptón- listarmenn allra tíma í Bret- landi. Hún er nú komin í 25. sæti listans sem byggir á útreikning- um um fjölda vikna sem lög listamannanna sitja á vinsældar- listum. Efstu sæti listans hafa lítið breyst undanfarin ár. Þau eru skipuð listamönnum sem teljast til þeirra sígildu í poppgeiran- um. Kóngurinn sjálfur, Elvis Presley, situr í efsta sæti en lög með honum hafa setið á listan- um í 1.185 vikur. Á hæla hans kemur Cliff Richard, en hann vantar 30 vikur upp á að ná El- vis. Einu breytingarnar á efstu 20 sætunum undanfarin ár voru þegar Status Quo komust fram út Stevie Wonder, fóru úr fjórt- ánda sætinu í það þrettánda. Oasis banka þó á dyrnar, eru komnir í 21. sætið eftir að hafa verið í bransanum í tíu ár. ■ Vinsælustu tónlistarmenn allra tíma: Kylie skýst upp listann KYLIE MINOGUE Verður æ vinsælli með árunum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.