Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 19
Við ætlum okkur að enda vel í deildinni, Evrópudeildinni og í FA- bikarnum nú þegar síðasti þriðjungur er hafinn. Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United FÓTBOLTI Nettó skuldir Man chester United jukust mikið milli ársfjórð­ unga. Sjónvarpstekjur drógust saman sem og heildartekjur. Árs­ fjórðungurinn sem um er að ræða nær til 31. desember og eru því kaupin á Bruno Fernandes ekki inni í þessum tölum. Þó nettóskuldir félagsins séu gríðarlegar, um 391 milljón punda eða 64 milljarðar, er engan bilbug á félaginu að finna. Félagið á enn nokkuð djúpa vasa til að seilast í eftir nýjum leikmönnum eða um 100 milljónir punda í beinhörðum peningum, sem eru um 16 milljarð­ ar króna, og framkvæmdastjórinn, Ed Woodward, lofaði í yfirlýsingu að það kæmu inn leikmenn í næsta félagaskiptaglugga. Trúlega þarf félagið þó að selja leikmenn áður en aðrir verða keyptir því í yfir­ lýsingunni kom fram að heims­ klassa leikmenn myndu bætast við og þeir kosta skildinginn. Áherslan væri lögð á færri en betri leikmenn frekar en f leiri. Hann bætti við að félagið væri að stefna í rétta átt. Manchester United var í þriðja sæti á síðasta peningalista Deloitte sem birtur var í janúar fyrir tíma­ bilið 2017­2018. Þá kom fram að félagið ætti á hættu að missa af toppsæti ensku liðanna í fyrsta sinn. Félagið skilaði heildartekjum upp á 627 milljónir punda, jafn­ virði um 104 milljarða en í nýjasta reikningi félagsins er gert ráð fyrir tekjum upp á 560­580 milljónir punda fyrir árið 2020, eða um 93 milljarða. Grannarnir í City sækja Skuldir Man Utd jukust en Glazier fékk sína milljarða Nettóskuldir Manchester United jukust mikið milli ársfjórðunga. Sjónvarpstekjur drógust saman og heildartekjur enda liðið ekki í Meistaradeildinni. Þrátt fyrir svartan reikning tóku eigendurnir sér sinn hlut, eða um tvo milljarða króna. Engan bilbug er þó á liðinu að finna og verður það styrkt í sumar. 168,4 milljónir punda voru tekjur félags- ins á síðasta þriðjungi síðasta árs eða 28 milljarðar króna. 560 milljónir punda býst félagið við að tekjurnar verði á þessu ári eða 93 milljarðar. 37,6 prósent var lækkunin á sjónvarpstekjum milli ára. Fóru úr 64,7 milljónum punda, um 10,7 milljörðum, í 39 milljónir punda eða 6,4 milljarða krónar. 15,1 prósent var lækkun tekna á leikdag. 19,3 prósent var lækkunin á heildartekjunum. 30,7 prósent var hækkun hlutabréfaverðs. 391,3 milljónir punda voru nettóskuldir félagsins eða 64 milljarðar. 7,1 prósent jukust auglýs-ingatekjurnar um og voru alls 70,6 milljónir punda eða 11,7 milljarðar króna. 7 milljónir punda þurfti félagið ekki að greiða sökum þess að liðið komst ekki í Meistaradeild- ina eða um 1,1 milljarð króna. 1,9 milljarðar króna voru greiddar í arð á tímabilinu eða 11,4 milljónir punda. Verður sama upphæð greidd aftur í júní. Glazer-fjölskyldan á meirihluta bréfa í félaginu. Fjölskyldan keypti félagið árið 2005 og hefur greitt sér rúman milljarð punda í arð. hratt að toppsætinu sem og Liver­ pool. Þess má geta að spænsku ris­ arnir í Real Madrid og Barcelona eru í efstu tveimur sætum pen­ ingalistans. Yfirvofandi bann City í Meistaradeildinni var ekki tekið inn í reikninginn. Auglýsingatekjur halda þó áfram að vaxa innan Manchester United og jukust þær um sjö prósent og eru nú 70,6 milljónir punda jafnvirði 11,7 milljarða. Þá minnkaði launa­ kostnaður um sjö milljónir punda en liðið greiðir um 71 milljón punda í laun. Er það vegna skorts á Meist­ aradeildarbónusum en liðið spilar nú í Evrópudeildinni sem útskýrir þessa lækkun. „Við ætlum okkur að enda vel í deildinni, Evrópudeildinni og í FA­ bikarnum nú þegar síðasti þriðj­ ungur er hafinn. Grunnurinn er til staðar til að ná árangri til lengri tíma og við erum að vinna í áætlun og fótboltahugmyndafræði okkar með Ole,“ bætti Woodward við og átti þar við knattspyrnustjórann Ole Gunnar Solskjær. benediktboas@frettabladid.is Leikmenn Manchester United eru sem stendur í fimmta sæti í deildinni og eiga leik í Evrópudeildinni í dag. NORDICPHOTOS/GETTY ✿ Tölurnar á bak við tapreksturinn FÓTBOLTI Knattspyrnudeild ÍA tapaði tæpum 62 milljónum króna á árinu 2019 en félagið skilaði árs­ reikningi sínum í gær. Hvert sem litið er er niðurstaðan kolsvört og róðurinn verulega þungur. Skagamenn spiluðu í efstu deild á ný á síðasta sumri en þrátt fyrir það minnkuðu framlög og styrkir um 10 milljónir. Aðrar rekstrartekjur minnkuðu einnig úr 130 milljónum í 88 milljónir. Launin fóru upp um 10 milljónir og annar rekstrarkostn­ aður upp um 34 milljónir. Öflugir styrktaraðilar styrktu ÍA um 42,5 milljónir króna á síðasta ári en ári áður var upphæðin 60 milljónir. Styrkur KSÍ jókst um 10 milljónir milli ára en Akraneskaup­ staður dró úr sínum styrk um 1,2 milljónir milli ára. Mestu munar um söluhagnað og tekjur vegna seldra leikmanna en Skagamenn græddu vel á sölu Arn­ órs Sigurðssonar til CSKA Moskvu árið 2018. Á síðasta ári var sá hagn­ aður um 18,5 milljónir en 2018 var hann 73 milljónir. Skagamenn eiga sjöunda besta völl efstu deildar samk væmt nýlegri könnun fótbolta.net en þar kom fram gagnrýni á veitingasölu heimamanna. Í 11 heimaleikjum fékk félagið 2,6 milljónir eða 236 þúsund á leik. Í pistli formanns knattspyrnu­ félags ÍA, Magnúsar Guðmunds­ sonar, segir að stjórn félagsins og framkvæmdastjóri í samvinnu við þjálfara og aðra starfsmenn hafi nú þegar farið í sérstakar aðgerðir við að greina vandann, draga úr kostn­ aði og auka tekjur. Á árinu 2020 sé gert ráð fyrir fyrir miklum viðsnúningi í rekstri en áætlað er að rekstur ársins 2020 skili 15 milljón króna hagnaði. – bb ÍA tapaði sextíu milljónum Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA á hliðarlínunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Handknattleiksdeild Þórs á Akureyri sendi frá sér yfirlýs­ ingu um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019 þar sem Íþrótta­ félagið Hörður var ósátt við kostnað leiksins. Í yfirlýsingunni kemur fram að heildarkostnaður við leikinn hafi verið um 700 þúsund krónur vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri sé lokið og allir sáttir. „Þór hef ur feng ið g reiddar 237 þúsund krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða sam­ kvæmt reglum HSÍ, þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörð­ ur greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn,“ segir í yfirlýsingunni. Þess má geta að rúmlega 60 manns mættu á leikinn. Harðarmenn rituðu harðorðan pistil á Fésbókarsíðu liðsins þar sem sagði að félagið réði ekki við að borga þennan pening. Forsvarsmenn liðsins sögðu í samtali við Fréttablaðið að félagið þyrfti að taka pening frá barna­ og unglingastarfi til að eiga fyrir reikn­ ingnum. – bb Sverðin slíðruð 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.