Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 23
S Í G I L D K Á P U B Ú Ð
Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is
Fylgið okkur á FB
NÝ BASIC DRESS FRÁ
GERRY WEBER
– FALLEG HÖNNUN
10%
kynningarafs
láttur
til 10. mars
Óhætt er að fullyrða að Hildur sé fjölhæf leikhús-listakona. „Ég er sviðslista-
kona, leikskáld, móðir og nú síðast
leikmynda- og búningahönnuður
í leiksýningunni Mæður sem er
sýnd í Iðnó um þessar mundir.“
Þá er ýmislegt sem kveikir
áhuga þessarar hæfileikaríku
konu. „Ég hef mikinn áhuga á öllu
sem við kemur listum, hönnun,
tísku, barnauppeldi, sálfræði og
heilsu.“
Hefurðu áhuga á tísku?
„Já, en ég myndi ekki segja að ég
fylgi öllum tískustraumum. Ég hef
með tímanum skapað minn eigin
stíl og er því síður móttækileg
fyrir tískubylgjum. En skynditíska
(e. fast fashion) gengur svolítið út á
það að gera klæðnað úreltan með
nýjum tískustraumum svo við
finnum okkur knúin til að kaupa
alltaf nýtt.“
Hvenær kviknaði sá áhugi?
„Ég hef alltaf haft sterkar skoð-
anir á því hverju ég klæðist. Sem
barn á leikskóla tók ég ekki annað
í mál en að ráða mínum klæðnaði
sjálf. Ég var mjög mikið í umfangs-
miklum ballkjólum í leikskólan-
um. Ég gerði samning við mömmu,
um að hún mætti ráða útifötunum
og ég innifötunum. Seinna fór ég
í uppreisn gegn kjólum og glingri
og tók tímabil sem krakki þar sem
ég klæddist köflóttum skyrtum og
gallabuxum með stórri sylgju.
Ég dýrkaði Ruth Reginalds
þegar ég var barn og núna er
Móeiður Ronja, sex ára dóttir mín,
farin að hlusta mikið á barnaplöt-
urnar hennar sem komu út 1976
og 1977. Ég fattaði um daginn að
ég á næstum sama dress og Ruth
er í framan á plötunni sem kom út
’77 en þar er hún með sixpensara,
í hvítum smekkbuxum og opnum
skóm með þykkum botni. Ég held
að sú ljósmynd hafi haft djúp-
stæð áhrif á mig, mér fannst hún
svo óendanlega töff. Síðan þá má
segja að ég hafi verið algjör sökker
fyrir 70’s tísku, tónlist, litum,
mynstrum og bara öllu sem við
kemur áratugnum.“
Hvernig myndir þú lýsa stílnum
þínum?
„Afslappaður en á sama tíma
stundum dramatískur. Mér finnst
til dæmis gaman að raða saman
ólíkum flíkum og klæði mig
stundum eins og ég sé að fara að
leika í tónlistarmyndbandi. En ég
er eins og allir aðrir og klæði mig
misjafnlega eftir því hvernig mér
líður. Þar spilar tíðahringurinn
líka stóran sess. Ef ég er í stórri
hettupeysu og gallabuxum þá er
ég líklega á um það bil degi 29.“
Eyðirðu miklu í föt?
„Nei ekkert rosalega. Ég splæsi
stöku sinnum í dýra f lík en ég
kaupi að mestu notað og ódýrt. Ég
hef lengi verið mikill grúskari og
ég fagna nýjum verslunarháttum
Íslendinga með tilkomu loppu-
búðanna.
Ég kaupi til dæmis nær ein-
göngu notað á dætur mínar, sér-
staklega þá yngri sem er að verða
eins árs. Ég sjálf dýrka að fara á
nytjamarkaði og róta og gramsa.
Ég get gleymt mér í þannig grúski
í marga klukkutíma. Ég hugsa að
ég fái það sama út úr því og fólk
fær andlega út úr því að fara í
ræktina.“
Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir
hjordiserna@frettabladid.is
Hildur er hér í
fötum sem hún
segir minna sig
á söngkonuna
Ruth Reginalds.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Hildur reynir eftir fremsta megni að kaupa notuð föt fremur en ný.
Framhald af forsíðu ➛
Netverslun www.belladonna.is
ER FLUTT Á NETIÐ OG
SAMEINAST BELLADONNA
SKEIFUNNI 8
SÖMU GÓÐU VÖRURNAR OG ENN MEIRA TIL
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R