Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 32
Eftir margar gleðisnauðar aldirharðinda, pesta og nýlendukúgun- ar hefur það tekið Íslendinga dágóða stund að læra að skemmta sér, eins og kannski er von um þjóð sem var bannað að syngja og dansa og kunni ekki annað en lyfta grjóti sér til af- þreyingar eða fara í hryggspennu. Í seinni tíð hefur fólk eignast talsverð- an tíma sem hvorki þarf að eyða í vinnu eða svefn. Þessi tími er nefnd- ur „frítími“ eða „tómstundir“ og kom mjög flatt upp á þjóðina og varð mörgum það fyrst fyrir að hella í sig miklu magni af áfengi til að fá þenn- an tíma til að líða sem allraskjótast og helst í sem næst meðvitundar- lausu ástandi. ÞETTA er þó smátt og smátt að breytast, enda hefur verið fundin upp margvísleg rafmagnsverkfæri handa iðjulausu fólki til að drepa tímann heima hjá sér og ennfremur eru til svonefndir skemmtistaðir. Á sumrin tíðkast útiskemmtanir handa fólki sem er nógu ungt og heilsuhraust til að geta verið í gleðivímu utandyra í íslenskri veðráttu í tvo sólarhringa. Af öðrum skemmtunum má auðvitað nefna brúðkaup og jarðarfarir, stórafmæli og svo manndómsvígslur þær sem skólayfirvöld sjá um og nefnast próf. EIN TEGUND skemmtana hefur þá sérstöðu að almennt er illa um hana talað, jafnvel svo kaldhæðnislega að ókunnir mundu ætla að hér væri um að ræða plágu en ekki skemmtun. Hér á ég að sjálfsögðu við fjölskyldu- boðin og eru til margar sögur af því hvað fólki hefur leiðst í slíkum boð- um, bæði gestum og þá ekki síður gestgjöfum. ÞESSI NEIKVÆÐA umræða um fjölskylduboð er þreytandi, en líklegt má telja að þeir sem þjást af því að vera samvistum við fjölskyldu sína, ættingja og vini séu annaðhvort sjálf- ir stórlega vankaðir ellegar skyldir mjög einkennilegu fólki. Það væri allra hagur að hægt væri að hafa upp á þeim fjölskyldum sem hafa náð að koma óorði á fjölskylduboðin. Hér mætti stofna sérstakt skemmtanaeft- irlit sem sendi sérþjálfaða aðila í fjöl- skylduboð og mældi skemmtanastuð- ul þeirra. Fjölskyldur sem fengju falleinkunn gætu síðan fengið ókeyp- is handleiðslu og endurhæfingu. Og þannig mundu fjölskylduboðin hefj- ast til vegs og virðingar á ný.                      !    " SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Til varnar fjöl- skylduboðum Bakþankar Þráins Bertelssonar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.