Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.02.2020, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/ SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@ frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÉG Á SVO AÐ KYNNA EITTHVAÐ AF ÞESSU LÍKA, ÚTSKÝRA AÐEINS SPILVERKIÐ, STUÐMENN, HREKKJUSVÍNIN OG SVO VONANDI SJÁLFAN MIG. ÉG SAMDI LAGIÐ EFTIR PÖNTUN MEÐ EIGIN- LEGA ÞEIRRI EINU KVÖÐ AÐ ÞAÐ YRÐI AÐ VERA VIÐ KVÆÐI EFTIR HANNES HAFSTEIN. – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS *Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019. Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019 Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendinga lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU Þótt Valgeir Guðjónsson hafi, meðal annars sem hrekkjusvín og stuð-maður mikill, komið víða við á tónlistarferli sem teygir sig yfir svo gott sem hálfa öld er fólk sjálfsagt almennt líklegra til þess að tengja hann við popplög í g-dúr frekar en kórsöng. Lög hans hafa þó í seinni tíð hljómað æ oftar hjá kórum víða um land og nokkur þeirra orðið fastir liðir hjá kirkjukórum og Valgeir segir aðspurður að líklega sé orðið óhætt að tala um hann sem stuð- sálmaskáld. „Ég er búinn að semja dálítið af lögum sem hafa hentað vel fyrir kóra að syngja og það er mjög skemmtilegt,“ segir Valgeir og rekur þessa þróun til þess að hann hafi verið að „afpoppa“ sig með því að „leita meira í mínar músíkrætur,“ sem hann segir miklu frekar hafa komið upp úr einhvers konar þjóð- lagatónlist. „En ég fór svo strax í bítlið í gaggó og svo vatt það nú upp á sig,“ segir Valgeir þegar hann rifjar upp „að það var stofnuð hljómsveit í Hamra- hlíðinni“ og Stuðmenn urðu til. „Það átti nú bara að tjalda þessu til einnar nætur en ég held að næt- urnar skipti orðið þúsundum og ég var nú ekki alltaf með.“ Hálfrar aldar afmæli Stuðmanna er handan við hornið en Valgeir talar þó um yfirvofandi hátíðarhöld af því tilefni sem framtíðarmúsík sem komi í kjölfar kórtónleika í Langholtskirkju á laugardaginn. Söngmusteri í Sólheimum „Laugardag ur inn verður ansi skrautlegur. Langholtskirkja er mikið söngmusteri og þar eru held ég vel á þriðja hundrað meðlimir í sex kórum þar sem yngstu kórfélag- arnir eru fjögurra ára,“ heldur Val- geir áfram en lög hans verða ýmist f lutt af aðskildum eða blönduðum kórum í kirkjunni. „Ég hef búið um sex ára skeið á Eyrarbakka þar sem við Ásta Kristrún, eiginkona mín, rekum menningarhúsið Bakkastofu ásamt af komendum,“ segir Valgeir sem ætlar að þeytast milli Langholts- kirkju og Hannesarholts með gítar- inn á lofti í hressilegri kaupstaðar- ferð þeirra hjóna þar sem seinni tíma músíktilraunir hans munu fá að njóta sín. „Barnakórarnir verða með mér í Langholtskirkju og það er nú alltaf afskaplega fallegt form að heyra. Ég syng með þeim og svo syngja þau sjálf og ég hef nú verið að rifja upp lög sem ég hef ekki sungið lengi. Ég á svo að kynna eitthvað af þessu líka, útskýra aðeins Spilverkið, Stuð- menn, Hrekkjusvínin og svo von- andi sjálfan mig. Mærðarsteypa Jónasar Að kirkjutónleikunum loknum tekur Valgeir stefnuna á Hannesar- holt þar sem hann frumflytur nýtt lag sem hann samdi við Hraun í Öxnadal, þekkt ljóð Hannesar Haf- steins um Jónas Hallgrímsson.“ „Ég samdi lagið eftir pöntun með eiginlega þeirri einu kvöð að það yrði að vera við kvæði eftir Hannes Hafstein,“ segir Valgeir en tilefnið er sjö ára afmæli menningarhússins. „Ég samdi þetta um um ára- mótin og hékk dálítið yfir þessu fullur metnaðar enda á Jónas allt gott skilið. Hann samdi kvæði sem byrjar á þessum tveimur línum: „Þar sem háir hólar, hálfan dalinn fylla“ og svo fer hann bara í ein- hverja svona mærðarsteypu en Hannes gerir þetta svo fallega og af svo mikilli virðingu þótt hann hafi náttúrlega verið karlmannlegt skáld með af brigðum.“ „Ef veðrið er gott vonast ég til að geta fengið eitthvað af krökkunum úr kórnum til að koma og syngja þetta en annars geri ég það bara sjálfur með Völu, dóttur minni, og okkar litla þriggja gítara bandi sem við höfum verið að leika okkur með við að taka lög eftir mig og Völu sem er óskaplega slyngur lagasmiður.“ toti@frettabladid.is Sálmastuðmaðurinn leitaði músíkrótanna Valgeir Guðjónsson leitaði músíkrótanna til að „afpoppa“ sig og uppskar þá lög sem falla vel að kórsöng. Hann spáir ansi skraut- legum laugardegi þegar lög hans munu óma í Langholtskirkju. Valgeir vildi heiðra Hannes og Jónas með því að gera Hraun í Öxnadal söngvænna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.