Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 2
2 27. desember 2002 FÖSTUDAGUR Séra Karl Sigurbjörnsson er biskup Þjóðkirkjunnar. Jólagjafakaup voru í algleymingi í aðdraganda jól- anna en yfir hátíðina hafa borist fregnir af góðri kirkjusókn. Eflaust eru einhverjir sem muna eftir því en aðrir sem velkjast í vafa. Spurningin er þó hvernig fólk tekur fagnaðarerindið inn í hversdaginn eftir jólin. Mikilvægast er að fagnaðarerindinu sé ekki pakkað niður með jólaskrautinu. SPURNING DAGSINS Muna Íslendingar eftir fagn- aðarerindinu í jólahaldinu? Barnafjölskylda í bílveltu í hálku á Suðurlandsvegi: Beltin forðuðu stórslysi BÍLSLYS Rúmlega þrítug kona slas- aðist nokkuð þegar bíll sem hún ók valt á Suðurlandsvegi í gær- morgun. Konan var á ferð ásamt eigin- manni sínum og tveimur ungum börnum þegar óhappið varð neðst í svokölluðum Brattastíg, skammt austan Þjórsár. Börnin voru í bíl- stólum og foreldrar þeirra í bíl- beltum. Þau voru flutt með tveim- ur sjúkrabílum til Reykjavíkur. Að sögn læknis á Landspítalanum í Fossvogi hefðu örugglega farið miklu mun verr hefði þau ekki öll verið í beltum. Læknirinn sagði um miðjan dag í gær að konan væri á leið í aðgerð vegna áverka sem hún hlaut. Hann sagði engin innvortis meiðsl hafa fundist. Konan væri ekki í hættu. Eiginmaður hennar meiddist aðeins lítillega og börn- in sluppu alveg ómeidd. Að sögn lögreglu er talið að konan hafi misst stjórn á bílnum vegnar geysimikillar hálku sem var á veginum þar sem slysið varð skammt vestan bæjarins Steinslækjar. Bílinn fór út af í krappri, aflíðandi beygju og valt ofan í skurð sem var hálfullur af vatni. Bíllinn er mjög mikið skemmdur. ■ Kirkjusókn sögð aukast milli ára: Mikil gleði og lofsöngur um jólin KIRKJUSTARF „Aðsókn er ívið meiri þessi jólin en í fyrra. Þar hjálpar gott veður, einkum hvað eldra fólk varðar. Þarf oft lítið til, svell og skafrenningur getur fælt frá. En fólk á öllum aldri var við fjöl- skyldumessu sem var að ljúka rétt í þessu,“ segir séra Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur í Langholtskirkju. Hann var að koma frá því að kveðja kirkju- gesti með handabandi, um 400 manns. Langholtskirkja var þéttsetin gestum annan í jólum en fluttur var Helgileikur - Jólaguðspjall sem Haukur Ágústsson samdi um fæðingu frelsarans. Barnakórar kirkjunnar sungu og séra Jón Helgi skírði nokkur börn. Hann talar um fjölskyldustund mikla og góða. Séra Jón Helgi segir aðspurð- ur að vissulega verði menn að gæta hófs í kaupæði sem vill fylgja jólahaldi. Og hann segist óneitanlega verða var við að það hefjist fyrr en verið hefur. „Nauðsynlegt er að menn gefi sér tíma til að sinna sínu fólki og ekki má eyða um efni fram og hafa svo stöðugar áhyggjur af því eftir á. Þá er friðurinn farinn fyrir lítið hjá okkur. En við verð- um að minna hvert annað á þetta,“ segir séra Jón Helgi og bætir við: „Að gleðjast er hluti hátíðarinnar og ekkert athuga- vert við það ef boðskapur jólanna fær notið sín.“ ■ Svars borgarstjóra beðið í ofvæni Alfreð Þorsteinsson segir að Ingibjörg Sólrún beri ábyrgð á framtíð R- listans og talar um hlýindi í veðri aðspurður um samskipti sín og Björns Bjarnasonar. Stefán Jón Hafstein telur R-listann halda velli. STJÓRNMÁL „Ég hef verið að slappa af yfir jólin. Við höfum sagt að það þyrfti að leiða þetta mál til lykta fyrir áramót og því fyrr því betra. Niðurstaða síðasta fundar var sú að Samfylkingin bað um tækifæri til að ræða saman í dag. Fátt gerist í málinu fyrr en þeim fundi lýkur. Ástæða þess að við viljum flýta þessu er að við viljum eyða þeirri óvissu sem uppi er vegna þessa máls - allra hluta vegna,“ segir Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks. Aðspurður segist Alfreð ekki hafa rætt þessi mál við nokkurn mann undanfarin dægur, hvorki við sjálfstæðismenn né aðra. Menn þykjast greina talsverða þíðu í viðmóti Björns Bjarnasonar oddvita Sjálfstæðismanna í borg- inni í garð Alfreðs og Framsókn- armanna að undanförnu? Því svarar Alfreð: „Það er náttúrlega hlýtt í veðri núna, óvenjulega hlýtt - því er ekki að neita. En varðandi fram- tíð R-listans þá er ábyrgðin alger- lega á herðum Ingibjargar. Um það er að ræða að hún dragi þessa ákvörðun sína til baka eða hún standi upp úr sínum borgarstjóra- stól og R-listinn haldi áfram en þá með nýjum borgarstjóra.“ Af orð- um Alfreðs má því ljóst vera að Framsóknarmenn hafa ekki dreg- ið af kröfum sínum og halda fast við að Ingibjörg Sólrún víki fari hún fram fyrir Samfylkingu í komandi kosningum til þings. Stjórn fulltrúaráðs og forystu- sveit Samfylkingarinnar mun koma saman í hádeginu í dag og fara yfir stöðuna. „Við sjáum enga ástæðu til að vera lengi yfir þessu máli en þetta er nú kannski ekki spurning um sólahringa til eða frá. Betra að taka góða ákvörðun fyrir R-listann í heild og rasa ekki um ráð fram. Og sjá málið fyrir allt til enda til að tryggja styrka stjórn í borginni,“ segir Stefán Jón Hafstein borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar og tel- ur langlíklegast að R-listinn haldi velli enda sé enginn málefna- eða persónuágreiningur uppi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa Sjálfstæðis- menn leitað hófana hjá bæði Framsóknarflokknum og VG um myndun nýs meirihluta en ekki tókst að fá staðfest að farið hafi fram neinar viðræður þó Alfreð Þorsteinsson tali um hlýindi í veðri í samskiptum sín við sjálf- stæðismenn. jakob@frettabladid.is Skoðanakannanir í Bandaríkjunum: Flestar spáðu rétt um úrslit WASHINGTON, AP Skoðanakannanir, sem gerðar voru í Bandaríkjunum á árinu sem er að líða, reyndust flest- ar gefa góða vísbendingu um úrslit kosninga. Af 159 skoðanakönnun- um, sem gerðar voru í tengslum við kosningar til öldungadeildar eða ríkisstjóra í nóvember síðastliðn- um, reyndust einungis 22 spá röng- um sigurvegara. Fjórar af hverjum fimm skoðanakönnunum voru svo nálægt réttum úrslitum, að þau voru innan skekkjumarka. ■ HÖFN Á HORNAFIRÐI Maðurinn var fluttur á Höfn eftir að hafa verið fluttur niður af Vatnajökli. Mannfjöldi á tækjaflota sækir ferðamann: Bandaríkja- maður sóttur á Vatnajökul LÖGREGLUMÁL Fjórar björgunar- sveitir af Suðausturlandi og Suð- urlandi voru kallaðar úr á mið- nætti að kvöldi jóladags til að sækja bandarískan ferðmann á Vatnajökul. Bandaríkjamaðurinn lagði á Vatnajökul 18. desember. Hann ætlaði að verja 30 dögum til að ganga á gönguskíðum austur yfir jökulinn og niður Lambatungna- jökul. Vegna snjókomu hafði hann hins vegar verið fastur í þrjá daga í tjaldi sem hann hafði slegið upp við Grímsfjöll. Maðurinn var með gervi- hnattasíma og hringdi eftir að- stoð. Hann gaf upp staðsetningu sína og óskaði þess að verða sótt- ur í tjaldið. Hann var vel útbúinn og ekkert amaði að honum. Um klukkan hálf tvö um nótt- ina lagði björgunarsveitin frá Höfn í Hornafirði af stað á fjórum jeppum og með fjóra vélsleða. Hálftíma síðar lögðu björgunar- sveitir frá Árborg, Hellu og Hvolsvelli af stað með þrjá jeppa, tvo snjóbíla og fjóra vélsleða. Alls tóku 38 menn þátt í leitinni. Sveit- ir voru sendar úr tveimur áttum í öryggisskyni. Vélsleðamenn frá Höfn fundu manninn loks eftir talsverða leit á tíunda tímanum í gær. Hann var fluttur til niður á Hornafjörð. ■ MIKIÐ ÁLAG Á UMFERÐINA 14 manns létu lífið vegna mikillar snjó- komu í Norðausturríkjum Bandaríkjanna. Miklar snjókomur: Jólastemn- ing og mannskaði BANDARÍKIN, AP Það voru víða hvít jól í Bandaríkjunum eftir mikla snjókomu undanfarið. Snjókom- unni fylgdi ekki bara jólastemn- ing heldur líka miklar hremming- ar á vegum í norðaustanverðum Bandaríkjunum. Fjórtán dauðs- föll dagana fyrir jól eru rakin til slæmrar færðar og vonds veðurs. Jafnfallinn snjór mældist allt að hálfum metra sums staðar í norðausturríkjum Bandaríkj- anna. Í Albany í New York voru hvít jól í fyrsta skipti í 17 ár. Bið- in eftir hvítum jólum hafði þó verið mun lengri í Oklahoma borg, þar snjóaði um jólin í fyrsta skipti í 27 ár. ■ Jólafriðurinn úti í Skerjafirði: Skotið á hunda LÖGREGLA Karlmaður á fertugsaldri skaut á tvo lausa hunda í Skerjafirð- inum í fyrrinótt. Nágranni mannsins hafði verið úti að ganga með hundana þegar hann missti þá frá sér á Ægissíð- unni. Hundarnir, sem munu vera miklir vexti, tóku strikið út í Skerja- fjörð. Byssumaðurinn gerði skotárás- ina við heimili sitt um klukkan fjög- ur um nóttina. Þá sagðist hann ár- angurslaust hafa reynt að reka hundana á brott. „Maðurinn taldi að hundarnir hefðu étið kanínurnar sínar. Þeir hefðu urrað að honum og honum hafi fundist sér ógnað. Eins hafi hann verið hræddur um börn sín í húsinu og því skotið tveimur skot- um á hundana,“ segir lögreglumað- ur í Reykjavík. Annar hundanna særðist á höfði og var fluttur á dýraspítala. Hinn hundurinn var færður á hundahótel enda var eigandi hans. karlmaður á fertugsaldri, sjálfur færður á lög- reglustöð. Hann var tekinn höndum þegar hann kom akandi á vettvang. Lögreglu grunar að hann hafi ekið undir áhrifum áfengis. Engum drepnum kanínunum var framvísað við lögreglu. Skotvopn byssumannsins var gert upptækt. Lögregla telur að málið eigi sér upp- tök í fyrri erjum mannanna. ■ 26 BÖRN MYRT Á ÁRINU Það sem af er þessu ári hafa 26 börn og unglingar undir 17 ára aldri verið myrt í Detroit í Bandaríkjunum, 17 þeirra létust af völdum skot- sára. Íbúar borgarinnar eru rétt innan við eina milljón og dánar- tíðni barna af völdum ofbeldis- verka hærri þar en í öllum helstu borgum landsins. HARÐARI LÖG UM BARNAVÆNDI Lögregluyfirvöld í Japan hafa kallað eftir nýrri löggjöf til að berjast gegn barnavændi. Lög- reglan vill þyngri refsingar yfir þeim sem reyna að kaupa sér kynlífsþjónustu barna og ung- linga undir lögaldri. Lögreglan vill einnig að börnum og ungling- um undir lögaldri verði bannað að bjóða kynlífsþjónustu til sölu að viðlögðum sektum. Kannanir benda til þess að fimm prósent unglingsstúlkna í Tókíó hafi boð- ið kynlífsþjónustu til að fjár- magna kaup á tískuklæðnaði. LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Fólkið var flutt á Landspítalann eftir slysið. Kona um þrítugt gekkst undir aðgerð í gær. ALFREÐ ÞORSTEINSSON Ítrekar að Ingibjörg Sólrún beri ábyrgð á framtíð R-listans og talar um óvenjuleg hlýindi í veðri aðspurður um samskipti sín við Björn Bjarnason. AP PH O TO /N EW S-G A ZETTE, JO H N D IXO N SÉRA JÓN HELGI ÞÓRARINSSON. Skírði nokkur börn í fjölskyldumessu á annan í jólum. ERLENT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.