Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 9 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 Þjóðin syrgir hinn ástsæla Ragnar Bjarnason sem lést í fyrrakvöld. Sjá síðu 32 FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ragnar Bjarnason 1934 - 2020 Hefur þú prófað nýju kjúklingasteikurnar? VIÐSKIPTI Úrvalsvísitalan hefur lækkað um rúmlega 6 prósent frá byrjun vikunnar, eftir því sem COVID-19 kórónaveiran hefur breiðst út um Evrópu. Hagfræð- ingar segja hættu á töluverðum nei- kvæðum áhrifum á ferðaþjónustu og utanríkisviðskipti. Áhrifin geti þrýst á stjórnvöld að bregðast við með afgerandi hætti. „Þetta er náttúrulega mjög erfið tímasetning fyrir íslenska þjóðarbúið sem var þegar komið í afturkipp,“ segir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri greiningar- fyrirtækisins Analytica, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að kórónaveiran geti haft mikil áhrif í gegnum ferðaþjónustuna á meðan margir treysta sér ekki til að ferðast. – þfh / sjá síðu 8 Mikil áhrif kórónaveiru á þjóðarbúið ÁRBORG Bæjarstjórn Árborgar deilir nú um hvernig staðið var að endur- bótum á Ráðhúsinu. Hófust þær árið 2019 og féllu ekki innan þáverandi fjárhagsáætlunar og hafa síðan farið langt fram úr kostnaðar áætlun. Sagt er að upphaflega hafi verið samþykkt að veita 5 milljónir króna til vissra verka, en að framkvæmdin hafi undið verulega upp á sig og endi í um 100 milljónum. Minnihluti Sjálfstæðismanna vill að gerð verði óháð úttekt á embættisfærslum vegna fram- kvæmdanna. Skoðað verði hvort farið haf i verið að ákvæðum sveitarstjórnarlaga um valdmörk, hvort útboðsskylda haf i verið virt og hvernig staðið var að vali á arkitektastofunni sem kom að verkinu. – khg / sjá síðu 4 Kostnaður fór langt fram úr áætlunum Þetta er sama óráðsía og í borgar- stjórn Reykja- víkur. Gunnar Egilsson, oddviti Sjálf- stæðismanna Þetta er náttúrulega mjög erfið tíma- setning fyrir íslenska þjóðarbúið sem var þegar komið í afturkipp. Yngvi Harðarson HEILBRIGÐISMÁL Um fjögur hund- ruð Íslendingar erlendis hafa skráð sig á tæpum sólarhring í gagnagrunn utanríkisráðuneyt- isins vegna COVID-19 veirunnar. „Þessar viðtökur komu okkur í raun í opna skjöldu,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafull- trúi utanríkisráðuneytisins. Markmiðið með gagnagrunn- inum er að yf irvöld geti með skjótum hætti komið upplýsing- um til Íslendinga sem staddir eru á erlendri grundu. „Það er ekki ætlunin að vera með daglegar uppfærslur á stöðu mála, heldur frekar að tilkynna fólki um mikil- vægar breytingar á stöðu mála þar sem það er statt,“ segir Sveinn. Hann segir að skráningar hafi borist frá öllum heimshornum en þó f lestar frá Tenerife. „Það þarf ekki að koma neinum á óvart. En að auki hafa borist skráningar frá Danmörku, Taílandi og Rúanda svo einhver lönd séu nefnd. Það er greinilegt að útbreiðsla veirunn- ar er ofarlega í huga þeirra sem staddir eru utan landsteinanna,“ segir Sveinn. Sóttvarnalæknir hefur varað við ónauðsynlegum ferðum til Suður-Kóreu, Írans, Kína og fjög- urra héraða á Norður-Ítalíu. Ekki er mælst til þess að fólk hætti við ferðir til Tenerife, en hvatt er til sérstakrar varúðar þegar ferðast er til eyjunnar sólríku. Það sama gildir um ferðir til annarra svæða á Ítalíu og til Japans, Singapúr og Hong Kong. Alls hafa 38 ein staklingar ver- ið rann sak að ir af sýkl a- og veir u- fræð i deild hér á land i vegn a gruns um smit, en eng inn þeirr a reynd- ist vera með veir un a. Í gær staðfesti utanríkisráðu- neytið að tíu Íslendingar væru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace- hótelinu á Tenerife. Fjögur stað- fest smit hafa komið upp á hótel- inu. – bþ Skrá sig í hrönnum í gagnagrunn yfirvalda Það er greinilegt að útbreiðsla veirunn- ar er ofarlega í huga þeirra sem staddir eru utan land- steinanna. Sveinn H. Guð- marsson, upp- lýsingafulltrúi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.