Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 43
MAÐUR VEIT ALDREI
VIÐ HVERJU MÁ
BÚAST ÞEGAR VIÐ INGA DETT-
UM Í SKÖPUNARGLEÐINA
SAMAN.Harpa Einarsdóttir og I ng a Ma r ía Brynjarsdóttir eru tvær af 11 lista-m ö n n u m s e m verða með sam-
sýningu í áhugaverðu rými í Brí-
etartúni 11 næstkomandi laugar-
dag. Hópurinn samanstendur af
listamönnum úr mismunandi
áttum, en þeir deila vinnustofum í
Bríetartúni 13 sem er annað tveggja
húsa sem áður hýstu WOW air við
Höfðatorg.
Harpa Einarsdóttir listakona,
einnig þekkt sem Ziska, hefur lengi
unnið við myndlist og tekið þátt
í ýmsum skapandi verkefnum,
meðal annars við leikhús og kvik-
myndir. Hún er menntaður fata-
hönnuður og býr til fatalínuna
Myrka. Hún hefur unnið mikið
með Hatara síðasta árið, ásamt
bú ninga hönnuðinu m K a renu
Briem. Harpa sýnir verk unnin
með blandaðri tækni á sýningunni,
verkin eru innblásin af bakteríum
og vírusum sem verða að litríkum
náttúruheimi í líkamanum.
„Við Inga María höfum þekkst
lengi og vorum áður með sameigin-
lega vinnustofu í Komplexinum í
Skipholti, þar sem margir skemmti-
legir karakterar voru saman, meðal
annars Goddur, Egill Sæbjörns
og Ragnar Helgi rithöfundur. Það
var mikill söknuður þegar húsinu
var breytt í Bónusverslun því við
eigum ófáar skemmtilegar minn-
ingar af þessari skrautlegu lista-
fjölskyldu og uppátækin voru ófá,“
segir Harpa.
Hún segir vináttu þeirra Ingu
litast af mikilli sköpunargleði.
„Maður veit aldrei við hverju má
búast þegar við Inga dettum í sköp-
unargleðina saman, við héldum
einu sinni listamaraþon þar sem
við teiknuðum og máluðum allan
daginn og fólk gat komið og keypt
af okkur nýsköpuð verkin. Kvöldið
endaði svo í búningapartíi, þegar
við vorum tvær með akrýl, málaði
ég Ingu alla túrkísbláa og ljósmynd-
aði hana, úr því urðu bestu verk
Samsýning í
Bríetartúni
Listamennirnir, Gunnar, Jódís, Marteinn, Inga María, Sigtryggur, Óli, Stefán, Harpa, Máney og Haraldur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Inga María er þekkt fyrir einstakar og súrrealískar dýralífsteikningar.
Harpa Einars-
dóttir er einnig
þekkt undir
listamanns-
nafninu Ziska.
Eftirtaldir listamenn taka
þátt í samsýningunni:
n Gunnar Gunnarsson
n Guðjón Kristinsson
n Haraldur Karlsson
n Harpa Einarsdóttir
n Inga Maria Brynjarsdóttir
n Jódís Hlöðversdóttir
n Marteinn Bjarnar Thordarson
n Ólafur Th. Ólafsson
n Sighvatur Andrésson
n Stefán S. Hvítadal
n Sverrir Kristjánsson
Harpa og Inga María eru hluti af teymi
11 listamanna sem opna samsýningu á
laugardaginn í gamla WOW air húsinu.
kvöldsins,“ segir Harpa og hlær.
Harpa tók við rúmgóðu stúdíói í
Bríetartúni síðasta sumar.
„Áður en leið á löngu var Inga
mín komin til mín. Ég átti ekki von
á að karlarnir hér á hæðinni, sá elsti
hátt í áttrætt, yrðu svona miklir og
góðir vinir okkar. Hvað þá að við
myndum standa saman fyrir svona
magnaðri sýningu í listrænni stjórn
Bjarna Sigurbjörnssonar myndlist-
armanns. Stefán S. Hvítadal er ein-
stakur karakter og kallar sig meðal
annars afa hundsins míns og dekrar
hann út í eitt,“ segir Harpa.
Inga María er þekkt fyrir einstak-
ar, súrrealískar dýralífsteikningar,
auk þess að vinna með fundin
dýrahræ sem eiga það til að stuða
fólk svolítið. Inga mun sýna teikn-
ingar á sýningunni, stórar dýra-
lífsteikningar og minni teikningar
með brotnum eða ónýtum hlutum.
„Undanfarið hef ég verið að
ferðast reglulega til Grænlands
með Hróknum og kennt þar í
hjálparstarfi, ásamt því að vinna
við hleðslu og stígagerð í náttúru
Íslands, sem ég nýti einnig í sköpun
minni,“ segir Inga.
Sýningin er í Bríetartúni 11 og
hefst á laugardaginn klukkan 17.00.
Hún stendur til 15. mars.
steingerdur@frettabladid.is
2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð