Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 4
4 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Borðarðu skötu á Þorláks- messu? Spurning dagsins í dag: Kaupir þú flugelda fyrir áramótin? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 54,1% 13,5%Stundum 32,4% ENGIN SKATA Meirihluti borðar aldrei skötu á Þor- láksmessu Aldrei Alltaf Mæling hagsveiflu: Botninum ekki náð EFNAHAGSMÁL Botni hagsveiflunn- ar er ekki náð ef marka má sam- antekt hagvísa sem greiningar- deild Búnaðarbankans hefur tekið saman í vísitölu. Vísitalan er sam- sett úr nokkrum hagstærðum sem endurspegla stöðu hagkerfisins hverju sinni. Inn í vísitölunnar eru settar; breytingar á almenn- um innflutningi, nýskráning bif- reiða, raunverð á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð at- vinnuleysi. Breytingar eru reiknaðar mán- aðarlega á hverjum þætti fyrir sig og fengin meðaltalsbreyting með því að gefa öllum þáttunum jafnt vægi. Samkvæmt þessari vísitölu var botn síðustu hagsveiflu í des- ember 1993. Eftir það fór vísital- an hækkandi til október árið 2000. Síðan þá hefur vísitalan lækkað hratt. Ekki er séð fyrir endann á þeirri þróun, því samkvæmt síð- ustu tölum frá því í nóvember er enn um lækkun að ræða. Botni hagsveiflunnar virðist því ekki enn vera náð. ■ Biðin eftir nýrum gæti styst: Ný nýru ræktuð í músum LÆKNISFRÆÐI Vera má að fólk með bilað nýra þurfi ekki að bíða eft- ir hentugum nýrnagjafa þegar fram líða stundir. Í staðinn gætu læknar komið stofnfrumum fyr- ir í líkamanum og úr þeim vaxi nýtt nýra. Vísindamönnum í Ísrael hef- ur tekist að gera þetta. Þeir hafa sett stofnfrumur úr mönnum í bæði mýs og svín, svo úr varð nýra sem starfaði fullkomlega eðlilega í dýrunum. Vísindamennirnir gera sér vonir um að geta notað stofn- frumur úr svínum til þess að rækta nýru í mönnum. ■ EINAR KARL HARALDSSON Mun að öllum líkum skipa 5. sætið á lista Samfylkingar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin: Einar Karl í fimmta sæti STJÓRNMÁL Einar Karl Haraldsson, almannatengslamaður og stjórn- arformaður Hjálparstofnunar kirkjunnar, mun skipa fimmta sætið á framboðslista Samfylk- ingar í öðru Reykjavíkurkjör- dæmanna á móti Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur samkvæmt heimildum blaðsins. Einar Karl lenti í 9. sæti í prófkjöri Samfylk- ingar. Í 6. sæti á framboðslistum flokksins í Reykjavík verða tveir ungir frambjóðendur sem ekki tóku þátt í prófkjörinu, það eru þau Eiríkur Bergmann Ein- arsson stjórnmálafræðingur í Reykjavík norður og Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur í Reykjavík suður. ■ Góðverk ríka mannsins: Seðlar á glugga CHARLOTTE, NORÐUR-KARÓLÍNU, AP Rúmlega fertugur bandarískur innréttingaráðgjafi, Mike Jeffcoat, ákvað að gera góðverk og gefa fátækum 300 dollara. Það samsvarar um það bil 25 þúsund krónum. En hann langaði óskap- lega mikið að vera frumlegur um leið. Hann tók því upp á því að festa 300 einsdollara seðla á gluggann á skrifstofu sinni. Peningarnir voru horfnir á rúmlega hálftíma. Seðlarnir vöktu óneitanlega athygli og drógu að sér mikinn mannfjölda. Margir tóku ekki neitt. Sumir tóku nokkra dali fyrir kaffibolla, jólagjöf eða strætómiða. ■ ÓMEIDD ÚR BÍLVELTU Tæplega hálfþrítug kona slapp ómeidd þegar hún velti litlum jeppa á Eyrarbakkavegi í fyrrinótt. Óhappið varð skammt vestan Ós- eyrarbrúar. Mjög mikil hálka var á veginum og talið er að konan hafi misst stjórn á bíl sínum þess vegna. Konan, sem er búsett í ná- grenninu, fékk að fara heim eftir að hafa verið flutt til skoðunar á heilsugæslustöð. Siglufjörður: Jólahátíð í hita JÓL Tólf stiga hiti var á Siglufirði á aðfangadag samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar. Lögreglan sagðist að vísu styðjast við óopinberan tölvu- hitamæli utan á húsi sparisjóðs- ins. Engu að síður hafi verið ljóst að hlýindin voru mikil og meiri en áður hefur þekkst á þessum degi. Hlýindin héldu áfram á Siglu- firði á jóladag þó aðeins hafi þá verið úr þeim dregið. Um hádegi í gær, annan í jólum, var hitastig enn yfir frostmarki en komið slydduveður. ■ Miðausturlönd: Blóðug átök á annan í jólum RAMALLAH, VESTURBAKKANUM, AP Sex Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna í fimm skær- um í gær, annan í jólum. Fjórir hinna látnu voru vopnaðir en einn var óvopnaður framhaldsskóla- nemi og sá sjötti nítján ára um- ferðarlögreglumaður. Tuttugu Palestínumenn og fimm ísraelskir hermenn særðust í átökunum. Fyrsti maðurinn féll þegar ísra- elskir hermenn stöðvuðu bíl með tvo Palestínumenn innanborðs og hófu skothríð þegar annar þeirra greip til vopna að sögn hernaðar- yfirvalda. Palestínskur lögreglu- maður féll fyrir byssukúlum her- manna þegar þeir skutu að ung- lingum sem höfðu kastað grjóti að þeim. Tveir forystumenn í herskáum hreyfingum Palestínumanna féllu þegar ísraelskir hermenn sóttu að þeim. Í Nablus skutu hermenn vopnaðan Palestínumann til bana þegar til skotbardaga kom í mið- bænum. Sjötti maðurinn til að láta lífið var átján ára piltur. Hann lést þeg- ar hermenn svöruðu grjótkasti með því að hefja skothríð og tutt- ugu menn að auki særðust. Vitni segja að pilturinn sem lést hafi ekki tekið þátt í grjótkastinu og ekki haldið á öðru en bókum sín- um. ■ Jólin misjafnlega hátíðleg Páfi hvatti til friðar í jólaboðskap sínum á sama tíma og íbúar Betlehem héldu jól sín í skugga hernáms. Kúbverjar héldu jólin hátíðleg þó jólasveinninn væri hvergi nærri og Vilhjálmur prins var faðmaður af konu sem braust fram hjá öryggisvörðum til að afhenda honum jólagjöf. ERLENT, AP Jólahaldið var með marg- víslegum hætti í heiminum. Víða gerðu menn sér glaðan dag en ann- ar staðar voru jólin haldin í skugga átaka og eymdar. Jóhannes Páll páfi annar bað trú- að fólk, hvaða trú sem það játar, og góðviljaða karlmenn og konur um að byggja varanlegan frið með því að útiloka mismunun og skort á um- burðarlyndi. Páfi flutti jólaboðskap sinn að venju frammi fyrir þétt skipuðu Péturstorgi á jóladag. Þús- undir manna voru samankomnir og létu leiðindaveður ekki stöðva sig. Það var fámennara í Betlehem. Þar voru jólin haldin í skugga voða- verka undanfarinna missera og her- náms ísraelskra hersveita sem settu drungalegan svip á jólahaldið. Lítið var um jólaskreytingar í borginni og takmarkaður fjöldi kristinna Palestínumanna lagði leið sína í messu í Fæðingarkirkjunni. Sjötta árið í röð fengu Kúbverjar frí á jólunum og gerðu margir sér dagamun þó með hógværari hætti væri en víða annars staðar. Lítið var um gjafir og jólakort auk þess sem jólasveinninn sást varla en margar fjölskyldur gerðu vel við sig í mat og sumar settu upp jólatré. Jólin voru afnumin sem frídagur á Kúbu á sjöunda áratugnum og það breytt- ist ekki fyrr en 1997 þegar von var á páfa í heimsókn. Bandarískir herflugmenn héldu áfram eftirlitsflugi á flugbanns- svæðinu í Írak á jóladag. Á bæki- stöðvum þeirra gerðu menn sér glaðan dag með ógrynni af kalkún- um, gjöfum að heiman og símtölum til ættingja á heimaslóðum. Her- mennirnir fengu ekki ættingja í heimsókn en jólasveinninn leit við sem og Joe Lieberman öldungar- deildarþingmaður og fyrrum vara- forsetaefni Al Gore. Elísabet önnur Bretlandsdrottn- ing rifjaði upp sorgina við að missa móður sína og systur á árinu. Jóla- hald hinnar eðalbornu fjölskyldu er þó væntanlega eftirminnilegast fyr- ir það að bandarísk kona vatt sér að Vilhjálmi prinsi þegar hann var á leið frá messu, faðmaði hann og af- henti honum jólagjöf, án þess að ör- yggisverðir fengju rönd við reist. ■ BOTNINN ÓFUNDINN Lífleg verslun í desember er árviss. Hins vegar lætur viðsnúningur í efnahagslífinu á sér standa. Vísbendingar eru um að botn- inum sé ekki enn náð. JÓLASVEINNINN HEILSAR HERMÖNNUM Jólasveinninn heimsótti bandaríska land- gönguliða í herstöð í Kúveit á aðfangadag. FJÖLMENNI FRAMMI FYRIR VATÍKANINU Þúsundir voru saman komnar á Péturstorgi til að hlýða á jólaboðskap Jóhannesar Páls páfa annars. Páfi lagði áherslu á að koma á friði í Miðausturlöndum og koma í veg fyrir stríð í Írak. MIÐNÆTURMESSA Í NÍGERÍU Lítil börn getur syfjað í messu. Þessi stúlka sótti miðnæturmessu í Lagos í Nígeríu á jóladag. ÍSRAELSKIR HERMENN Í NABLUS Sex Palestínumenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna í gær

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.