Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 35
LEIKHÚS
Útsending
Þjóðleikhúsið
Höfundur leikrits: Lee Hall.
Byggt á kvikmyndahandriti eftir
Paddy Chayefsky
Leikstjóri: Guðjón Davíð Karlsson
Leikarar: Pálmi Gestsson, Birgitta
Birgisdóttir, Þröstur Leó Gunn-
arsson, Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir, Hallgrímur Ólafsson,
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Atli Rafn
Sigurðarson, Sigurður Sigurjóns-
son, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Örn
Árnason, Snæfríður Ingvarsdóttir,
Arnar Jónsson, Edda Arnljóts-
dóttir, Baldur Trausti Hreinsson,
Hildur Vala Baldursdóttir og Gunn-
ar Smári Jóhannesson
Leikmynd: Egill Eðvarsson
Búningar: Helga I. Stefánsdóttir
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Tæknihönnun: Björn Helgason
Tónlist: Eðvarð Egilsson
Hljóðmynd: Aron Þór Arnarsson,
Kristján Sigmundur Einarsson og
Eðvarð Egilsson
Myndbönd og grafík: Ólöf Erla
Einarsdóttir
Þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson
Fréttastofur eru jafnaðar við jörðu
og hringleikahús byggð í staðinn.
Forsetar eru kosnir með aðstoð
áróðurssjónvar psstöðva. Spá-
menn ljósvakans hræða líftóruna
úr áhorfendum sínum á meðan
þeir selja fæðubótarefni á heima-
síðum sínum. Kynlíf og dauði selja
auglýsingar. Áhorf skiptir öllu.
Útsendingin er í beinni allan sólar-
hringinn. Þetta er fjölmiðlafrum-
skógur nútímans og hugmyndir
sem eru tæklaðar í Útsendingu sem
er leikstýrt af Guðjóni Davíð Karls-
syni á Stóra sviði Þjóðleikhússins.
Kveikir undir brjálseminni
Kvikmyndin Network var frum-
sýnd árið 1976 og margt hefur
breyst í samfélaginu á síðustu 44
árum, sérstaklega hvað samfélags-
miðla varðar, en mannskepnan er
ávallt söm við sig. Kvikmyndahand-
ritið var skrifað af Paddy Chayefsky
en Lee Hall skrifaði aðlögun fyrir
svið árið 2017, hann aðlagaði einn-
ig Shakespeare verður ástfanginn. Á
yfirborðinu snýr söguþráðurinn að
uppgjöf, upphafningu og örlögum
fréttaþularins Howards Beale en
fjallar líka um umbreytingu frétta-
f lutnings í heiminum síðustu ára-
Dauðans skemmtun
Hér vantar fjörið, tætinginn og orkuna, segir gagnrýnandi um Útsendingu. MYND/HÖRÐUR SVEINSSON
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
27. FEBRÚAR 2020
Hvað? Tónleikar
Hvenær? 12.00
Hvar? Fríkirkjan í Reykjavík
Þórunn Elfa Stefánsdóttir sópran
og Julian Hewlett píanóleikari
f lytja bandarísk sönglög. Aðgangs-
eyrir er 1.500 krónur (ekki er tekið
við greiðslukortum).
Hvað? Ráðstefna
Hvenær? 13.00-17.00
Hvar? Hátíðarsalur Háskóla Íslands.
Samtal um þjóðaröryggi: Fjöl-
þáttaógnir. Ráðstefnan fer fram á
ensku.
Hvað? Myndlistarsýning
Hvenær? 17.00
Hvar? Borgarbókasafnið | Menn-
ingarhús Kringlunni
Á sýningunni má sjá veggspjöld
eftir Natka Klimowicz, sem hún
hefur unnið á síðastliðnum árum.
Wazy Lizard mun flytja lifandi
tónlist við opnunina.
Hvað? Inngrip – Myndlistarsýning
Hvenær? 17.00
Hvar? Gallerí Grótta
Sýning Sigurðar Magnússonar
„Inngrip“.
Veggspjald eftir Natka Klimowicz.
tugina og hvaða áhrif þessar breyt-
ingar hafa bæði á einstaklinga og
samfélagið í heild sinni. Kristján
Þórður Hrafnsson þýðir og hefur
hann oft og tíðum verið ansi lunk-
inn í sinni vinnu en er ekki nægilega
lipur hér; samtöl hökta, orðaval er
stirt og samskipti milli persóna
ná sjaldan því hraða tempói sem
til þarf. Ekki góður grunnur fyrir
handrit sem byggir á snörpum til-
svörum og stórum hugmyndum.
Pálmi Gestsson leikur þulinn
Howard Beale sem er annaðhvort á
barmi taugaáfalls eða hefur nýlega
fengið uppljómun um hinn heilaga
sannleika, kannski hvort tveggja.
Til að byrja með virðist Pálmi frekar
lumpinn í sínum leik en logandi,
jafnvel óöruggur í hlutverki sínu.
Um miðbik sýningar kveikir Pálmi
undir brjálseminni og sýnir hversu
magnaður leikari hann getur verið.
Þröstur Leó Gunnarsson er einn
af hæfustu leikurum landsins en
finnur sig aldrei í hlutverki Max.
Sömuleiðis er metnaðarfulli dag-
skrárgerðarstjórinn Díana, leikin
af Birgittu Birgisdóttir, fremur
einstrengingsleg og sjaldan sann-
færandi.
Steinunn Ólína fer á kostum
Þessi óheilaga þrenning er umkringd
aukapersónum sem eiga að dýpka
heim verksins en þær virka frekar
sem skammvinn skemmtun frekar
en þrívíðar persónur. Atli Rafn
Sigurðarson leikur hinn dólgs-
lega Hackett og nær að spenna
upp sínar senur en skilur lítið eftir
sig. Hallgrímur Ólafsson á ágætis
innkomur en áhorfendur kynn-
ast persónunni lítið. Ólafía Hrönn
Jónsdóttir og Edda Arnljótsdóttir
sýna krafta sína í einstaka senum,
þeirra hæfileika þarf að nýta miklu
betur innan veggja Þjóðleikhússins.
Fjöldi frambærilegra leikara fer með
smærri hlutverk í sýningunni þar á
meðal Sigurður Sigurjónsson, Örn
Árnason, Snæfríður Ingvarsdóttir,
Gunnar Smári Jóhannesson, Baldur
Trausti Hreinsson og Arndís Egils-
dóttir en yfirborðskennd leikstjórn,
sem rædd verður frekar hér á eftir,
heftir þeirra vinnu.
Þó eru tveir leikarar í smærri
hlutverkum sem verður að nefna
sérstaklega. Steinunn Ólína Þor-
steinsdóttir fer á kostum í hlutverki
Louise, eiginkonu Max. Í einungis
tveimur atriðum tekst henni að
skapa eftirminnilega, heilsteypta
og lifandi persónu. Eiginlega er
óskiljanlegt af hverju í ósköpunum
Max tekur þá ákvörðun að fara frá
henni. Arnar Jónsson sýnir sömu-
leiðis hvers hann er megnugur með
tveimur þrumuræðum en atriðin
hans eru ekki nægilega vel uppbyggð
til að hann fái að njóta sín að fullu.
Skortur á snerpu
Handritið er uppfullt af hugmynd-
um, ádeilu og húmor en hér vantar
fjörið, tætinginn og orkuna sem
fyrirfinnst í beinni útsendingu.
Slíkt verður að skrifast á Guð-
jón Davíð sem nær aldrei föstum
tökum á efninu. Metnaðurinn er
kannski til staðar en samleikur
leikaranna á sviðinu er sjaldan dill-
andi eða neistandi. Listræn nálgun
hans er ekki nægilega afgerandi,
uppbrotin í sýningunni virðast til-
viljunarkennd og af þeim sökum
skortir sýninguna snerpu. Að auki
má nefna að hvergi í auglýsinga-
efni Þjóðleikhússins birtist nafn
Belgans Ivo van Hove, eins merki-
legasta sviðsleikstjóra seinni tíma,
eða hönnuðarins Jan Versweyveld
sem komu að upphaflegu uppsetn-
ingunni. Fagurfræði þeirra eimar af
sviðinu en útfærslan er útvötnuð.
Egill Eðvarðsson er happafengur
fyrir sýninguna samt sem áður,
enda einn reyndasti sjónvarps-
maður landsins. Hann hólfar sýn-
inguna fallega inn en samspil á milli
hönnunar og leikstjórnar er ekki
nægilega gott. Sérstaklega þakklátt
er að sjá verk Andy Warhol af Eliza-
beth Taylor í hlutverki Kleópötru
á stofuvegg Arthur Jenssen, vísun í
þær fimmtán frægðarmínútur sem
Warhol sá fyrir. Björn Helgason sér
um tæknihönnun sýningarinnar
sem er stór í sniðum og f lókin en
hefði mátt nýta betur í listrænni
framkvæmd.
Ólöf Erla Einarsdóttir sér um
myndbönd og grafík sem leika stórt
hlutverk í Útsendingu og njóta sín
almennt vel, sérstaklega í senum
Jensen, en þarf að virkja betur í
heildartúlkuninni. Hljóðmynd og
tónlist eru sömuleiðis ekki nægi-
lega afgerandi. Verkefni Helgu
I. Stefánsdóttur er ærið enda sér
hún um að endurskapa fagurfræði
sjötta áratugarins og gerir vel að
mörgu leyti en því miður draga lit-
ríkir búningarnir, sem og fjölmörg
óþörf búningaskipti, fókusinn frá
söguþræðinum.
Saga fyrir okkar tíma
Hvað gerist þegar fréttasnáparnir
og spámenn samtímans heillast af
áhorfendatölum og heilögum sann-
leika sem selur grimmt? Nýlega
svipti ung sjónvarpskona í Bret-
landi sig lífi en hún hafði um árabil
unnið í bresku sjónvarpi og nánast
frá byrjun verið hundelt af gulu
pressunni. Caroline Flack er ekki
fyrsta né heldur, því miður, síðasta
manneskjan sem er fórnað á altari
áhorfsins og sorgleg áminning um
eitraðan heim æsifréttamennsk-
unnar. Útsending er svo sannar-
lega saga fyrir okkar tíma, þar sem
fjölmiðlar eru orðnir að hringleika-
húsi skemmtunar, en þrátt fyrir
ágæta frammistöðu leikaranna er
úrvinnslan á þessu frábæra handriti
gölluð og á endanum bitlaus.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Orkulítil sýning sem líður
fyrir yfirborðskennda leikstjórn.
Búningar
www.hókuspókus.is
Verslun og vefverslun
Laugavegi 69 S. 551-7955
2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING