Fréttablaðið - 04.02.2020, Page 36

Fréttablaðið - 04.02.2020, Page 36
Óskarsbikarinn einn eftir Stjörnurnar klæddust sínu fínasta pússi þegar BAFTA-verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld og Hildur Guðnadóttir tónskáld hélt áfram sigurgöngu sinni. Katrín hertogaynja mæti í kjól frá árinu 2012. Hildur sló í gegn á Bafta Hildur Guðnadóttir hlaut verðlaun fyrir bestu tónlist í kvikmynd og þótti bera af í klæðavali að mati Vogue, einu virtasta tískutímariti heims. Móðir hennar og sonur munu fylgja henni til Los Angeles þar sem góðar líkur eru taldar á að hún muni hampa Óskarsverðlaununum á sunnudaginn. – ssþ Já, fannst þér hann ekki f lottur?“ spurði Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir H i l d a r G u ð n a - dóttur, þegar Frétta- blaðið náði sambandi við hana á heimili Hildar í Berlín til þess að for- vitnast um kjólinn sem kvikmyndatónskáldið klæddist þegar hún tók við BAFTA-verðlaun- unum fyrir tónlistina í Joker. „Hönnuðurinn heitir Lever Couture og er frá Úkraínu og mér skilst að kjóllinn hafi verið fenginn að láni frá safni án þess að ég þori að fullyrða það,“ segir Ingveldur og bætir við að ekki fari mikið fyrir þessum hönnuði um þessar mundir og að Hildur hafi fengið kjólinn í gegnum sambönd sín við snyrtivöruframleiðandann Dr. Hauschka. Þar sem ekki er komið að tómum kofanum hjá Ingveldi þegar hátíðarkjólar Hildar eru annars vegar var óhjákvæmilegt annað en forvitnast um hvort hún vissi í hverju Hildur ætlar að vera á Óskarnum. „Nei, ég veit það ekki. Chanel vildi lána henni kjól og það eru því einhverjir kjólar sem koma til greina.“ Karim Sattar, alþjóðlegur förð- unarfræðingur Dr. Hauschka, hefur séð um förðun Hildar í verð- launaatinu undanfarið og Ingveldur segir þeim Hildi hafa orðið vel til vina. „Hann Karim þekkir þennan hönn- uð eitthvað og reddaði henni þessum kjól,“ segir Ingveldur amma, sem er búin að dvelja í Berlín í rúma viku. „Amman er búin að vera að passa drenginn, Kára son hennar Hild- ar, og hundinn,“ heldur Ing veldur áfram og bætir við að ekki hafi veitt af því að létta aðeins á álaginu á Hildi. „Hún er svo rosalega upptekin. Ég er búin að vera hérna hjá henni í rúma viku og hún er búin að halda tvenna tónleika líka. Það bættist ofan á. Chernobyl-tón- leikar sem voru ákveðnir með hálfs árs fyrirvara. Þetta er alveg svakaleg keyrsla,“ segir Ingveldur og bætir við að í dag fljúgi þau Kári til Los Angeles. „Hún bauð mömmu sinni og drengnum með. Kári er ægilega montinn af mömmu sinni. Hann spilar fótbolta og keppnismaður- inn sem hann er kallar verðlaunin bikara. Þannig að mamma hans sankar að sér bikörum og þeir eru allir á kommóðunni við rúmið hjá honum. Hann fær að hafa þetta hjá sér, keppnismaðurinn. Þetta er mikið metnaðarmál fyrir hann.“ – þþ  Mamma raðar inn bikurunum Á verðlaunin sjálf mætti Hildur í kjól frá úkraínska tískumerkinu Lever Couture, en hann var í línu merkisins frá 2018. Vogue valdi Hildi sem eina af þeim best klæddu á hátíðinni. Hildur mætti í veislu fyrir tilnefnda á laugardeginum sem fram fór í Kensington-höll. Hún var klædd silkikjól frá ís- lenska hönnuðinum Hildi Yeoman. MYNDIR/NORDIC PHOTOS Best klæddu stjörnur kvöldsins Athygli vakti að Katrín Middleton hertogaynja klæddist kjól sem hún hafði verið í á viðburði fyrir átta árum. Það kom ekki að sök, þar sem hún er ofar- lega á listum helstu tískumiðla yfir best klæddu stjörnur kvöldsins. – ssþ Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar, fylgir ömmu- stráknum Kára til Los Angeles. Katrín hertogaynja var í kjól frá Alexander McQueen. Hún hafði áður klæðst kjólnum árið 2012. Kjólnum hafði lítil- lega verið breytt. Axlirnar voru formaðri og ermarnar ekki gegn- sæjar. Breska leikkonan Daisy Ridley var töff í smar- agðsgrænum kjól. Leik- konan Zoe Kravitz vakti athygli í þessum gyllta kjól frá Saint Laurent. Leikkonan og fyrirsætan Jodie Turner-Smith var í heiðgulum kjól. Vinkonar hennar Na- omie Ackie var flott í þessum ljósgræna kjól. Renée Zellweger trónir á toppi lista flestra eðlendra tískumiðla yfir best klæddu stjörnur kvöldsins. 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.