Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 2
Þetta hefur heil-
mikla þýðingu fyrir
þau, að hafa eitthvað fyrir
stafni í stað þess að hanga
inni í klefa og bíða eftir að
tíminn líði.
Auður Guðmundsdóttir, verkstjóri
Veður
N - og NA, víða 10-18 m/s í dag.
Él N- og A-lands, en bjart veður
á Suður- og SV-landi. Frost 0 til 9
stig. Snjókoma með köflum við
SSV-ströndina, annars úrkomu-
lítið og kalt í veðri. SJÁ SÍÐU 22
Kötturinn sleginn út tunnunni
Stuð og stemning var á Glerártorgi á Akureyri í gær þegar börn klædd upp sem hinar ýmsu kynjaverur slógu köttinn úr tunnunni á sjálfan ösku-
dag. Löng hefð er fyrir tunnuslættinum í bænum en um er að ræða danskan sið sem barst hingað til lands á nítjándu öld. Þá var raunin þó sú að
dauður köttur eða hrafn var í tunnunni en akureyrsku börnunum til mikillar gleði var tunnan í gær litrík og full af sælgæti. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
FANGELSISMÁL Fangar á Hólms
heiði hófu hönnun og framleiðslu
á handverki í nóvember og verður
brátt opnuð vefverslun þar sem
afurðirnar verða seldar. Ber verk
efnið heitið Fangaverk og er í umsjá
Auðar Guðmundsdóttur verkstjóra.
Á Hólmsheiði er pláss fyrir 56
fanga, bæði karla og konur, og
Auður segir að í kringum 25 hafi
verið virk í verkefninu. „Þetta hefur
gengið mjög vel. Þau eru öll mjög
hugmyndarík,“ segir Auður en í
Fangaverki fá fangarnir útrás fyrir
sköpunargleðina.
Vörurnar eru af ýmsum toga, svo
sem prjónaðar húfur, vasar, kerta
stjakar, fjölnota bómullarskífur og
pokar, óróar, koddaver, ofnhanskar,
málverk og margt f leira. Allt hand
málað og unnið á staðnum frá
grunni.
Íslensku fangelsin eru í auknum
mæli farin að huga að umhverfis
málum og endurnýtingu. Ber
verkefnið sterkan keim af því. „Í
steypuna notum við mjólkurfernur,
skyrfernur og fleira sem við endur
nýtum innandyra. Það er safnað
í verkefnið á öllum göngunum
hérna og öllum þykir svolítið vænt
um þetta,“ segir Auður. Einnig hefur
fangelsið fengið efni og föndurvörur
frá fyrirtækjum.
Samkvæmt Auði hefur fangelsinu
á Hólmsheiði gengið frekar illa að fá
verkefni fyrir fangana og þess vegna
var farið af stað með handverkið. Að
selja vörur beint úr fangelsinu. Hún
segir miklu máli skipta að fangar
séu virkir og eru þeir hvattir til að
taka þátt. „Þetta hefur heilmikla
þýðingu fyrir þau, að hafa eitthvað
fyrir stafni í stað þess að hanga
inni í klefa og bíða eftir að tíminn
líði. Sjálfstraustið og sjálfsmyndin
Opna vefverslun með
handverksmuni fanga
Koddaver, ofnhanskar og óróar eru meðal þess sem selja á í vefverslun með
handverksmuni eftir fanga sem hefur verið undirbúin frá því í haust. Eflir
sjálfsmynd og styrkir fanga fyrir endurkomu út í samfélagið, segir verkstjóri.
eflist og þau fá tækifæri til að nýta
hæfileikana,“ segir hún. Einnig að
það hjálpi þeim þegar þau koma út
í samfélagið aftur.
Þó að vefverslunin sjálf sé ekki
farin í loftið segir Auður að lítið
mál sé að nálgast vörurnar strax og
bendir áhugasömum á netfangið
sitt audur@fangelsi.is. Hún geti
einnig svarað spurningum um verk
efnið og vörurnar.
Fangelsið á Hólmsheiði var tekið
í notkun árið 2016 og var áhersla
lögð á mannúðlega hönnun við
byggingu þess. Alls eru átta deildir
í fangelsinu. Á Hólmsheiði er lang
tímavistun fyrir konur og skamm
tímavistun og gæsluvarðhald fyrir
karla. Auk handverksins starfa
fangar einnig við samsetningar,
pökkun, viðhald og getað stundað
nám. kristinnhaukur@frettabladid.is
Handverksmunir fanga á Hólmsheiði bera ríkri hugmyndaauðgi þeirra vitni.
SALTVATNSPOTTAR
HEITIRPOTTAR.IS
HÖFÐABAKKI 1
SÍMI 7772000
PLUG & PLAY
HITAVEITUSKELJAR
• Tilbúin til notkunar
• Tengja 2 rör
• Eyðir minna vatni
HLAÐVARP Félagið Meðvitaðir for
eldrar er hópur áhugafólks um
virðingarríkt uppeldi. Það hefur
starfað í um tvö ár og heldur nú úti
hlaðvarpinu Virðing í uppeldi.
„Þessi nálgun í uppeldi snýst um
að nálgast hegðun og þroska barns
ins af virðingu og setja sambandið
við barnið í fyrsta sæti,“ segir Guð
rún Birna le Sage, einn af félögum
hópsins. „Þetta snýst um viðhorfs
breytingu og að innleiða grunn
gildin virðingu, traust og tengsl.“
Foreldramorgnar félagsins eru á
Kaffi Laugalæk. „Smátt og smátt vatt
vinnan upp á sig við undirbúning
foreldramorgna og upp kom hug
myndin um að vera með hlaðvarp,“
segir Guðrún Inga Torfadóttir.
Þættirnir eru nú 25. Tekur nýjasti
þátturinn fyrir Alfie Kohn og hug
myndir hans um refsingar, verðlaun
og skilyrðislaust uppeldi.
Þátturinn er á Hlaðvarpi Frétta
blaðsins, Spotify og iTunes.
– atv / nánar á frettabladid.is
Nýtt hlaðvarp
um uppeldismál
+PLÚS
STJÓRNSÝSLA Samkvæmt nýju frum
varpi dómsmálaráðherra er lagt til
að mannanafnanefnd verði lögð
niður í núverandi mynd. Helstu
breytingar verða þær að felldar
verða niður reglur um að eigin nöfn
skuli geta tekið ís lenska eignar
falls endingu eða unnið sér hefð í
ís lensku máli. Einnig er fellt brott
ákvæði um að nafn megi ekki brjóta
í bága við ís lenskt mál kerfi og að það
skuli ritað í sam ræmi við al mennar
ritreglur ís lensks máls, nema hefð
sé fyrir öðrum rit hætti þess. Þá er
það ný mæli lagt til í frum varpinu
að heimilt verði að taka upp ættar
nöfn, en það hefur ekki verið laga
lega heimilt frá lagasetningu 1925.
Ei rík ur Rögn valds son, pró fess or
emer it us í ís lenskri mál fræði við
Há skóla Íslands, lýsir yfir stuðn
ingi við frumvarpið, í umsögn sem
birtist í samráðsgátt stjórnvalda.
Í umsögninni bendir Eiríkur á að
réttur manns til nafns sé mjög ríkur
og því telji hann nauðsyn á auknu
frelsi. Það muni ekki skaða íslenska
tungu, að mati prófessorsins.
Að hans mati eiga erlend manna
nöfn þegar greiða leið inn í tungu
málið og telur hann þau svo sér
stakan og afmarkaðan hluta tungu
málsins að ekki sé líklegt að þau hafi
veruleg áhrif á aðra þætti þess.
Að mati Eiríks er æskilegt að við
halda þeirri menningarhefð að
Íslendingar kenni sig við föður eða
móður. „Hefðir eru lítils virði nema
samfélagið þar sem þær gilda hafi
áhuga á að halda í þær. Hefð sem þarf
að viðhalda með lögum er ekki hefð
– heldur nauðung,“ segir Eiríkur. – bþ
Íslenskan þarf
ekki á stífum
reglum að halda
Eiríkur
Rögnvaldsson,
prófessor.
2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð