Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 21
HLEÐSLU- STÖÐVAR Eigum úrval hleðslustöðva fyrir heimili, húsfélög og fyrirtæki. Hagstætt verð, gæði og falleg hönnun. Ískraft - sérfræðingar í hleðslustöðvum. Smiðjuvegur 5 / 200 Kópavogur www.iskraft.is / Sími 535 1200 EO hleðslustöðvarnar eru frábær lausn fyrir rafbílaeigendur. Þessar hleðslustöðvar sameina gæði og hagstætt verð í fallegri hönnun sem vakið hefur verðskuldaða athygli í Evrópu. Konur í Sádi-Arabíu flykkjast nú á göturnar eftir að hafa loksins fengið leyfi til að keyra þar í landi. Þær eru orðnar algeng sjón á fjórhjóla ökutækjum en konur á mótorhjólum eru það ekki, segir í grein í netútgáfu Arab News. Elena Bukaryeva er reyndur mótorhjólakennari og hefur opnað Bikers Skill Institute mótorhjóla- skólann í Riyadh sem var fyrsti ökuskólinn til að bjóða upp á þess háttar kennslu í Sádi-Arabíu. Hún er eini mótorhjólakennarinn þar í landi sem kennir nú konum á mótorhjól, sem langar að leggja það fyrir sig. Skólinn býður upp á allar gerðir af mótorhjólanám- skeiðum fyrir götuhjól jafnt sem torfæruhjól og kostar hvert námskeið 2-400SR eða 25-50.000 IKR. „Hingað til hafa 43 konur frá nokkrum löndum, 20 þeirra frá Sádi-Arabíu en afgangurinn frá öðrum arabalöndum eins og Egyptalandi og Líbanon, tekið þátt í mótorhjólanámskeiðum okkar síðan að akstursbanni fyrir konur var aflétt,“ segir Bukaryeva. Námskeiðin eru eins og í löndum Evrópu og byggja á grunnatriðum mótorhjólaaksturs með bæði bóklegum og verklegum kennslu- stundum. „Við kennum á minni gerðir mótorhjóla svo að nem- andinn nái meiri færni og lengd verklegra kennslustunda fer eftir Konur taka nú mótorhjólapróf í Sádi-Arabíu 43 konur hafa tekið þátt í fyrsta mótorhjólanámskeiðinu í Riyadh sem skipulagt er af mótorhjólakennara frá Úkraínu. Elena Bukaryeva er mótorhjólakennari frá Úkraínu og kennir konum í Sádi-Arabíu á mótorhjól. MYNDIR/ARAB NEWS Námskeiðin kenna grund- vallaratriði mótorhjóla- aksturs án þess þó að veita þátttakendum ökuskírteini enn sem komið er. getu hvers og eins, þar til viðkom- andi hefur náð tilætlaðri færni á mótorhjólið,“ segir Bukaryeva. „Reynslan hefur sýnt að konur fá fullan stuðning í konungdæminu og jafnvel aðstoð frá karlkyns mótorhjólamönnum,“ segir Bukaryeva enn fremur. Samgöngu- yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa þó ekki gefið út nein ökuskírteini til kvenna eins og er. „Þær konur, sem er mjög í mun að fá ökuskírteini, hafa farið til nágrannaríkisins Bahrain,“ sagði Bukaryeva. Það var auglýsing Jeep fyrir Gladiator pallbílinn sem varð hlut- skörpust í vinsældavali áhorf- enda fyrir Super Bowl keppnina. Auglýsingar á úrslitakeppninni vekja ávallt mikla athygli og nota framleiðendur oft keppnina til að hrinda auglýsingaherferðum af stað. Jeep var með 60 sekúndna auglýsingu sem kallaðist Ground- hog Day þar sem að leikarinn Bill Murray endurvakti veðurfræðing- inn Phil Connors úr samnefndri mynd. Þar mátti einnig sjá Stephen Tobolowski sem tryggingasölu- manninn Ned Ryerson og Brian Doyle-Murray með pípuhattinn sem stjórnanda hátíðarinnar. Auglýsingin var tekin í Highdive í Woodstock sem er í nágrenni Chicago þar sem myndin var tekin upphaflega. Fóru upptökur fram viku fyrir keppnina og hvíldi mikil leynd yfir tökunum. Bæði Super Bowl og dagur múrmeldýrsins lentu á sama deginum í ár, hinn 2. febrúar.  Auglýsing Jeep Chrysler vinsælust á Super Bowl Bill Murray þótti meira við hæfi að velja nýjan Jeep Gladiator þegar hann rændi múrmeldýrinu núna. Þriðjudagur 4.febrúar 2020 bílar 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.