Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 11
Tindfjöll eru með fallegustu fjöllum á Íslandi en tveir hæstu tindar þessarar eldkeilu bera nöfn jötna; Ýmir, sem er 1462 m, og mun tilkomumeiri Ýma sem er 12 metrum lægri. Báðir tindarnir sjást víða að og minna á hvítklætt par sem
ákvað að hittast löngu áður en stefnumótasíður eins
og Tinder komu til sögunnar.
Kuldalegt parið er aðskilið með skarði, sem úr
fjarlægð líkist hengirúmi, en umhverfis það er 20 fer-
kílómetra stór Tindfjallajökull og undir honum 5 km
breið askja sem varð til við mikið sprengigos.
Við rönd jökulsins er aragrúi tinda sem bera
skemmtileg nöfn eins og Búri, Saxi, Haki, Hornklofi,
Ásgrindur og loks þverhníptur Tindur (1251 m),
sem fjöllin bera nafn sitt af. Norðaustan í jöklinum
er síðan eldgígurinn Sindri. Upp á flest þessi fjöll
príluðu Guðmundur frá Miðdal og fjallavinir hans
sem byggðu þarna skála á fyrri hluta síðustu aldar
en örnefnin skírskota flest til norrænnar goðafræði.
Þannig var Ýmir fyrsti jötunn í heimi og allir jötnar
frá honum komnir, en kýrin Auðhumla nærði hann
með spenum sínum sem úr runnu fjórar mjólkurár.
Barnabörn Ýmis hétu Óðinn, Vilji og Vé og sköpuðu
þeir heiminn úr líkamsleifum hans, eftir að hafa ráðið
honum bana. Bjuggu þeir til lönd úr holdinu, himin
úr höfuðkúpunni, blóðið varð að sjó og stöðuvötnum,
bein og tennur að fjöllum, heilinn að skýjum og hárið
að skógi.
Flestir ganga á Tindfjöll úr vestri og er ekið eftir tor-
færum jeppavegi upp úr Fljótshlíð að nýuppgerðum
Tindfjallaskála Ísalp í 800 m hæð. Snemma vors
er efsti hluti vegarins þó ófær óbreyttum jeppum,
vegna snjóa eða aurbleytu. Frá skálanum er haldið
upp brekkur til austurs uns komið er í Skíðadal og
síðan haldið áfram upp Búraskarð að jökulröndinni.
Í fyrstu er jökullinn aflíðandi, en þegar komið er að
rótum Ýmis er best að halda sig norðaustan við fjallið
og þræða sig síðan eftir hrygg upp á hæsta tindinn.
Þaðan er gríðarlegt útsýni, meðal annars að Eyja-
fjallajökli, Vestmannaeyjum og Heklu.
Í góðu veðri er tilvalið að ganga einnig á Ýmu, sem
er mun brattari tindur, en af henni sést vel yfir Fjalla-
bak og Laugaveginn en líka Mýrdalsjökul,
Þórsmörk og Einhyrning. Ýmir og Ýma eru
frábærar fjallaskíðaleiðir, en frá Tindfjalla-
skála eru þetta 16 km fram og til baka.
Á Sindra er hins vegar oftast gengið að
norðanverðu, en jeppavegur liggur
norðan Tindfjalla og er vinsæl
fjallahjólaleið.
Jötnar á
jökladeiti
Tindfjöll séð úr
norðaustri af
Fjallabaksleið
syðri. Jötna
parið Ými og
Ýmu ber við
himin efst á
Tindfjallajökli.
MYND/ÓMB
Þótt Ýma sé ívið lægri en Ýmir er hún miklu tignarlegri tindur – en líka erfiðari uppgöngu. MYND/ÓMB
Ýmir getur verið þungur á brún en Ýma sem er austar léttir honum lund. MYND/ÓMB
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð-
læknir og
náttúruunnandi
og Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð