Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 13
13FÖSTUDAGUR 27. desember 2002 Ríkið greiðir um 740 milljónir í húsaleigubætur: Bótaþegum fjölgar um 370% á 7 árum HÚSALEIGUBÆTUR Heildarfjöldi leigjenda sem fá húsaleigubætur hefur aukist um 370% á sjö árum. Árið 1995 voru þeir 1.249 en á síð- asta ári voru þeir 4.611. Í ársskýrslu samráðsnefndar um húsaleigubætur árið 2001 kemur fram að bótaþegum hafi fjölgað um 9,8% miðað við árið 2000. Ætla má að 25 til 30% allra leigjenda í félagslegum og al- mennum íbúðum fái húsaleigu- bætur. Bæturnar skiptast sem næst til helminga milli almennra og félagslegra leiguíbúða. Á síð- asta ári bjuggu um 88% allra bóta- þega við lægri heildartekjur en 2 milljónir króna. Á síðasta ári voru gerðar þó nokkrar breytingar á lögum á sviði húsaleigubóta. Helstu breyt- ingarnar voru að ekki er lengur skylt að þinglýsa leigusamningi vegna íbúðar í eigu sveitarfélaga. Fatlaðir og öryrkjar sem búa á sambýlum hafa öðlast rétt til húsaleigubóta, sem og námsmenn á framhalds- og háskólastigi sem leigja á heimavist eða á náms- görðum. ■ HÚSALEIGUBÆTUR 1995 TIL 2001 Ár Milljónir 1995 277,1 1996 391,4 1997 394,5 1998 508,8 1999 607 2000 666,9 2001 740,5 Milljónir króna á föstu verðlagi í júní 2002. FJÖLDI BÓTAÞEGA 1995 TIL 2001 Ár Fjöldi 1995 1.249 1996 2.414 1997 2.434 1998 2.744 1999 3.737 2000 4.198 2001 4.611 NEW YORK, AP Tímaritið Time hef- ur valið þrjár konur menn árs- ins í ár. Þær eiga það allar sam- eiginlegt að hafa ljóstrað upp um brot á árinu. Konurnar, Colleen Rowley, starfsmaður FBI, Cynthia Cooper, starfs- maður WorldCom, og Sherron Watkins, starfsmaður Enron, tóku áhættu með því að greina frá vanrækslu eða sviksamlegu atferli innan vinnustaðar síns. Time útnefnir þær menn ársins fyrir að trúa að sannleikann megi ekki strika út úr bókunum og fyrir að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir slíkt. Rowley skrifaði yfirboðara sínum, þar sem hún gagnrýndi alríkislögregluna fyrir að hafa horft framhjá gögnum um yfir- vofandi atburði 11. september. Cooper upplýsti stjórn WorldCom um bókhaldsbrot að upphæð 3,8 milljónir banda- ríkjadala. Það var upphafið að einu stærsta gjaldþroti banda- rískrar viðskiptasögu. Watkins varaði stjórnarformann Enron við að bókhaldsbrot innan fyrir- tækisins gætu leitt til hruns fyrirtækisins. Times segir þær dæmi um fólk sem sinnir starfi sínu af trúmennsku með hugrekki sem allir voni að þeir hafi en muni kannski aldrei reyna á. ■ UPPLJÓSTRARAR Tímaritið Time hefur valið þrjár hugrakkar konur menn ársins í ár. Þær sýndu sann- leika og heiðarleika trúnað og stefndu eig- in hagsmunum í voða. Time heiðrar uppljóstrara: Þrjár konur menn ársins Kanaríeyjar fyrir þroskaheft fólk Eigum örfá sæti laus í ferðir okkar til Kanaríeyja 18. janúar og 15. febrúar. Upplýsingar gefur Sveinn í síma 564 4091 eða 893 4170. ÁRAMÓTAHEIT Komdu fjármálunum í lag! Er óreiða í þínum fjármálum? 1. Skref – Fjárhagsgreining Er búið að semja umfram greiðslugetu? 2. Skref – Samningagerð Vertu frjáls! 3. Skref – Greiðsluþjónusta 3 Skref ehf. -Fjármálaráðgjöf Lágmúla 9, 108 Reykjavík Sími 533-3007 Netfang: 3skref@3skref.is SJÁVARÚTVEGUR „Ég hef orðið var við mikil viðskipti með kvóta fyr- ir áramótin síðustu. Sömu útgerð- ir hafa síðan selt kvótann fljótlega eftir áramót án þess að veiða svo mikið sem gramm,“ segir Jón Arason, útgerðar- maður í Þorláks- höfn, um það sem hann telur vera kvótabrask til að komast hjá skött- um. Í einu dæminu hafði útgerð leigt til sín rúm 900 tonn af þorski und- ir árslok 2001 auk annarra teg- unda, alls um 1.100 tonn. Sama út- gerð leigði frá sér tæp 900 tonn af þorski á tímabilinu janúar til apr- íl í ár. Ávinningurinn hefur þá verið bæði skattalegur og hagnað- ur af kvótasölunni. „Útgerðin veiddi ekkert upp í þennan kvóta en leigði hann frá sér aftur á nýju ári. Ávinningur- inn er væntanlega sá að sú upp- hæð sem fer í kvótakaupin færist sem útgjöld. Þar með þurfti ekki að greiða tekjuskatt af þeirri upp- hæð. Árið 2001 var skattprósent- an hjá fyrirtækjum 30 prósentu- stig en lækkaði í 18 prósent í ár. Ávinningurinn er því augljós; hagnaður var af kvótaviðskiptun- um og útgerðin lækkar skatta sína,“ segir Jón. Þann 31. desember 2001 voru samkvæmt bókum Fiskistofu 1.020 tonn af þorski færð á milli útgerða auk annarra tegunda. Verðmæti þess kvóta var 158 krónur á hvert kíló þannig að heildarviðskiptin námu rúmum 160 milljónum króna. Að því gefnu að allur þessi kvóti hafi verið færður sem út- gjöld er reiknaður skattur af við- skiptunum 48 milljónir króna ef miðað er við skattprósentuna árið 2001. Miðað við 18 prósenta skatt og að því gefnu að allir hafi stund- að sama leikinn þá greiða fyrir- tækin samkvæmt 18 prósenta skattinum tæpar 29 milljónir króna í skatt. Þar með verður rík- issjóður af 19 milljóna króna tekj- um þennan eina dag. „Þessi viðskipti verða til þess að skekkja alla verðmyndun og kvótaverð hækkar upp úr öllu valdi. Þannig var verð á þorsk- kvóta um haustið árið 2001 um 120 krónur en í desember hækk- aði það í 165 krónur. Áhrifin af braskinu eru því þau að við sem gerum út á leigukvóta verðum að greiða okurverð,“ segir Jón. rt@frettabladid.is JÓN ARASON Dæmi um að útgerðir leigi grimmt til sín kvóta á síðustu mánuðum ársins. Kvótabrask til skattalækkunar Jón Arason útgerðarmaður veitti eftirtekt miklum kvótaviðskiptum í árslok í fyrra. Útgerðir leigðu til sín fyrir áramót en frá sér á nýju ári þegar skattaprósentan hafði lækkað úr 30 prósentum í 18. „Ávinningurinn er væntanlega sá að sú upp- hæð sem fer í kvótakaupin færist sem út- gjöld.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.