Fréttablaðið - 27.12.2002, Page 14

Fréttablaðið - 27.12.2002, Page 14
14 27. desember 2002 FÖSTUDAGURKÖRFUBOLTI JORDAN Michael Jordan, leikmaður Washington Wizards, tekur körfuskot yfir Bruce Bowen, leikmann San Antonio Spurs, í leik liðanna í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Spurs vann leikinn 92-81. Jordan, sem hef- ur átt góða leiki upp á síðkastið, skoraði 16 stig í leiknum. ÞÝSKI BOLTINN Robson Ponte, leikmaður Wolfsburg (til vin- stri), berst um boltann við Aliksandr Hleb, leik- mann Stuttgart í leik liðanna fyrir skömmu. Karl-Heinz Rummenigge telur að launalækk- anir leikmanna séu ósanngjarnar. Karl-Heinz Rummenigge: Á móti launalækk- unum FÓTBOLTI Karl-Heinz Rummenigge, fyrrum landsliðsmaður Þýska- lands í knattspyrnu og stjórnar- maður hjá Bayern München, segir að mörg félög í Evrópu geti sjálf- um sér um kennt fyrir það skulda- fen sem þau hafa komið sér í. Hann er einnig á móti því að fé- lög dragi úr launakostnaði leik- manna sinna til að draga úr skuld- um sínum. „Launalækkanir eru ósanngjarnar,“ sagði Rummenig- ge. „Ég tel að leikmannasamning- ur sé samningur sem ég læt leik- manninn samþykkja ef ég veit að ég hef efni á því. Ég er á móti þeim kvörtunum sem eru uppi í dag, bæði í Bundesligunni og í al- þjóðlegum fótbolta.“ ■ ÍÞRÓTTIR Í DAG 18.30 Sýn Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) 20.00 Sýn Gillette-sportpakkinn Jimmy Floyd Hasselbaink: Áfram hjá Chelsea FÓTBOLTI Jimmy Floyd Hassel- baink, framherji hjá Chelsea, segist ekki ætla að fara frá fé- laginu þegar opnað verður fyrir félagaskipti á Englandi í næsta mánuði. „Ég ætla ekki að yfirgefa Chelsea núna. Mér líður vel hérna og vil vinna meistaratitil- inn með félaginu. Við höfum aldrei verið í betri stöðu og ég get fullvissað stuðningsmenn liðsins um að ekkert gæti fengið mig til að skipta um skoðun,“ sagði Hasselbaink. Hollendingurinn snjalli hefur verið orðaður við mörg félög undanfarið, þar á meðal spæns- ka félagið Barcelona. Hassel- baink lék áður á Spáni, með Atletico Madrid. Eftir sigurleik Chelsea gegn Aston Villa á dögunum sagði Hasselbaink að Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra Chelsea, hafi ekki líkað umræðan varðandi Barcelona í sumar. „Ranieri var ekki ánægður með að Barcelona hefði áhuga á mér og að ég hefði áhuga á Barcelona. Þegar honum líkar ekki við þig eru hlutirnir búnir hjá þér. Hann er afar stíf- ur og kaldur,“ sagði Hassel- baink. ■ Kevin Keegan: Harkalegt að reka Hoddle FÓTBOLTI Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri Manchester City, telur að það hafi verið harkaleg ákvörðun að reka Glenn Hoddle, núverandi stjóra Tottenham, úr starfi sem þjálfara enska lands- liðsins á sínum tíma. Hoddle var rekinn á meðan undankeppni Evrópukeppninnar árið 2000 stóð yfir fyrir ummæli sín um fatlað fólk. Keegan tók við landsliðinu af Hoddle en hætti aðeins 18 mánuðum síðar eftir tap gegn Þýskalandi á Wembley. „Glenn var óheppinn að missa landsliðsþjálfarastöðuna. Þrátt fyrir að ég skilji hvers vegna ákvörðunin var tekin þá var hún harkaleg vegna þess hversu lið- inu gekk vel á knattspyrnuvell- inum,“ sagði Keegan. „Hann hef- ur staðið sig afar vel síðan hann tók við Spurs. Við beitum svip- uðum aðferðum og viljum að lið- in okkar spili góðan fótbolta. Við viljum vinna en við viljum líka gera það með stæl.“ ■ Ekki dauður úr öllum æðum Enski miðvallarleikmaðurinn Paul Gascoigne hefur lýst yfir áhuga á að ganga til liðs við Leeds United og hjálpa Terry Venables og lærisveinum í baráttunni í úrvalsdeildinni. Gazzi, eins og hann er gjarnan kallaður, hefur ekki leikið sem atvinnumaður í rúmt ár. FÓTBOLTI Paul Gascoigne, sem er 35 ára, hóf feril sinn hjá Newcastle og lék sinn fyrsta leik fyrir liðið árið 1985 gegn Q.P.R. Hann lék 99 leiki fyrir Newcastle á árunum 1985-1988 og skoraði 25 mörk. Frammistaða hans vakti mikla athygli og varð til þess að Terry Venables keypti hann til Tottenham fyrir 2 milljónir punda. Sama ár kom hann inn á sem varamaður í fyrsta landsleik sínum. Gazzi varð lykilleikmaður í enska landsliðinu á heimsmeist- aramótinu á Ítalíu árið 1990. Hann þótti yfirburðamaður á vellinum og stjórnaði miðjunni líkt og her- foringi. Þá féll England úr keppni í undanúrslitum eftir vítaspyrnu- keppni við Þjóðverja. Þegar heim var komið sýndi Gazzi hvað í honum bjó og átti hvern stórleikinn á fætur öðrum. Hann kom Tottenham í úrslit ensku bikarkeppninnar en það varð afdrifaríkur leikur fyrir stórstjörnuna. Hann braut illa á Gary Parker, leikmanni Notting- ham Forrest, en hlaut um leið slæm hnémeiðsli sjálfur og var fluttur í skyndi á sjúkrahús. Hann gekkst undir þrjár aðgerðir og þegar hann loks jafnaði sig, 16 mánuðum seinna, gekk hann til liðs við Lazio á Ítalíu. Gazza gekk ekki vel á Ítalíu, var ýmist meiddur eða á forsíðum dagblaða fyrir slæma hegðun inn- an vallar sem utan. Árið 1995 fór svo að hann var seldur til Glasgow Rangers og þá birti til í lífi hans. Hann var aftur valinn í landsliðið og fór að sýna gamalkunna takta. Eftir Evrópumótið árið 1996 fór enn að síga á ógæfuhliðina. Gazzi fékk hvað eftir annað að líta rauða spjaldið og var djúpt sokkinn í drykkju. Árið 1998 voru forráðamenn Rangers komnir með nóg og seldu hann til Midd- lesbrough. Gazzi náði sér ekki á strik þar og var seldur til Ev- erton fyrir tímabilið 2000. Þar náði hann heldur ekki að sýna sitt rétta andlit og skoraði aðeins eitt mark. Á miðju tímabili 2001 gekk hann til liðs við 1. deildar liðið Burnley. Þar gekk hvorki né rak hjá honum og nú hefur hann ver- ið samningslaus í rúmt ár. Á þeim tíma hefur hann reynt fyrir sér hjá hinum ýmsu liðum víða um heim, meðal annars í Bandaríkj- unum og Nýja-Sjálandi. Gazzi segist þó ekki vera dauður úr öllum æðum og vill leika fyrir eitt félag enn áður en hann leggur skóna á hilluna. „Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa Terry Venables,“ sagði Gascoigne í við- tali við breska fjölmiðla í vik- unni. „Hann á eftir að snúa spil- unum við í byrjun janúar og þá gæti ég verið í leikmannahópn- um. Ég myndi gera allt fyrir hann. Hann hefur verið mér sem faðir.“ kristjan@frettabladid.is ZIEGE Christian Ziege, Þjóðverjinn í liði Totten- ham, fagnar marki sínu gegn Arsenal. Glenn Hoddle hefur verið að gera góða hluti með lið Tottenham undanfarið. PAUL GASCOIGNE Hóf ferilinn hjá Newcastle United en hefur komið víða við á ferlinum, svo sem Tottenham, Lazio, Glasgow Rangers, Middlesbrough, Everton og Burnley. HASSELBAINK Jimmy Floyd Hasselbaink segist vera ánægður hjá Chelsea og vill vinna Englandsmeistara- titilinn með félaginu. Handmáluð, munnblásin glös www.konunglegt.is s:561 3478 og 891 7657

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.