Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 41
Skemmtikraftarnir Ragnar Bjarnason, Ellý og Þuríður Sigurðardóttir.Sígildur Raggi Bjarna með Milljónamæringunum, Bogomil Font, Ladda og Bjarna Arasyni. Raggi í góðum fílíng að rifja upp gamla takta með aldavinum úr hinni dáðu Sumargleði. Ragnar fæddist í Reykjavík árið 1934, sonur hjónanna Bjarna Einars Böðvarssonar hljóm-sveitarstjóra og dægurlagasöngkonunnar Láru Ingibjargar Magnúsdóttur, sem einnig söng með Dómkórnum í marga áratugi.Eftirlifandi eiginkona Ragnars er Helle Birthe Bjarnason. Börn þeirra eru Bjarni Ómar Ragnars- son, Kristjana Ragnarsdóttir og Henry Lárus Ragnarsson. Raggi Bjarna hóf ferilinn í tónlist sem trommuleikari. Þegar hann var 16 ára söng hann fyrst inn á plötu, ásamt Sigurði Ólafssyni, og var í raun og sann söngvari tveggja alda, en hann var með hljóðnemann á lofti og hangandi hendi nánast fram á síðasta dag. Síðast lét hann að sér kveða á sviði í Hörpu 1. september í fyrra, þegar vinir hans og samstarfsfólk héldu hátíðartónleika til heiðurs honum 85 ára. Goðsögnin Raggi Bjarna kveður Ragnar Bjarnason, þekktastur í gegnum áratugina sem Raggi Bjarna, lést á líknardeild Landspít- alans á þriðjudagskvöld, 85 ára að aldri. Með honum er genginn af sviðinu einn ástsælasti söngvari og skemmtikraftur þjóðarinnar, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Við erum að kveðja svo ótrúlega skemmti- legan og hjartahlýjan kall. Fyrirmynd. Stór- kostlegan skemmtikraft sem deildi með mér sviði í fínasta galagleðskap, uppi á borðum á skemmtistöðum og allt þar á milli. Listamaður var hann, lag hans við ljóð Steins Steinars, „Barn“, gefur manni gæsahúð bara við að minnast á það. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa spilað svona mikið með honum seinustu árin. Það er ekki langt síðan við djöfluðumst seinast á sviði. Hann gladdi okkur fram á síðustu augnablik ævi sinnar. Ég vil ekki syrgja, heldur gleðjast yfir því hvað hann átti langt, fjörugt og gott líf sem einstakur gleðigjafi og frábær manneskja. Frá mínum bæjardyrum séð er hann ekkert farinn, býst alveg eins við að fá símtal frá honum á eftir: „Sæll elsku venur minn, hvenær eigum við að fýra upp í næstu vitleysu?” Erpur Eyvindarson tónlistarmaður Ég kynntist Ragga mjög óvænt, þar sem við vorum bókuð í sömu veislu og beðin um að taka lag saman, en ferill minn var nýhafinn. Við höfðum aldrei hist, ég fór út í bíl til hans og við renndum í lagið. Upphófst ótrúleg vinátta sem entist því miður of stutt, en við náðum þó nokkrum árum saman, ótal giggum, gerðum lag saman og fórum á mörg trúnó. Hér er þetta fyrsta gigg sem við áttum saman. Rétt áður sátum við saman út í bíl að æfa okkur og Raggi var alveg með það á hreinu að ég væri rétt að verða tvítug og hélt það svo alla tíð. Salka Sól Eyfeld söng- og leikkona Það eru fáir einstaklingar sem hafa haft jafnmikil áhrif á mig og Raggi Bjarna. Ég var bara barn þegar ég varð aðdáandi og það fannst vinum mínum skrýtið, enda voru Sálin hans Jóns míns, Nirvana, U2 og fleiri aðalhljómsveitirnar. En ég stóð fastur á mínu, enda var Raggi ekki bara frábær söngvari, hann var yndisleg manneskja. Ég ákvað að senda honum bréf og láta hann vita af því að það væri rauðhærður strákur í Bolungarvík sem væri aðdáandi og spurði hvort hann gæti sent mér plötu, þar sem lög Ragga voru ekki fáanleg í búðum á þessum tíma. Raggi svaraði mér og bréfið frá honum er rammað inn heima hjá mér. Hann sendi mér einnig mynd af Sumargleðinni og áritaða plötu. Ég hef farið á alla tónleika sem hann hefur haldið, hvort sem það eru stórtónleikar eða lágstemmdir tónleikar í kirkjunni á Eyrar- bakka. Þar sem ég er tvígiftur, þá að sjálfsögðu kom Raggi og söng í báðum brúðkaupunum. Sagði við mig eftir seinna brúðkaupið að hann ætlaði sko ekki að koma í þriðja sinn. Raggi gaf mér svo mikið. Hann gaf þjóðinni svo mikið. Einstakur maður. Blessuð sé minning Ragnars Bjarnasonar. Valdimar Víðisson skólastjóri Ragnar Bjarnason 1934 – 2020 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R32 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.