Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 20
Segja má að Nissan Juke hafi markað fyrstu sporin í deild sport- legra smájepplinga og eitt er víst að samkeppnin hefur heldur betur harðnað. Hann var þá hannaður fyrir sölu í öllum heimshornum en nýr Nissan Juke er meira hannaður fyrir sölu í Evrópu og er það vel. Nýr Juke er stærri og vígalegri en sá sem hann tekur við af og munar þar mestu um meira hjólhaf, en heildarlengd hans er samt ekki mikið meiri. Talsvert meira hjólhaf Framsætin eru bara óvenju góð miðað við bíl í þessum flokki. Efn- isval er vandaðra en áður og núna er hægt að stilla stýrið fram og aftur líka. Eini ljóðurinn frammí eru lítil hólf og þá sérstaklega hanskahólf og miðjuhólf. Meira hjólhaf þýðir meira fótapláss og þokkalegt rými fyrir tvo fullorðna aftur í og jafnvel eitt barn. Talandi um börn, þá eiga þau þó eftir að kvarta yfir hversu hátt er upp í hliðarrúður og hversu mikið þarf að teygja sig upp í handfangið fyrir afturhurðina, sem er á sama sér- viskulega stað og í C-HR. Skottið er kannski ekki það stærsta en hefur samt stækkað verulega, fer úr 354 lítrum í 422 lítra. Hægt að hækka gólfið sem er kostur, þannig að aftursætin falla alveg slétt niður. Mjög vel búinn Bíllinn er sérlega vel búinn og mættu framleiðendur lúxusbíla fara að taka það sér til fyrirmyndar hversu bílar í þessum flokki eru vel búnir í dag. Hann er með tveimur stórum upplýsingaskjáum, annar þeirra snertiskjár með Apple Carplay og Android Auto. Það er í honum upphituð framrúða, veg- línuskynjari með stýrisaðstoð og 360 gráðu myndavél sem dæmi, en bíllinn sem við vorum með í prófun var N-Connecta útgáfan sem er næst á eftir Tekna. Aðeins ein vél í boði Undirvagn Nissan Juke er sami og í Nissan Micra og Renault Clio. Eina vélin sem er í boði er þriggja strokka bensínvél með forþjöppu en að sögn Nissan er tvinnútgáfu að vænta seinna á árinu. Þótt hún sé aðeins 117 hestöfl er hún merki- Frísklegt útlit og meira fyrir peninginn Nissan Juke kom á markað fyrir níu árum síðan og því var löngu kominn tími á nýja kynslóð. Nýtt útlit Nissan Juke er hvassara og sportlegra en áður og mjó stöðuljósin setja mikinn svip á bílinn. MYNDIR/ ANTON BRINK Þótt vélin sé aðeins eins lítra skilar hún viðunandi afli með forþjöppu. Farangursrýmið er 422 lítrar og hefur stækkað um 68 lítra frá fyrri kynslóð. Búnaðurinn er til fyrirmyndar og allar útgáfur hérlendis koma með stóra upplýsingaskjánum þar sem Visia grunnútgáfan er ekki boðin hérlendis. lega nóg fyrir þennan bíl sem er 25 kg léttari en fyrri kynslóð. Togið er reyndar aðeins 201 Newton- metri og það er smá hik í byrjun en svo kemur aflið vel inn yfir mitt snúningssviðið. Hennar helsti galli er titringurinn sem vart verður við frá strokkunum þremur í lausa- gangi og þegar það reynir á bílinn á lágsnúningi. Það er ekkert fjór- hjóladrif í boði en komin er alvöru sjö þrepa sjálfskipting sem virkar mjög vel. Bíllinn virkar frekar mjúkur í fjöðrun, og leggst aðeins niður á hornin og losar því aðeins afturdekkið á móti. Hægt er að velja um þrjár akstursstillingar, Eco, Normal og Sport sem hafa áhrif á bensíngjöf, stýri og bremsur. Hann er nokkuð snöggur upp á lagið með stýrið í sportstillingunni og vélin kemur frísklegar inn. Stendur sig vel í verði Grunnverð Nissan Juke er 3.790.000 kr en það er fyrir Acenta útfærsluna sem er nokkuð vel búin. BL býður ekki einu sinni upp á ódýrari Visia útgáfuna sem er þá ekki með stóra upplýsinga- skjánum. Hans helstu keppinautar eru Toyota C-HR, Skoda Kamiq og VW T-Roc en Kamiq er ekki í boði enn sem komið er hérlendis. C-HR er mun dýrari í grunninn en hann kostar frá 4.840.000 kr. en grunnverð VW T-Roc er skaplegra eða 4.390.000 kr. Að því sögðu má sjá að nýr Nissan Juke stendur sig sannarlega vel í verðsamkeppn- inni og mikið sem kaupandinn fær fyrir peninginn. KOSTIR OG GALLAR Nissan Juke Grunnverð: 3.790.000 kr Vélarstærð: 999 rsm Hestöfl: 117 Hámarkstog: 202 Newtonmetrar Upptak 0-100 km: 10,4 sek Hámarkshraði: 180 km Eigin þyngd: 1.192 kg L/B/H: 4.210/1.800/1.595 mm Hjólhaf: 2.636 mm Veghæð: 170 mm Farangursrými: 422 l n Búnaður n Sjálfskipting n Aðeins ein vél í boði n Hólf frammí n Handfang fyrir afturhurð KOSTIR GALLAR 4. febrúar 2020 Þriðjudagur6 bílar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.