Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 10
Ástæða pistilsins er fundur í kínverska sendiráðinu um neik væða upplif un k ín- verskra ferðamanna hér á landi sem fram fór 22. janúar. Ég sat ekki fund- inn en rakst á viðtal við Grace Jin- Liu leiðsögumann sem f lutti erindi á fundinum þar sem hún nefnir að helsta ástæðan sé menningarmunur þjóðanna og tiltók nokkur atriði sem mætti bæta til að upplifun þeirra yrði jákvæðari. Ég reikna með að umræðan hafi líka snúist um neikvæða upplifun Íslendinga á kínverskum ferðamönnum. Allir erlendir ferðamenn eru vel- komnir á Íslandi og þó að skiltin séu ekki á þeirra tungumáli þá eru f lest þeirra bæði á íslensku og ensku. Ég hef ekki heyrt aðrar þjóðir kvarta undan því að þeim finnist þær ekki velkomnar af því að skiltin hér séu ekki á þeirra tungumáli frekar en okkur finnist við óvelkomin í Asíu eða annars staðar í heiminum af því að skiltin þar eru ekki á íslensku. Ég hef ferðast með kínverskan hóp og hópstjóra um landið og á þriðja degi fann ég mig knúna til að setjast niður og ræða þennan „ men n i ng a r mu n“ þjó ð a n n a , íslenska framkomu og almenna hegðun, því munurinn var mikill. Ég ræddi hvernig við biðjum um hlutina, töluðum við fólkið sem að þjónaði okkur og almenna kurteisi. Einnig að heimatilbúinn matur inni á veitingastöðum tíðkaðist ekki o.s.frv. Það skorti mikið upp á þekkingu kínverska hópstjórans á íslensku samfélagi sem vildi meina að við værum bara ekki nógu vel aðlöguð kínverskum siðum og venjum sem væri bagalegt. Ég benti henni hins vegar á að þau væru gestir á Íslandi og hér komin til að upplifa íslenska menningu, íslenskt landslag og íslenskan mat. Ef þeim fyndist maturinn vondur væri það eitthvað til að tala um þegar þau kæmu heim eins og t.d. að Íslend- ingar drykkju vatnið kalt. Áður en við förum að hengja upp skilti á frönsku, hindí eða kín- versku um allt land þá held ég að við ættum frekar að gera strangari kröfur á að ferðamenn sem hingað koma, hvaðan svo sem þeir eru, séu betur undirbúnir. Kínverskir ferðamenn sem ekki skilja ensku ættu kannski frekar að ferðast með hópi í rútu en keyra á eigin vegum. Ég skora á kínverska sendi- ráðið að uppfræða sitt heimafólk áður en það kemur til landsins, um íslenskar venjur og siði, lög og reglur, aðstæður og tungumál. Við viljum ekki að slysin endurtaki sig. Við viljum að allir sem hingað koma, njóti ferðarinnar og fari heilir heim. Já, við þurfum að laga ýmislegt, vegina, brýrnar, merk- ingar o.f l. sem er löngu tímabært, en fyrst og fremst fyrir okkur sem hér búum og svo gestina. Menningarmunur? Já, það er og á að vera menningarmunur á Íslandi og Kína. Ísland er ekki kínverskt. Er þetta ekki frekar skortur á fræðslu og undirbúningi, vanmat á eigin getu þeirra sem hingað koma hvort sem það er ökuleikni eða tungu- mál. Ég færi aldrei til Sahara eyði- merkurinnar, leigði mér úlfalda og ætlaðist til að skiltin væru á íslensku og að krani með köldu vatni væri með reglulegu millibili. Lýsti síðan neikvæðri upplifun á landinu af því að þetta vantaði. Ég skora á alla í ferðaþjónustunni að skerpa á því sem er íslenskt og herða eftirlit með lögum og reglum. Gefum gestum okkar íslenska upp- lifun, verum ófeimin við að vera þessi litla skrítna þjóð úti í ballar- hafi sem drekkur ííískalt vatn. Það er þess vegna sem erlendir ferða- menn koma til landsins, það er það sem þeir eiga að upplifa og tala um þegar þeir koma heim. Látum ekki undan þrýstingi fjöldans. Neikvæð upplifun? Skemmtilega átakið í hreyfingu „Lífshlaupið“ hefst 5. febrúar nk. Ég hvet alla til að vera með og njóta. En ég minni jafnframt á að það er ekki nóg að hreyfa sig, við þurfum einnig að huga að andlegu hliðinni. Ég vil í þessari stuttu grein kynna Qigong lífsorkuæfingarnar. Þær eru ein tegund hreyfingar sem telst til „Lífshlaupsins“, þó að þar sé ekki síður hugað að andlegri styrkingu. Æfingarnar eru gerðar í samhæfðu flæði djúprar hreinsandi öndunar, hugleiðslu og hreyfingar. Upphaf lífsins í einni frumu Af hverju er svo mikilvægt að tryggja að ekki sé viðvarandi spenna í líkamanum og orkuflæðið óhindrað? Við vitum öll að líf okkar hófst þegar foreldrar okkar lögðu hvort fyrir sig 23 litninga í fyrstu frum- una. Níu mánuðum síðar fædd- umst við með okkar gen, organdi og tókum fyrsta andardráttinn. Ég hef lengi hugsað: Fyrst upphaf lífs míns er í einni frumu þá hlýtur þekkingin á heilsu minni að búa í mér sjálfum. Hvað get ég þá gert til að viðhalda góðri heilsu? Hvar er hinn raunverulegi lækningamáttur þegar við veikjumst? Þegar ég lærði Qigong (Chi-gong) lífsorkuæfingar hjá Gunnari Eyj- ólfssyni leikara, byrjaði ég að skilja tenginguna við fyrstu „frumuna“. Æfingarnar eru heilsueflandi vegna þess að þær opna betur á orku- brautir líkamans, losa um spennu og næra og styrkja hverja frumu líkamans. Qi er lífsorkan í öllu sem lifir, tengist himni og jörð. Qigong æfingar hafa verið iðkaðar í Kína í yfir 5.000 ár. Í dag er lögð áhersla á að almenningur stundi Qigong til að viðhalda góðri heilsu, létta á kostnaðarsömu heilbrigðiskerfi og á sjúkrahúsum eru æfingarnar not- aðar til lækninga. Qigong er lífsmáti Qigong er í raun ekki íþrótt heldur lífsmáti sem tengist ekki trúar- brögðum á neinn hátt. Við erum hluti af náttúrunni og tengjumst orku himins og jarðar. Hvers vegna eru Qigong æfingarnar heilsuef l- andi? Þar má nefna að þær eru alltaf stundaðar með jákvæðu hugarfari; við brosum og njótum hvers andar- dráttar í núvitund og sjáum fyrir okkur hreinsandi orku sem baðar og styrkir hverja frumu líkamans. Þeir sem stunda Qigong lífs- orkuæfingarnar vilja að allir njóti sín sem allra best. Það er enn meiri heilsuef ling að gera æfingarnar í hópi. Þær byggja upp meiri innri styrk og við verðum óhræddari við að takast á við lífið eins og það kemur að okkur. Við erum bjart- sýn á framtíðina og búumst við því besta. Æfingarnar hjálpa okkur við að byggja upp þá orku sem við þurf- um á að halda þegar á móti blæs. Þær hjálpa því til við að losa um kvíða og langvarandi innri spennu. Þeir sem stunda Qigong meta og virða náttúruna, uppspretta lífsorkunnar er frá himni og jörð. Þegar við óttumst ekki aðra og viljum að allir fái notið sín sem best, þá er engin þörf á drottnun og til verður sterkur vilji friðar. Það er ekki spurning í mínum huga að eftir því sem f leiri stunda Qigong lífsorkuæfingar og tileinka sér lífs- mátann eru mun meiri líkur á friði og farsælu líf á jörðinni um langa framtíð. Tökum þátt í „Lífshlaupinu“ og ekki hika við að prófa Qigong. Kær- leikur og friður ríki. Lífshlaupið – heilsuefling með Qigong lífsorkuæfingum Ný þekking hlýtur misjafn-lega góðar viðtökur. Við erum til dæmis mun mót- tækilegri fyrir upplýsingum sem eru til þess fallnar að bæta líf okkar heldur en þeim sem sýna fram á að við séum búin að eitra undirstöðu lífs á jörðinni, loft og vatn. Í stað þess að stökkva á fætur og bretta upp ermar þegar ljóst var hvert stefndi hafa viðbrögð okkar ein- kennst af doða og værukærð. Trú- lega vegna þess að við erum ráð- villt og hrædd. Undir óttann kynda leiðtogar heims sem hafa völd til að taka í taumana svo að um munar en finnst það of mikið vesen. Að byrgja brunninn Í öðru samhengi, sem líka snýst um verndun lífs, má greina sambærilegt mynstur. Reglulega berast neyðaróp vegna alvarlegs vanda barnanna okkar; þau eru ólæs, kvíðin, full mótþróa, háð skjátækjum og viður- kenningu samfélagsmiðla, svefn- vana og þunglynd. Í kjölfarið koma tillögur að lausnum; Við þurfum að bæta lestrarkennslu, draga úr skjá- notkun, aga börn og auka við þau sálfræðiþjónustu. Allt eru þetta góðar hugmyndir, rétt eins og þær að flokka rusl og borða minna kjöt til að draga úr loftslagsvánni, en engin þeirra tekur á grunnvand- anum. Og hver er hann? Á sama hátt og lífríkið ræður ekki við koldíoxíðið sem við dælum út í andrúmsloftið eru börn í vanda þegar streituhormónið kortísól fer yfir heilbrigð mörk. Mjög margt í aðstæðum ungra og ósjálf bjarga barna er til þess fallið að valda þeim streitu en óteljandi rannsóknir sýna að árangursríkasta aðferðin til að vernda þau gegn henni er örugg tengslamyndun. Hún byggist á að barn eigi traust og fyrirsjáanlegt samband við fullorðna manneskju sem er fær og viljug til að gefa því tíma, sýna því virðingu og áhuga og hjálpa því með mildi að takast á við mótlæti. Þessu fylgir mikil binding, álag og ábyrgð sem getur gengið nærri fullorðnu manneskj- unni og því þurfa aðrir að styðja við hana, fjölskylda, vinir og stundum fagfólk. Börn sem ganga að slíkri nánd sem vísri byggja upp innra öryggi. Þau verða forvitin og áhugasöm að læra, þola óvissu og skelfast ekki mistök. Kortísóli er haldið í jafn- vægi. Börn sem á hinn bóginn eiga ekki „örugga höfn“ upplifa mun meiri streitu og kortísólið dælist út í líkama þeirra. Sum eru á varð- bergi og láta lítið fyrir sér fara en önnur verða óróleg og kalla á stans- lausa athygli. Öll eiga erfitt með að gleyma sér í leik og námi. Afleiðing streitunnar er kvíði, innra tóm og veik sjálfsmynd sem birtist með hegðunar-, náms- og samskipta- vanda. Eins og í loftslagsmálunum er þekkingin fyrir hendi, spurningin er hvort hún sé of truf landi. Til að stuðla að öruggum tengslum barna þurfum við að gera foreldr- um betur kleift að sinna börnum sínum og styðja við bakið á þeim. Finnst okkur það of mikið vesen? Við þurfum líka að búa svo að leik- skólum og skólum að börn eigi þar „örugga höfn“ hjá vel menntuðu og hæfu fólki sem gefur þeim tíma, hefur með þeim samkennd og þau treysta. Höfum við efni á öðru? Orlof hvað? Það er frekar furðulegt að samfélag líti á það sem almennilegheit við foreldra ungbarna að þeir fái að sinna mest krefjandi verkefni sem fyrirfinnst og enginn er hæfari til en þeir. Kannski liggur skýringin að einhverju leyti í tungumálinu en varla er til vitlausara orð til að lýsa veruleika nýbakaðra foreldra en að kalla hann orlof“. Nær væri að tala um þegnskylduvinnu. Eða hver myndi sækjast eftir orlofi sem væri lýst svona: „Í nokkra mánuði þarftu að taka á þig tekjuskerðingu á meðan þú færð að bera ábyrgð á ósjálf bjarga lítilli manneskju, allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar, halda henni á lífi og koma til þroska. Nætursvefn verður með höppum og glöppum, stundum enginn, og matmálstímar, sturtu- og klósett- ferðir eru háðar vilja litlu mann- eskjunnar. Hún hefur takmarkaða getu til að tjá sig en er afar viðkvæm og þess vegna þarftu alltaf að setja þarfir hennar framar þínum eigin, sama hversu þreytt/ur þú kannt að vera. Þessi viðkvæma mann- eskja getur þó verið hörð í horn að taka. Ef þú skilur hana ekki og gerir henni ekki til hæfis grætur hún og jafnvel öskrar á þig þangað til þú annað hvort rambar á að gera rétt eða þið örmagnist. Krafa er gerð um skapstillingu og ástríki. Alltaf. Ef þú stendur þig illa munuð þið bæði gjalda þess um ókomin ár. Og ef þú upplifir ekki stanslausa hamingju í þessu orlofi er eitthvað að þér.“ Þrátt fyrir að vera stílfærð er þessi lýsing töluvert nær veruleika foreldra en „orlof“. Það er nefnilega ekki nóg að „leyfa“ foreldrum að annast börnin sín. Samfélagið þarf að styrkja þá og taka mið af þekk- ingunni sem við höfum um ófrá- víkjanlega þörf barna fyrir aðra manneskju, þrátt fyrir truflunina sem það veldur. Með því má fyrir- byggja meiriháttar vesen. Vesenið við þekkingu Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir Þeir sem stunda Qigong lífs- orkuæfingarnar vilja að allir njóti sín sem allra best. Það er enn meiri heilsuefling að gera æfingarnar í hóp. Börn sem ganga að slíkri nánd sem vísri byggja upp innra öryggi. Þau verða for- vitin og áhugasöm að læra, þola óvissu og skelfast ekki mistök. Þorvaldur Ingi Jónsson Qigong leiðari og kennari María Manda Ívarsdóttir leiðsögumaður, hönnuður, lista- kona Áður en við förum að hengja upp skilti á frönsku, hindí eða kínversku um allt land þá held ég að við ættum frekar að gera strangari kröfur á að ferðamenn sem hingað koma, hvaðan svo sem þeir eru, séu betur undirbúnir. 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.