Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.12.2002, Blaðsíða 19
FORMÚLAN Niki Lauda, sem sagt var upp sem stjórnanda Jagúar- liðsins í Formúlu 1 kappakstrin- um, hefur hafnað beiðni um að hann taki í staðinn við ráðgjafa- stöðu hjá liðinu. „Við ákváðum að hætta öllum samningaviðræðum,“ sagði Lauda. „Ég gat ekki séð hvað ég gæti gert þarna. Núna er ég frjáls maður en þó get ég ekki veitt öðru liði í Formúlu 1 ráðleggingar næsta árið.“ Tveir nýir ökumenn verða hjá Jagúar á næsta tímabili, þeir Mark Webber sem var áður hjá Minadri-liðinu og brasilíski nýlið- inn Antonio Pizzonia. ■ 19FÖSTUDAGUR 27. desember 2002 L a n d lis t ekkert brudl- ekkert brudl- - í öllum Bónusverslununum - í öllum Bónusverslununum M U N D U : B jó ði e in h ve r ve l a ð B ón us b ý ðu r A LL T A F b e tu r! Opið frá tíu í dag til átta í kvöld Opið frá tíu á morgun til sex annað kvöld Sunnudag 29. des. er opið 12.00 til 18.00 - í Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Kringlu, Mosó, Borgarnesi, Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri Fylgist með okkur! NIKI LAUDA Niki Lauda getur ekki veitt neinar ráðeggingar varðandi Formúlu 1 næsta árið. Niki Lauda: Slítur tengslin við Jagúar FÓTBOLTI Bjarki Gunnlaugsson, knattspyrnumaður af Skagan- um, er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á leið í KR. Bjarki vildi sjálfur ekki stað- festa málið en sagði. „Er ekki alltaf eitthvað til í öllum kjafta- sögum?“ Bjarki lék með ÍA á síðasta tímabili en þurfti að hvíla sig vegna meiðsla. Hann hefur átt við meiðsli í mjöðm að stríða sem varð til þess að hann þurfti að hætta í atvinnumennsku. Bjarki hefur komið víða við á ferli sínum. Hann lék meðal ann- ars með Feyenoord, Preston og Brann. ■ BJARKI GUNNLAUGSSON Hann varð Íslandsmeistari með ÍA árið 1992 og KR árið 1999. Leikmannaskipti: Bjarki á leið í KR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.