Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 4
Borgin er hlekkur í
kínverskum iðnaði,
ef Wuhan er ekki að skila
sínu þá getur það haft áhrif
um allan heim.
Gunnar Snorri
Gunnarsson,
sendiherra
Íslands í Kína
Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these
carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok.
Approved and OK New proof please
DATE:
SIGNATURE:
/Ingenjörsgatan 7-9
Box 814, 251 08 Helsingborg
Tel. vx. 042-24 73 00
info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se
14
0
280
Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarinaSogavegi 3 • Höfðabakka 1
Sími 555 2800
FISK-BÚAR
(FEBRÚAR)
BORÐUM
HOLLANN
FISK Í
FEBRÚAR
1.790 kr.kg
GLÆNÝ HROGN
OG ÝSUFLÖK
STJÓRNSÝSLA Ný staða upplýsinga-
fulltrúa forsætisráðuneytisins var
ekki auglýst en starfið hafði ekki
verið til í nokkur ár. Í byrjun janúar
var grein frá því að Rósa Guðrún
Erlingsdóttir hefði verið ráðin í
þetta nýja starf og hefði hafið störf í
desember, en Rósa starfaði áður sem
sérfræðingur á sviði jafnréttismála
síðan árið 2013. Sama dag var greint
frá því að Lára Björg Björnsdóttir
hefði hætt sem upplýsingafulltrúi
ríkisstjórnarinnar, en hún hafði
starfsstöð í forsætisráðuneytinu.
Samkvæmt Ágústi Geir Ágústs-
syni, skrifstofustjóra ráðuneytis-
ins, var ákveðið að gera breytingar
á verksviði Rósu Guðrúnar og fela
henni að sinna verkefnum á sviði
upplýsinga og vefmála í ráðu-
neytinu. „Hér er því um tilfærslu á
starfsmanni að ræða innan ráðu-
neytisins,“ segir hann.
Segir Ágúst að umfang upplýsinga
og vefmála hafi aukist mjög hratt
undanfarin ár, vegna þess að ráðu-
neytið hafi ákveðið að birta f leiri
upplýsingar, bæði að eigin frum-
kvæði og vegna fyrirspurna. Kallað
hafi verið eftir því að forsætisráðu-
neytið tæki aukna forystu í upplýs-
inga og vefmálum Stjórnarráðsins,
sem yrði á verksviði Rósu.
Aðspurður um hvort Rósa muni
sinna þeim verkefnum sem Lára
Björg gerði áður, eða nýr verði ráð-
inn í þá stöðu, segir Ágúst að gert
sé ráð fyrir að nýr aðstoðarmaður
ríkisstjórnar verði ráðinn síðar á
þessu ári.
Á undanförnum árum hefur verið
ráðið í stöður upplýsingafulltrúa
hjá ýmsum ráðuneytum en þær þá
auglýstar. – khg
Staða upplýsingafulltrúa ekki auglýst
Gert er ráð fyrir nýjum aðstoðarmanni ríkisstjórnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
UTANRÍKISMÁL „Ég neyðist til að
senda allt kínverska starfsfólkið
heim, það verða bara Íslendingar
við vinnu næstu daga,“ segir Gunn-
ar Snorri Gunnarsson, sendiherra
Íslands í Kína. Á fjórða hundrað
hafa nú látið lífið af völdum kórón-
aveirunnar, sem kennd er við borg-
ina Wuhan, og meira en 18 þúsund
hafa smitast. Hafa kínversk yfirvöld
mælst til þess að fólk haldi sig heima
í vikunni.
Á annað hundrað Íslendinga eru
nú í Kína en enginn á einangraða
svæðinu í kringum Wuhan. „Það
eru um fjörutíu hér í Peking, nokkr-
ir tugir í Shanghai, svipað margir í
Hong Kong, svo er fólk á víð og dreif
um landið. Sendiráðið er inni á gafli
hjá eistneska sendiráðinu, þeir eru
með einn verkamann í Wuhan og
eru í stökustu vandræðum með að
ná honum heim, þó að þeir fái ferða-
leyfi þá er vandamál að fá f lug,“
segir Gunnar Snorri. Hann segir
Peking ansi tómlega þessa dagana.
„Andrúmsloftið er frekar þrúgandi.
Það eru fáir á ferli, allir með grímu.
Það er mikið eftirlit, stofnanir eru
að hitamæla fólk. Í húsinu þar sem
ég bý er búið að setja filmu, sem er
skipt um reglulega, yfir alla staðina
í lyftunni sem fólk snertir.“
Hann segir kínversk stjórnvöld
hafa brugðist of hægt við veirunni
en allt gangi vel nú þegar kerfið er
komið á fullt. „Kerfið er hægt að fara
af stað, en þegar það gerist þá er það
mjög agað. Takmarkanir á upplýs-
ingaflæði sem fylgir stjórnarfarinu
hér hindruðu skýrar og afgerandi
aðgerðir í byrjun, en nú fer allur
massi ríkiskerfisins í að hindra
útbreiðsluna. Við sjáum það skýrt
með 600 þúsund fermetra sjúkra-
húsi sem var byggt á nokkrum
dögum í Wuhan.“
Flugfélög víða um heim hafa fellt
niður f lug til Kína, þar á meðal
hefur Íslandspóstur hætt sending-
um til landsins. Bandaríkin hafa
sett strangar reglur um inngöngu
í landið eftir dvöl í Kína. Gunnar
segir Kínverja taka slíkar aðgerðir
nærri sér, sérstaklega afgerandi
aðgerðir Bandaríkjanna. „Þetta
eykur spennuna og tortryggnina
sem var nóg fyrir.“
Fimm Íslendingar starfa í sendi-
ráðinu, andlitsgrímur og handspritt
er alls staðar uppselt. „Við fengum
ræðismann Íslands í Taílandi til að
koma til okkar sendingu af spritti,“
segir Gunnar. „Það eru allir skólar
lokaðir þannig að krökkunum
dauðleiðist, það eru svona helstu
persónulegu áhrifin.“
Gunnar Snorri var síðast í Wuhan
fyrir ári síðan, kom þá meðal annars
fram í sjónvarpsþætti. „Við höfum
ræktað gott samband við Wuhan
sem er vinabær Kópavogs. Ég hef
mikla samúð með borgurunum,“
segir hann. „Þetta er iðnaðar-
borg með 11 milljón íbúa, alveg í
hjarta Kína. Borgin er hlekkur í
kínverskum iðnaði, ef Wuhan er
ekki að skila sínu þá getur það haft
áhrif um allan heim. Kína er orðið
miklu stærra en fyrir 17 árum þegar
HABL-veiran kom upp.“
Við Íslendingar eigum meira að
segja kennileiti frá Wuhan. „Gler-
hjúpurinn utan um Hörpu kemur
frá Wuhan. Það var fyrirtæki þar
sem byggði hann og þegar það kom
upp galli þá var hann sendur aftur
til Wuhan. Svo komu iðnaðarmenn
frá Wuhan til að setja hann upp.“
Annars er Gunnar Snorri sjálfur
mjög rólegur yfir veirunni. „Þetta er
tiltölulega há dánartala, en þetta er
ekki bráðsmitandi.“
arib@frettabladid.is
Íslendingarnir í Kína ekki á
einangraða svæðinu í Wuhan
Einungis Íslendingar verða við vinnu í sendiráðinu í Peking út þessa viku vegna kórónaveirunnar. Sendi-
herra Íslands í Kína segir andrúmsloftið í borginni vera þrúgandi. Áhrifin af einangrun Wuhan borgar
geti verið mikil á alþjóðavísu, en þar er til dæmis glerhjúpur tónlistarhússins Hörpu framleiddur.
Tómlegt var um að litast í Peking, höfuðborg Kína, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
VIÐSKIPTI Síminn hefur horfið frá
þeim áætlunum að reisa allt að 10
þúsund fermetra gagnaver á Hólms-
heiði.
Fyrirtækið fékk vilyrði fyrir lóð
undir slíkt ver um mitt ár 2017. Ann-
ars vegar hefðbundið lóðarvilyrði
upp á 8.000 fermetra byggingu og
síðan tímabundið vilyrði fyrir að
gagnaverið yrði allt að 10 þúsund
fermetrar.
Ætlaði fyrirtækið að greiða 1.500
krónur fyrir hvern byggingarfer-
metra eða 15 milljónir ef hámarks-
byggingarmagn yrði að veruleika.
Fyrirtækið átti kost á því að kalla
eftir lóðinni þegar nýtt deiliskipu-
lag svæðisins yrði samþykkt. Það
var auglýst í september 2019. Í fund-
argerð Borgarráðs frá 30. janúar
kemur fram að Síminn hafi horfið
frá fyrri áætlunum og af þakki því
lóðarvilyrðið.
Áður en Síminn horfði til Hólms-
heiðar varðandi byggingu gagna-
vers voru uppi hugmyndir um að
byggja á Esjumelum, en Hólms-
heiðin þótti betur staðsett vegna
tenginga. – bþ
Hætta við byggingu á gagnaveri á Hólmsheiðinni
SAMFÉLAG Íbúum landsins fjölgaði
um 761 á tímabilinu 1. desember
2019 til 1. febrúar 2020. Hlutfalls-
lega fjölgaði íbúum í Ásahreppi
mest, eða um 3,2 prósent, úr 251
íbúa í 259. Þetta kemur fram í tölum
frá Þjóðskrá Íslands.
Íbúum í Skútustaðahreppi fækk-
aði hlutfallslega mest á sama tíma-
bili en þeim fækkaði um sautján
íbúa eða 3,4 prósent, úr 507 íbúum
í 490.
Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði
íbúum um alls 629. Mest var fjölg-
unin í Reykjavíkurborg en þar fjölg-
aði um 442 einstaklinga og því næst
í Kópavogi þar sem íbúum fjölgaði
um 131. Á Seltjarnarnesi fækkaði
íbúum um sextán og í Hafnarfirði
um fimmtán. Íbúar höfuðborgar-
svæðisins voru alls 233.656 talsins
þann 1. febrúar á þessu ári. –bdj
Mest fjölgun
í Ásahreppi
1 Við varandi skjálfta virkni og stöðugt land ris á Reykja
nes skaga Samkvæmt sérfræðingi
Veðurstofunnar er landrisið
komið vel yfir fjóra sentimetra.
2 Full yrðir að nýr lyfja kok teill hafi virkað gegn kóróna
vírusnum Lyfja kok teillinn inni
heldur lyf gegn HIV og öðrum
flensu veirum.
3 Hótel Skúla Mogen sen úrskurðað gjald þrota Hótelinu
Base var lokað og öllu starfs fólki
þess sagt upp störfum.
4 Veð bankar spá Hildi Óskarsverð launum Hildur Guðna
dóttir hlaut BAFTAverðlaunin
og hafði þar áður unnið Golden
Globe, Emmy og Gram my verð
laun svo eitt hvað sé nefnt.
5 Við skipta vinir Cintamani sitja í súpunni eftir fall fyrir
tækisins Viðskiptavinur, sem á
70 þúsund króna inneignarnótu,
kvartar sáran undir upplýsinga
skorti eftir fall félagsins.
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn fékk vilyrði fyrir
10 þúsund fermetra lóð.
4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð