Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 33
Sýningin Far í Hafnarborg í Hafnarfirði er ljósmynda-sýning sem leiðir saman verk Ralphs Hannam og Þórdísar Jóhannesdóttur. Ágústa Kristófersdóttir,
forstöðumaður Hafnarborgar, er
sýningarstjóri: „Ralph Hannam
var áhugaljómyndari sem lést fyrir
nokkrum árum. Upphaf lega kom
hann hingað með breska setuliðinu
og eftir að hafa kvænst íslenskri
konu settist hann að hér á landi.
Þórdís Jóhannesdóttir er mynd-
listarmaður og notar ljósmyndina
sem miðil. Ég kynntist verkum
Ralphs þegar ég vann í Þjóðminja-
safninu en börn hans gáfu safninu
filmusafn hans eftir lát hans. Mér
datt í hug að Þórdís gæti haft áhuga
á að skoða verk hans. Ég bað hana
að heimsækja Ljósmyndasafn
Íslands í Þjóðminjasafninu og fletta
í gegnum ljósmyndir áhugaljós-
myndara frá því um miðja síðustu
öld en á þeim tíma var nokkuð stór
hópur ljósmyndara að vinna með
alls konar tilraunir í ljósmyndun.
Hún gerði það, og eins og ég hafði
gert á sínum tíma, heillaðist hún af
verkum Ralphs. Hún valdi úr safni
hans myndir til að tala við myndir
úr sínu eigin safni. Hún tók því
sjálf engar nýjar myndir, þannig að
þarna eru tvö ljósmyndasöfn að tala
saman, hans og hennar.“
Listrænar tilraunir
Spurð um viðfangsefni Ralphs
Hannam segir Ágústa: „Hann var
skrifstofumaður og vann síðan fyrir
breska sendiráðið. Þegar hann var
að ganga heim úr vinnunni síðdegis
var hann með myndavélina og nýtti
sér oft þessa skemmtilegu skugga
sem myndast í síðdegisbirtunni.
Hann var líka heillaður af allskyns
formum. Í myndum hans sjáum við
iðnaðarmannvirki og ummerki um
framkvæmdir á sjötta áratugnum.
Þetta eru samt engar heimildaljós-
myndir um uppbyggingu Íslands í
kjölfar stríðsins. Þetta eru mótíf og
maður sér að hann var að gera list-
rænar tilraunir.
Hann tilheyrði samfélagi áhuga-
ljósmyndara hér á landi og þeir
hittust oft og voru jafnvel saman að
mynda og leita að skemmtilegum
mótífum. Hann stillti aldrei upp og
það gerir Þórdís ekki heldur.“
Skemmtileg mótíf
Um myndir Þórdísar í samanburði
við myndir Hannam segir Ágústa:
„Þórdís er á svipuðum nótum og
hann var. Hann var tæknilega
sinnaður og átti góða myndavél
meðan hún vinnur með stafræna
tækni og tekur jafnvel myndir á
símann sinn. Hún, eins og hann,
tekur myndir af því sem á vegi
hennar verður. Hún stillir ekki
upp heldur finnur þessi skemmti-
legu mótíf, sem eins og hjá honum,
eru oft samspil forma og ljóss og
skugga. Hún tekur líka þó nokkuð
af myndum af listaverkum ann-
arra. Maður þarf að hafa einstak-
lega glöggt auga og mikla þekkingu
á íslenskri myndlist til að átta sig á
slíkum myndum.“
Ágústa segir það hafa verið ákaf-
lega gaman að setja þessa sýningu
saman. „Það er gaman að geta
dregið fram myndir Ralphs og sett
í samhengi við samtímalistamann
eins og Þórdísi og skapað samtal
sem á erindi við okkur í dag. Um
leið er verið að minna á að leitin að
einhverju áhugaverðu í kringum
okkur, þessi skapandi þörf lista-
manna, er eilíf.“
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
4. FEBRÚAR 2019
Tónlist
Hvað? Herdís Anna í Hafnarborg
Hvenær? 12.00
Hvar? Hafnarborg, Hafnarfirði
Herdís Anna Jónasdóttir, sópr-
an,ásamt Antoníu Hevesi f lytur
aríur eftir Verdi, Bellini og Doni-
zetti. Allir velkomnir meðan hús-
rúm leyfir, Agangur er ókeypis.
Hvað? Sons of Gíslason
Hvenær? 20.30
Hvar? Kex hostel, Skúlagötu 28
Í hljómsveitinni eru Freysteinn
Gíslason á kontrabassa, Helgi
R. Heiðarsson á saxófón, Hrafn-
kell Gauti Sigurðarson á gítar og
Óskar Kjartansson á trommur.
Þeir f lytja tónlist eftir bassa-
leikarann Freystein í bland við
standarda.
Orðsins list
Hvað? Arabísk orð í íslensku og
öðrum Evrópumálum
Hvenær? 16.30
Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Þórir Jónsson Hraundal, lektor í
arabísku við HÍ, f lytur fyrirlestur
um sögu og uppruna arabískra
tökuorða í íslensku og öðrum
Evrópumálum. Sum eru algeng,
t.d. sófi og sykur, en önnur eru
það ekki
Hvað? Bergþóra Snæbjörns á bók-
menntakvöldi
Hvenær? 19.30-20.30
Hvar? Bókasafn Seltjarnarness
Bergþóra Snæbjörnsdóttir rit-
höfundur mun spjalla um nýju
bókina Svínshöfuð og lesa upp úr
henni. Boðið upp á kaffi og kruð-
erí og allir eru velkomnir!
Hvað? Grasrótin og gervigreind
Hvenær? 20.00
Hvar? Snorrastofa, Reykholti
Borgarfirði
Geta mennta- og menningar-
stofnanir f leytt landsbyggðinni
inn í framtíðina? er spurning
sem Vífill Karlsson, dósent við
HA, veltir fyrir sér og styðst við
skoðanakönnun frá 2016 og
2017. Kaffiveitingar og umræður.
Aðgangseyrir 1.000 kr.
Aðrir viðburðir
Hvað? Listhugleiðsla
Hvenær? 12.10.-12.50
Hvar? Listasafn Einars Jónssonar
Mynd eftir Þórdísi Jóhannesdóttur.Ljósmynd eftir Ralph Hannam.
Leitin að því áhugaverða
Á sýningunni Far í Hafnarborg eru ljósmyndir eftir Ralph
Hannam og Þórdísi Jóhannesdóttur, form, ljós og skuggar.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. Í bakgrunni eru myndir eftir Ralph Hannam. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
UM LEIÐ ER VERIÐ AÐ
MINNA Á AÐ LEITIN
AÐ EINHVERJU ÁHUGAVERÐU Í
KRINGUM OKKUR, ÞESSI
SKAPANDI ÞÖRF LISTAMANNA,
ER EILÍF.
Sparaðu allt að 50-70%!
info@fedaszdental.huHafðu samband:
+ 36 70 942 9573 www.tannlaeknathjonusta.is
Fyrir
Eftir
Tannlækningar í Ungverjalandi
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17Þ R I Ð J U D A G U R 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0