Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 27. desember 2002 25 JÓLAÁVÖRP Í árlegu jólaávarpi El- ísabetar Bretadrottningar til þjóðar sinnar á jóladag fjallaði drottningin um sorgina annars vegar og gleðina hins vegar. Hún gerði að umræðuefni miss- inn sem hún upplifði á árinu þegar systir hennar Margrét prinsessa og móðir hennar lét- ust. En drottningin minntist líka gleðistunda á árinu og sagðist djúpt snortin vegna stuðnings þjóðarinnar sem birtist svo eft- irminnilega í hátíðahöldum í til- efni 50 ára afmælis hennar á valdastóli. Jólaávarp drottningar var sent út frá Buckingham-höll á BBC1 og ITV1, en á sama tíma var sjónvarpað á Channel 4 öllu óhefðbundnari jólaboðskap frá Sharon Osbourne, eiginkonu Ozzy Osbourne. ■ Jólaboðskapur Elísabetar drottningar: Skiptast á skin og skúrir Ársuppgjör breskra gagnrýnenda: Nýjasta mynd Nicholson hrífur KVIKMYNDIR Nú fara ársuppgjörin að hrúgast inn og voru samtök breskra gagnrýnanda fyrst til að birta val sitt. Margt kom verulega á óvart á lista þeirra. Til dæmis var önnur kvikmyndin í Hringadróttins- þríleiknum nánast algjörlega snið- gengin. Kvikmyndin „About Schmidt“, þar sem Jack Nicholson fer með aðalhlutverkið, virðist hafa farið vel í gagnrýnendur. Myndin verður frumsýnd hér á landi 7. febr- úar á næsta ári. Hún hefur þegar verið orðuð við fjölda Óskarsverð- launaútnefninga. Hingað til hefur myndin aðeins verið sýnd á kvik- myndahátíðum. Kvikmyndin „Donnie Darko“ kom einnig afar vel út úr uppgjör- inu. Þrátt fyrir að myndin sé núna í 91. sæti yfir bestu myndir allra tíma á Internet Movie Database virðast ekki vera nein áform um að sýna myndina hér á landi. ■ ELÍSABET BRETADROTTNING Talaði um gleðina og sorgina í jólaávarpi. BESTU BRESKU MYNDIRNAR About a Boy All or Nothing Sweet Sixteen BRESKUR LEIKSTJÓRI ÁRSINS Mike Leigh - All or Nothing Sam Mendes - Road to Perdition Christopher Nolan - Insomnia BESTU MYNDIRNAR About Schmidt Bowling for Columbine Donnie Darko Lantana Road to Perdition LEIKKONA ÁRSINS Kerry Armstrong - Lantana Halle Berry - Monster´s Ball Stockard Channing - The Business of Strangers BRESK LEIKKONA ÁRSINS Lesley Manville - All or Nothing Samantha Morton - Morven Callar Miranda Richardson - Spider LEIKARI ÁRSINS Michael Caine - The Quiet American Jack Nicholson - About Schmidt Al Pacino - Insomnia BRESKUR LEIKARI ÁRSINS Chiwetel Ejiofor - Dirty Pretty Things Ralph Fiennes - Spider Hugh Grant - About a Boy LEIKSTJÓRI ÁRSINS Pedro Almodovar - Talk to Her Peter Jackson - The Two Towers Phillip Noyce - The Quiet American MICHAEL CAINE Valinn besti leikari ársins fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Quiet American. THE TWO TOWERS Fjöldi manns lagði leið sína í bíó í gær til þess að sjá myndina „Lord of the Rings: The Two Towers“. Dverguinn Gimli gat nú ekki kvartað yfir því. Það er leikarinn John Rhys-Davies sem fer með hlutverk dvergs- ins í myndunum. Honum muna eflaust margir eftir úr myndunum um Indiana Jones. Leikarinn talar líka fyrir trjámanninn Treebeard. Paul McCartney: Eigið skjald- armerki FÓLK Bítillinn Paul McCartney var á dögunum heiðraður af College of Arms-háskólanum með sínu eigin skjaldarmerki. Paul notaði skjöldinn til að heiðra minningu Bítlanna og heimaborgar þeirra Liverpool. Einkennisfugl Liver- pool-borgar, sá er prýðir líka skjaldarmerki Liverpool fót- boltaliðsins, skrýðir skjöldinn með gítar í klónum. Auk þess eru fjórar bjöllur á merkinu sem merkja fjóra meðlimi Bítlanna. Sem einkennisorð á skjöldinn not- aði McCartney nafn óratoríu sem hann samdi, Ecce Cor Meum, sem merkir Sjá hjarta mitt. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.