Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Það á ekki að
þurfa fjöl-
miðlaum-
fjöllun og
undirskriftir
tæplega 19
þúsund
einstaklinga
til að stjórn-
völd sjái að
sér og leið-
rétti svona
óréttlæti.
Samkvæmt
ráðlegg-
ingum
Embættis
landlæknis
ættu full-
orðnir að
hreyfa sig
rösklega í
minnst 30
mínútur
daglega.
Á morgun, 5. febrúar 2020, hefst Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Í Lífshlaupinu eru
landsmenn hvattir til að huga að hreyfingu og auka
hana eins og kostur er, bæði í daglegu lífi, t.d. við
val á ferðamáta, sem og í frístundum. Nánari upp-
lýsingar eru á www.lifshlaupid.is.
Ástæða er til að hvetja þá sem þess eiga kost, að
taka þátt. Regluleg hreyfing er nefnilega einn af
hornsteinum heilsu og heldur gildi sínu ævina á
enda. Hreyfing minnkar líkurnar á hjarta- og æða-
sjúkdómum, þunglyndi, sykursýki tvö og sumum
krabbameinum. Þá styrkir hreyfing stoðkerfið, bætir
andlega líðan, auðveldar okkur að halda kjörþyngd
og eykur almennt líkurnar á að fólk lifi lengur og
lifi sjálfstæðu lífi. Hreyfing hefur þannig mikið
gildi sem forvörn og heilsuefling en er jafnframt æ
meira notuð sem meðferð, t.d. á formi hreyfiseðla
sem ávísað er í heilsugæslunni gegn fjölda kvilla;
sykursýki, háþrýstingi, þunglyndi, beinþynningu og
langvinnum verkjum meðal annars.
Samkvæmt ráðleggingum Embættis landlæknis
ættu fullorðnir að hreyfa sig rösklega í minnst 30
mínútur daglega, best er auðvitað að velja hreyfingu
sem maður hefur ánægju af. Heildartímanum má
skipta í styttri tímabil, t.d. 10-15 mínútur í senn.
Til viðbótar er æskilegt að erfiða við hreyfingu að
minnsta kosti tvisvar í viku, 20-30 mínútur í senn en
það bætir enn frekar þol, vöðvastyrk, liðleika, jafn-
vægi og beinheilsu. Börn og unglingar eiga að hreyfa
sig af ákefð í a.m.k. klukkustund daglega, þar sem
leiðarljósið er fjölbreytni og gleði.
Fyrir þá sem eru að byrja að hreyfa sig eru raunhæf
markmið, hæfilegur stígandi í álagi og góð beiting
líkamans mikilvæg atriði. Forðast skal að gera
óraunhæfar væntingar og valda líkamanum of miklu
álagi sem leitt getur til meiðsla. Lesa má um hreyf-
ingu á landlaeknir.is og á heilsuvera.is.
Kæru landsmenn, takið þátt í Lífshlaupinu þið
sem þess eigið kost. Öll hreyfing hefur áhrif og það er
aldrei of seint að byrja.
Hreyfum okkur!
Alma Dagbjört
Möller
landlæknir
Umhverfissjóður sjókvíaelds auglýsir til umsóknar
styrki til rannsóknir vegna burðarþolsmats,
vöktunar o. fl., samkvæmt reglugerð nr. 874/2019.
Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis.
Sjóðurinn greiðir m.a. kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats,
vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður.
Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2020 munu framhaldsverkefni sem
þegar eru hafin njóta forgangs.
Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki
til sjóðsins.
Á vefslóð sjóðsins (www.umsj.is) er að finna umsóknareyðublöð ásamt
leiðbeiningum til umsækjenda, m.a. um hvaða gögn skuli leggja fram með
umsókn.
Umsóknum skal skilað rafrænt á netfangið postur@anr.is eigi síðar en 2.
mars 2020.
Frekari upplýsingar veitir Ása María H. Guðmundsdóttir í gegnum
netfangið asa.maria@anr.is
Mál hins sjö ára gamla Muhamm-eds og fjölskyldu hans sem til stóð að vísa úr landi í gær fékk um helgina blessunarlega farsælan endi. Í bili allavega. Dómsmálaráðherra ákvað að
breyta reglugerð og stytta þar með málsmeðferðar-
tíma í málum þegar börn eiga í hlut. Þannig verður
hámarks afgreiðslutími sextán mánuðir í stað átján.
Þetta er vissulega skref í rétta átt en eftir sem áður
er óásættanlegt að fólk þurfi að bíða svo lengi eftir
úrlausn sinna mála.
Samkvæmt því ákvæði útlendingalaga sem vísað
var til í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins um
málið, geta umsækjendur fengið dvalarleyfi á grund-
velli mannúðarsjónarmiða hafi ekki fengist niður-
staða í mál þeirra innan átján mánaða. Dvalarleyfi
á þessum forsendum eru þó ekki veitt til lengri tíma
en eins árs. Þau er þó hægt að framlengja og í tilviki
Muhammeds verður vonandi stuðst við það ákvæði
að slíkt dvalarleyfi geti orðið ótímabundið.
Það á ekki að þurfa fjölmiðlaumfjöllun og undir-
skriftir tæplega 19 þúsund einstaklinga til að stjórn-
völd sjái að sér og leiðrétti svona óréttlæti. Þegar
fjölskyldan átti að yfirgefa landið voru rúm tvö ár
liðin frá því hún sótti um alþjóðlega vernd. Svona
vinnubrögð eru auðvitað með öllu óviðunandi og
með þeim lítil virðing borin fyrir mannréttindum.
Hér á heldur ekki að þurfa vísa til einhverra undan-
tekninga í útlendingalögum til að veita fjölskyldunni
dvalarleyfi. Alþingi lögfesti Barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna fyrir tæpum sjö árum. Samkvæmt
honum ber stjórnvöldum að horfa til þess hvað sé
barninu fyrir bestu í ákvörðunum er það varða.
Hvort ætli séu betri aðstæður fyrir sjö ára gamalt
barn; að vera áfram á Íslandi þar sem það hefur
eignast marga vini og bæði líður og gengur vel í skóla,
eða flytja til heimalands foreldra sinna sem það hefur
aldrei komið til? Lands sem foreldrarnir flúðu fyrir
áratug og telja sig ekki eiga afturkvæmt til.
Það er vel við hæfi að Muhammed sé nemandi
í Vesturbæjarskóla en hann er einn þeirra skóla
sem tekur þátt í Réttindaskólaverkefni Unicef.
Hugmyndafræði verkefnisins tekur mið af Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og er ætlað að auka
virðingu, vernd og innleiðingu mannréttinda. Það
hefðu verið afleit skilaboð til nemenda skólans ef
Muhammed hefði verið sendur úr landi.
Þetta mál er því miður ekki einsdæmi en á undan-
förnum árum hefur rúmlega þrjú hundruð börnum,
sem sótt hafa um alþjóðlega vernd, verið vísað úr
landi. Mun færri börn hafa fengið alþjóðlega vernd.
Við getum auðvitað ekki bjargað öllum börnum í
neyð en við getum samt gert svo miklu betur. Oft
hefur verið bent á Útlendingastofnun og þrönga
túlkun hennar á lögum og reglum sem ástæðu
margra brottvísana. Valdið til að breyta þessu er
hins vegar hjá stjórnvöldum eins og þetta nýjasta
dæmi sýnir.
Gerum betur
Einnar konu landslið
Sigurför kvikmyndatón
skáldsins Hildar Guðnadóttur
hefur heillað, hrifið og rifið
þjóðarsálina upp í boltastór
mótastemningu. Áhugavert
vegna þess að í þessum leik,
þar sem Hildur er á við full
skipað landslið, eru spennan og
æsingurinn mest í röðum menn
ingarelítista og lattélepjandi
101 lopatref la sem þekkja vart
muninn á HM og EM. Bolta
bullurnar eru aftur á móti með
allt á hreinu enda blasir við
þeim að í raun er stigs en ekki
eðlismunur á risunum Messi
og Ronaldo og jöfrum á borð
við John Williams og Thomas
Newman sem Hildur sólar nú
ítrekað upp úr lakkskónum.
Ungverjaþversögnin
Eftir að Hildur hlaut BAFTA
verðlaunin er enn meiri ástæða
til þess að veðja á að hún hreppi
þau eftirsóttustu, Óskarinn.
Samkvæmt keppnisíþrótta lóg
íkinni er Hildur í raun búin að
sigra úrslitaleikinn í LA en því
miður snúast Óskarsverðlaunin
um margt annað en hæfileika og
raunveruleg gæði. Pólitík, pen
ingar og innansveitarkróníkur
alls konar vega þyngra þannig
að formsatriðið á sunnudag
kvöld gæti endað í Ungverjaleik
með þeim öfugu formerkjum að
sú besta á vellinum missi af gull
inu. Breytir því ekki að Hildur
Guðnadóttir er samt sigurvegar
inn. toti@frettabladid.is
4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN