Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 20
LEIKHÚS 20.00 Með fullri reisn er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins. SKEMMTANIR Óskar Einarsson trúbador spilar á Ara í Ögri. Sóldögg spilar á Gauki á Stöng. Í svörtum fötum spilar á Players, Kópa- vogi. SÝNINGAR Birgir Rafn Friðriksson heldur sýning- una Án samhengis - allt að klámi í Café Presto Hlíðasmára 15, Kópavogi. Birgir sýnir 34 þurrpastelmyndir unnar á árinu 200. Sýningin stendur út janúar 2003 og er opin á opnunartíma Café Presto, 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Ingvar Þorvaldsson heldur sýningu á olíumálverkum á Kaffi Mílanó, Faxafeni 11. Sýningin stendur út desember. Listakonan Vera Sörensen heldur sýn- inguna „Töfrandi landslag“ í Gallerý Veru að Laugavegi 100. Sýningin er opin frá 11 til 18 og stendur út desember. Sýning Kristjáns Jónssonar myndlistar- manns stendur yfir í galleríi Sal á Hverf- isgötu 39. Þar sýnir Kristján, sem nam grafík og málaralist í Barcelona, um tutt- ugu málverk sem ýmist eru unnin með blandaðri tækni eða olíulitum. Sýningin er opin daglega frá kl. 17 til 19, Ingólfur Júlíusson ljósmyndari stendur fyrir sýningunni Grænland - fjarri, svo nærri í Reykjavíkurakademí- unni, 4. hæð, Sýningin er opin virka daga frá 9-17 og stendur til 31. janúar. Sýning á útsaumuðum frummyndum Elsu E. Guðjónsson úr bók hennar Jólasveinarnir 13 stendur yfir í Bóka- safni Kópavogs. Sýningin er opin á opn- unartíma safnsins og lýkur 6. janúar. Magnús Guðjónsson og Gunnar Geir sýna í húsi Gráa kattarins, Hafnargötu 18 í Keflavík. Magnús sýnir verk sem unnin eru í grjót og smíðajárn. Gunnar Geir sýnir málverk, teikningar og lág- myndir frá ýmsum tímabilum. Sýningin stendur út desember og verður opin frá kl. 14 til 18 alla daga nema sunnudaga. Guðjón Ketilsson sýnir á myndvegg skartgripaverslunarinnar Mariellu á Skólavörðustíg 12. Sýningin stendur til 5. janúar. Í hers höndum er yfirskrift á sýningu sem stendur yfir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð. Sýningin er opin alla daga klukkan 12-17 og stendur til 2. febrúar. Hrafnkell Birgisson hönnuður heldur sýningu á verkum sínum í Kaffitári, Bankastræti 8. Sýningin er opin frá 7.30 til 18.00 og stendur til 10. janúar. Sýning á málverkum Aðalheiðar Val- geirsdóttur stendur yfir í Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á sýningunni eru mál- verk unnin á þessu ári sérstaklega fyrir sýninguna í kirkjunni. Viðfangsefnið er Lífið, tíminn og eilífðin. Sýningin í Hall- grímskirkju er haldin í boði Listvinafé- lags Hallgrímskirkju og stendur til loka febrúarmánaðar. Í Hafnarborg stendur yfir sýningin “Sambönd Íslands“, alþjóðleg sýning með þátttöku erlendra listamanna sem hafa heimsótt Ísland og íslenskra lista- manna búsettra erlendis. Sýningin stendur til 22. febrúar. Lína Rut Wilberg sýnir olíumálverk á Café Presto, Hlíðarsmára 15, Kópavogi. Opið 10-23 virka daga og 12-18 um helgar. Sýningin Þetta vilja börnin sjá er haldin í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýndar verða myndskreytingar úr nýút- komnum barnabókum. Sýningunni lýkur 6. janúar 2003. Hildur Margrétardóttir myndlistarkona sýnir nokkur óhlutbundin málverk á Mokka-kaffi. Sýningin stendur til 15. jan- úar. Sýningin Milli goðsagnar og veruleika er í Listasafni Reykjavíkur. Sýningin kemur frá Ríkislistasafni Jórdaníu í Amman og er ætlað að varpa ljósi á heim araba. Sýning á nokkrum verkum Guðmundar Hannessonar ljósmyndara stendur yfir í Gallerí Fold. Sýningin nefnist Reykja- víkurminningar en myndirnar tók Guð- mundur um miðja síðustu öld í Reykja- vík. Inga Svala Þórsdóttir sýnir Borg í Lista- safni Reykjavíkur. Inga Svala fjallar um og endurvekur draumsýnina um hið full- komna samfélag. Hún leggur fram hug- mynd að milljón manna borgarskipulagi í Borgarfirði og á norðanverðu Snæfells- nesi. 20 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 27. DESEMBER hvað? hvar? hvenær? Þjóðleikhúsið: Striplast á Stóra sviðinu LEIKHÚS Þjóðleikhúsið frumsýndi söngleikinn Með fullri reisn á Stóra sviðinu á öðrum degi jóla. Söngleikurinn byggir á sam- nefndri breskri kvikmynd frá árinu 1997. Handrit kvikmynd- arinnar skrifaði Simon Beaufoy og leikstjóri var Peter Cattaneo. Kvikmyndin varð geysivinsæl víða um heim og setti aðsóknar- met í Bretlandi. Kvikmyndin fjallar um nokkra stálsmiði í Sheffield í Bretlandi sem hafa misst vinn- una og grípa til þess örþrifaráðs að fækka fötum til að vinna sér inn peninga. Þegar ráðist var í að gera söngleik eftir kvikmynd- inni voru gerðar ýmsar breyt- ingar á verkinu, þó svo að grunn- þættir þess væru þeir sömu. Ráðinn var nýr handritshöfund- ur, hið þekkta leikskáld Terrence McNally. Persónum var bætt við, kvenhlutverkin gerð veiga- meiri og atburðarásin var flutt frá Bretlandi til Buffalo í Banda- ríkjunum, til að færa hana nær væntanlegum áhorfendum. Í sýningu Þjóðleikhússins hef- ur söngleikurinn verið staðfærður og atburðarásin gerist í íslensku þorpi úti á landsbyggðinni. Skipa- smíðastöðinni í bænum hefur ver- ið lokað og stór hópur karlmanna stendur uppi atvinnulaus. Þeirra á meðal er Gunni sem er fráskilinn en á tólf ára son. Ef honum tekst ekki að afla fjár til að borga með- lagið með syni sínum verður hon- um meinað að umgangast hann. Rúnar Freyr Gíslason leikur Gunna en með hlutverk félaga hans fara Ólafur Darri Ólafsson, Baldur Trausti Hreinsson, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Guð- jónsson og Arnar Jónsson. ■ MEÐ FULLRI REISN Í sýningu Þjóðleikhússins hefur söngleikurinn verið staðfærður og atburðarásin gerist í íslensku þorpi úti á landsbyggðinni. Skipa- smíðastöðinni í bænum hefur verið lokað og stór hópur karlmanna stendur uppi atvinnulaus. HEAVEN SHALL BURN Þó svo að nafnið gefi það til kynna segir Birkir nokkuð viss um að það sé ekki meint sem guðlast. „Miðað við texta sveitarinnar myndi ég ekki segja að þetta þýddi að kristinlegur himinn brenni. Þeir eru mun frekar að meina að himinn muni brenna vegna ágangs mannanna á náttúruna. Það fer allt í vaskinn ef við förum ekki að athuga okkar gang.“ Harðkjarnarokk í Tjarnarbíói: Heaven Shall Burn snýr aftur TÓNLEIKAR Þýska harðkjarna- sveitin Heaven Shall Burn er komin aftur til landsins og held- ur tónleika í kvöld í Tjarnarbíó. „Það var fáránlega skemmtileg síðast og geðveik mæting,“ seg- ir Birkir Viðarsson, söngvari I Adapt, um tónleika Heaven Shall Burn í fyrra. „Þeir voru hrifnir af því að hanga hérna og eru því komnir aftur og ætla að vera hér lengur.“ Það er svolítið kaldhæðnis- legt að á sama tíma og vef- svæðið dordingull.com heldur menningarstarfssemi sinni áfram liggur vefsvæðið niðri. „Það var misskilningur hjá þeim sem vistaði síðuna. Þeir héldu því fram að það hefði ekki verið borgað í einhvern tíma og tóku hana niður. Um- sjónarmaðurinn var búinn að láta þá vita að peningurinn myndi berast eftir tvo daga en þeir biðu ekki og tóku hana al- veg niður. Þarna eru næstum því fjögurra ára heimildir um tónlistarmenningu á Íslandi farnar í vaskinn.“ Birkir segir að skaðinn sé mikill. Til dæmis hafi allar hljómsveitasíðurnar verið þurrkaðar út. Verið er að vinna að endur- bótum og býst Birkir við því að svæðið opni aftur snemma á næsta ári. Ásamt Heaven Shall Burn og I Adapt koma fram Spilldog, Andlát og Vígspá eftir langt spilahlé. Tónleikarnir fara sem áður segir fram í Tjarnarbíói og verða fremstu bekkirnir skrúf- aðir upp til þess að fólk geti slammað. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G O

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.