Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 13
Frá degi til dags
Halldór
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Má svo sem
til sanns
vegar færa að
best sé að
ríkisstjórn
sem iðulega
gerir meira
ógagn en
gagn sé sem
aðgerða
minnst.
Handan
hornsins bíða
okkar önnur
risastór
verkefni sem
þessari
ríkisstjórn er
ekki treyst
andi fyrir.
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Auglýst var eftir ríkisstjórninni á Alþingi í vikunni. Það gerði sá athuguli þingmaður Viðreisnar Þorsteinn Víglundsson. Hann hafði tekið eftir því að ríkisstjórn sem áformaði að leggja fram 48 mál í janú ar og fe brú ar hefur
einungis lagt fram fimm. Einhver myndi kalla þetta
kulnun í starfi, hér áður fyrr hét þetta víst leti.
Þingmaður Viðreisnar spurði hvort rík is stjórn
in hefði lagt niður störf, eða kannski farið í langt
vetrar frí. Hann vildi vita hvar hún væri niðurkomin.
Svo heppilega vildi til að að minnsta kosti einn þing
maður Sjálfstæðisflokks var á Alþingi, vinnustað
sínum, þennan dag. Sá heitir Birgir Ármannsson og
varð heldur stúrinn vegna þess að stjórnarandstöðu
þingmaður hafði tekið eftir því hversu verklítil þessi
ríkisstjórn raunverulega er. Birgir kom ríkisstjórn
inni til varnar. Hann sagði að sú rík is stjórn væri ekki
endilega best sem legði fram flest frum vörp og sam
þykkti f lest mál. Má svo sem til sanns vegar færa að
best sé að ríkisstjórn sem iðulega gerir meira ógagn
en gagn sé sem aðgerðaminnst. Almenningur fær þá
allavega frið fyrir henni á meðan.
Það er þó ekki eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar
fái ekki hugmyndir, þær eru bara svo oft ekki nægi
lega góðar. Mikið væri nú gaman ef ráðherrar
landsins myndu vakna einn morguninn, hugsa um
fegurð landsins og mikilvægi náttúruverndar og
heita sjálfum sér því að gerast talsmenn náttúrunnar
og leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir verndun
hennar. Enga Hvalárvirkjun á minni vakt, takk fyrir!
En þannig vakna ráðherrar ekki, nema kannski
umhverfisráðherrann velviljaði stutta stund, svona
rétt áður en hann rankar við sér í hinum ískalda
raunveruleika og man að hann er í ríkisstjórnarsam
starfi með flokki virkjanasinna, Sjálfstæðisflokkn
um, og öðrum flokki, Framsóknarflokki, þar sem
orðið náttúruvernd hefur nákvæmlega ekkert vægi.
Mikið væri líka gott ef dómsmálaráðherra landsins
myndi svo vakna endurnærður og segja við sjálfan
sig: Nú ætla ég að tala af einlægni máli þeirra for
eldra sem hingað leita í neyð í von um að geta boðið
börnum sínum nýtt og betra líf. Ég ætla að segja eins
og Píratinn sagði á þingi á dögunum þegar hann
mótmælti brottvísun íranska trans piltsins Mani:
Dyflinnarreglugerðin, bla, bla, bla – og bæta síðan
við: Breytum skipulaginu!
Þetta mun ekki gerast. Hins vegar fékk nýsköpun
arráðherrann hugmynd sem kynnt var í sömu viku
og þingmaður Viðreisnar lýsti eftir ríkisstjórninni.
Ráðherrann ætlar að leggja niður Nýsköpunarmið
stöð Íslands og finna verkefnum innan hennar annan
farveg. Þetta hljómar eins og hugmynd ráðherra sem
hefur lítið við að vera. Er þetta virkilega brýnt hags
munamál fyrir íslenska þjóð? Sjálfsagt útskýrir ráð
herra nauðsyn þessa á þingi í löngu og staglkenndu
máli, á þann hátt að enginn verður nokkru nær.
Kannski er öllum fyrir bestu að þessi ríkisstjórn sé
sem aðgerðaminnst.
Hvar er
ríkisstjórnin?
Erum með mikið úrval af allskonar
bílaverkfærum á frábæru verði!
ViAir 12V loftdælur
í miklu úvali.
Hleðslutæki
12V 6A
6T Búkkar
605mm Par
Jeppatjakkur
2.25t 52cm.
Omega
Viðgerðarkollur
4.995
9.999
17.995
7.495
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
Það kostaði blóð, svita og tár að komast til valda, sagði Bjarni Benediktsson eftirminnilega í Silfrinu um helgina.
Ólíkt Winston Churchill, sem sagðist ekkert geta
boðið þjóð sinni nema blóð svita og tár, í viðleitni
til að þjappa henni saman á ögurstundu, notaði for
maður Sjálfstæðisflokksins þessi orð til að útskýra
erfiðið sem stjórnarflokkarnir þurftu að leggja á sig
til að komast í ríkisstjórn. Það réttlætti það, að hans
mati, að halda þingkosningar eins seint og mögulegt
er – þrátt fyrir að hefð sé fyrir vorkosningum á Íslandi
og augljósum kostum þeirra. Nægir að nefna þann
tíma sem tekur að semja vönduð fjárlög.
Líklega er formaður Sjálfstæðisflokksins ekki bjart
sýnn á úrslit næstu kosninga og það kemur ekkert á
óvart að Sjálfstæðismenn vilji ríghalda í ráðherra
stólana, nú þegar fálkanum er að fatast f lugið.
Hvort sem kosið verður að vori eða hausti 2021 er
mikilvægast að skipta um kúrs. Formenn stjórnar
flokkanna sögðu ríkisstjórnina myndaða um póli
tískan stöðugleika. Útkoman varð frekar pólitísk
stöðnun.
Þegar stjórnmálamenn tala um „blóð, svita og tár“
fer betur á því að það sé í þágu almannahagsmuna
en ekki til að vorkenna sér yfir því hversu erfitt hafi
verið að komast til valda.
Verkefnin eru ærin. Við þurfum nú þegar að jafna
lífskjör í landinu. Sjá til þess að fólk á lágum og meðal
launum hafi meira öryggi og fjárhagslegt svigrúm í
dýru landi. Minnka skerðingar og jaðarskatta. Til
þess þarf ríkasta og eignamesta fólk landsins að leggja
aðeins meira af mörkum.
Handan hornsins bíða okkar önnur risastór verk
efni sem þessari ríkisstjórn er ekki treystandi fyrir.
Við verðum að horfast í augu við loftslagsvandann.
Við verðum að mæta fyrirsjáanlegum þjóðfélags
breytingum samfara nýrri tækni með stórsókn í
menntun, rannsóknum og nýsköpun. Styðja við lítil
fyrirtæki og skapa fjölbreytt störf.
Verkefni næsta árs er að mynda ríkisstjórn um
jöfnuð og framfarir. Samfylkingin er klár í slaginn.
Blóð, sviti og tár
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
Jöfnuður og réttlæti
Dómsmálaráðherra stefnir að
því að leggja niður mannanafna-
nefnd, hina miklu grýlu sem
fylgt hefur þjóðinni í rúma öld.
Loksins verður þjóðinni treyst
fyrir að nefna börnin sín. Nú
megum við heita Satan, Snati,
Szczepa eða hvað sem við viljum.
Sjálfsagt munu einhverjir spyrna
við og reyna að kæfa og ófrægja
frumvarpið. Sér í lagi fólk með
ættarnöfn, bláblóðungar Íslands.
Lengi hafa Thorsarar, Briemarar,
Blöndalar og Thoroddsenar
staðið varðstöðu um manna-
nafnanefnd og einokun ættar-
nafna. Ber því að fylgjast vel með
Ingu Sæland, Kolbeini Proppé og
Sigríði Andersen næstu vik-
urnar. Hér er mesta jafnaðar- og
réttlætismál sögunnar á ferðinni,
því ef frumvarpið nær í gegn geta
allir orðið ríkisbubbar.
Óþægileg sóttkví
Tíu Íslendingar eru fastir í
sóttkví á lúxushóteli á Tenerife.
Þúsund gestir eru á hótelinu
og þegar hafa fjögur smit verið
staðfest. Ætla mætti að mikil-
vægt væri að takmarka samneyti
hótelgesta eins og hægt er. En
það virðist öðru nær. Miðað
við frásögn Íslendings á hótel-
inu flatmaga sumir gestir við
hótelsundlaugina og borða svo
saman í mötuneytinu. Vonandi
taka landar vorir ytra upp stífa
einangrunarstefnu, halda sig inni
á sínum Egilshallar-herbergjum
og freista þess að klára Netflix á
næstu tólf dögum.
kristinnhaukur@frettabladid.is
2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN