Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 6
Aðeins í Færeyjum er fæðingartíðni nógu há til að stuðla að náttúrulegri fólksfjölgun. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Hljóðritasjóður Auglýst eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð. Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar. l Hljóðritin skulu kostuð af íslenskum aðilum en mega einnig vera samstarfsverkefni við erlenda aðila. l Athugið að ekki eru veittir framhaldsstyrkir til verkefna sem áður hafa hlotið styrki. l Útgáfa verkefnis má ekki hafa átt sér stað áður en umsókn um styrk berst Hljóðritasjóði. Styrkir eru veittir til ákveðinna verkefna að hámarki til eins árs. Umsóknarfrestir eru tvisvar á ári í mars og september. Næsti umsóknarfrestur er 16. mars kl. 16:00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á www.rannis.is Umsóknum og lokaskýrslum skal skila á rafrænu formi. Stjórn Hljóðritasjóðs Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík Netfang: hljodritasjodur@rannis.is Umsóknarfrestur til 16. mars Kosning um formann Félags íslenskra rafvirkja Komin eru fram tvö framboð til formanns Félags íslenskra rafvirkja til næstu tveggja ára. Þau sem bjóða sig fram eru: Borgþór Hjörvarsson og Margrét Halldóra Arnarsdóttir. Vegna þessa verður framkvæmd rafræn allsherjaratkvæðagreiðsla samkvæmt 39. grein laga Félags íslenskra rafvirkja. Atkvæðagreiðsla hefst þann 10. febrúar 2020, kl. 12.00 og lýkur þann 17. febrúar 2020, kl. 16.00 Kjörgögn verða send með SMS og tölvupósti til þeirra sem sent hafa þær upplýsingar til RSÍ eða FÍR. Einnig er hægt að kjósa í gegnum heimasíður RSÍ og FÍR þegar atkvæðagreiðsla hefst. Eins er hægt að koma á skrifstofu RSÍ á skrifstofutíma meðan á kjör- fundi stendur og fá aðstoð við að greiða atkvæði þar. Þeir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt sem greitt hafa að fullu gjöld til félagsins á næstliðnu ári eða eru gjaldfrjálsir samkvæmt grein 49 í lögum Félags íslenskra rafvirkja. Reykjavík 2. febrúar 2020 Stjórn Félags íslenskra rafvirkja NORÐURLÖND Höfuðborgarsvæðið er fjórða samkeppnishæfasta svæði Norðurlandanna á eftir Osló, Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar, State of the Nordic Region 2020. Skýrslan var unnin af Nordregio sem er rannsóknarstofnun á sviði byggðaþróunar og skipulagsmála. Samanburður er gerður á 74 svæðum á Norðurlöndum og þau metin út frá því hversu vel þeim tekst að laða til sín fjármagn og mannauð. Höfuðborgarsvæðið stendur sérstaklega vel þegar kemur að atvinnuþátttöku og lýðfræðilegri þróun. Það sem dregur svæðið hins vegar niður er takmarkað fjármagn til rannsókna og þróunar. Ef litið er til tímabilsins frá 1990- 2019 hefur fólksfjölgun á Norður- löndunum verið langmest á Íslandi eða tæpt 41 prósent. Heildaríbúa- fjöldi svæðisins var á síðasta ári 27,3 milljónir en var 23,2 milljónir 1990 sem er tæplega 18 prósenta fjölgun. Stóran hluta þessarar fjölgunar, eða um tvo þriðju, má rekja til straums innflytjenda til Norðurlandanna. Á síðasta áratug hefur fæðingar- tíðni lækkað mikið á Norðurlönd- unum og er nú í sögulegu lágmarki á Íslandi, í Noregi og Finnlandi. Aðeins í Færeyjum er fæðingar- tíðnin nógu há til að stuðla að nátt- úrulegri fólksfjölgun. Í umfjöllun um vinnumarkað Norðurlanda er dregin fram mynd af því hvernig hann gæti litið út árið 2040. Lægri fæðingartíðni og lengri lífaldur munu leiða til fækkunar vinnuafls. Þá er talið að um þriðj- ungur núverandi starfa sé í hættu vegna sjálfvirknivæðingar. Norðurlöndin eru þó talin vel í stakk búin til að nýta tækifærin sem í þessum breytingum felast. Skýrsl- an er aðgengileg á vef Norrænu ráð- herranefndarinnar, norden.org. -sar Fólksfjölgun langmest á Íslandi samanborið við hin Norðulöndin BANDARÍKIN Val Demókrata á fram- bjóðanda f lokksins til embættis forseta Bandaríkjanna hófst í gær þegar forval fór fram í Iowa. For- kosningar fara nú fram í hverju rík- inu á fætur öðru fram í júní. Kosið verður í New Hampshire eftir viku og í fjölda ríkja síðari hluta febrúar og í marsmánuði. Landsfundir f lokkanna þar sem kjörmenn útnefna forsetaframbjóðanda hvors f lokks um sig, fara svo fram í júlí og ágúst og sjálfar kosningarnar þann 3. nóvember. Fréttablaðið var farið í prentun áður en úrslit í Iowa voru kunn en þingmaðurinn Bernie Sanders hefur ekki aðeins haft forystu í Iowa sam- kvæmt skoðanakönnunum heldur einnig í New Hampshire þar sem forkosningar fara fram eftir viku. Þótt hvorki Iowa né New Hamp- shire séu í hópi stærstu fylkja Bandaríkjanna og veiti tiltölulega fáa kjörmenn, sýnir sagan að gengi í forvali í þessum fylkjum getur skipt sköpum, ekki síst vegna fjölmiðla- athyglinnar í upphafi forkosninga og þess byrs í seglin sem sigur færir þeim sem hann hlýtur. Frá því að forvalið í núverandi mynd var tekið upp hafa allir útnefndir frambjóðendur f lokks- ins, að Bill Clinton einum undan- teknum, unnið forkosningar í öðru hvoru þessara tveggja fylkja. Þá munu þeir sem unnið hafa for- kosningar í báðum fylkjunum án undantekninga hafa hlotið útnefn- ingu f lokksins. Miðað við kann- anir hefur Sanders því haft sérstaka ástæðu til bjartsýni að undanförnu. Sanders er þó enn fyrir neðan Joe Biden í könnunum á landsvísu þótt fylgi þeirra frambjóðenda sem háð hafa toppbaráttuna undan- farna mánuði hafi verið á töluverðri hreyfingu. Varaforsetinn fyrrver- andi hefur þó haldið forystu sinni í könnunum og þykir líklegastur allra frambjóðendanna til að geta lagt Donald Trump í kosningunum. Þótt Sanders mælist betur í skoð- anakönnunum bendir umræðan vestanhafs til þess að öldungadeild- arþingkonan Elisabeth Warren þyki skáka honum í kjörþokka og vera næstlíklegust á eftir Biden til að geta unnið Trump. Meðal þess sem kannanir í Bandaríkjunum sýna er að stór hluti stuðningsmanna bæði Bidens og Sanders er hrifinn af Warren en um og yfir fimmtíu prósent þeirra segjast myndu fella sig við Warren sem frambjóðanda flokksins verði þeirra frambjóðandi ekki valinn. Stóref na maðu r inn Michael Bloom berg, fyrrverandi borgar- stjóri New York  kom seint inn í baráttuna, en stendur þó framar öðrum frambjóðendum að vígi að því leyti til að hann þarf ekki að treysta á aðra en sjálfan sig um fjár- mögnun kosningabaráttu sinnar. Þótt Bloomberg hafi ekki til- kynnt um framboð sitt fyrr en undir lok síðasta árs mælist hann nú í fjórða sæti með um átta pró- senta fylgi. Nokkur óvissa er hins vegar um áhrif þeirrar ákvörðunar Bloom bergs að sitja hjá í forvali bæði í Iowa og New Hampshire en leggja ofurkapp á kosningar í fjölda fylkja sem fram fara þriðjudaginn 3. mars (e. Super Tuesday). Meðal stórra fylkja sem kosið er í umrædd- an dag eru Texas, Virginía, Kali- fornía og Colorado. Kannanir hafa mælt Bloomberg með um þrettán prósenta fylgi í þeim kosningum sem fram fara á þeim degi, aðeins einu prósenti minna en Elisabeth Warren. adalheidur@frettabladid.is Röðin loks komin að bandarísku þjóðinni Flokksmenn bæði Rebúblikana og Demókrata í Bandaríkjunum fá nú loksins að velja úr hópi frambjóðenda sem óska eftir útnefningu síns flokks í forseta- kosningum sem fara fram í nóvember. Demókratar í Iowa riðu á vaðið í gær. Í Iowa nýtur Sanders mestrar hylli en hann tapaði þar nokkuð óvænt fyrir Hilary Clinton árið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA. Rebúblikanar voru einnig með forval í Iowa í gær og forkosningar verða í flestum fylkjum Banda- ríkjanna þótt fátt bendi til annars en flokkurinn tefli sitjandi forseta fram. Fólksfjölgun hér á landi er 41 prósent frá árinu 1990. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.