Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 27.02.2020, Blaðsíða 14
Búast má við miklum átökum um svo stórt prinsippmál. AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Nánast óþekkt er að stjórnar-flokkar gefi fyrir fram upp hvort þeir stefna að áfram- haldandi samstarfi þegar kosningar nálgast. Oftast nær má þó ráða af mál- flutningi þeirra hvort viljinn stendur til að fá endurnýjað umboð saman eða hvort horft er til nýrra samstarfsmögu- leika. Vísbendingar af þessu tagi ættu að koma fram á næstu mánuðum. En eins og staðan er í dag verður ekkert annað lesið úr skilaboðum forystumanna stjórnarflokkanna en að þeir hafi allir áform um að halda samstarfinu áfram. Nýtt flokkakerfi í mótun Skoðanakannanir benda að vísu ekki til þess að vilji kjósenda standi til þess sama. Þær verða þó varla haldgóð vís- bending fyrr en nær dregur. En fari svo að ríkisstjórnarflokkarnir geti ekki myndað þriggja flokka stjórn má segja að flokkakerfi tuttugustu aldar heyri endanlega sögunni til, þótt ný flokka- skipan sé enn í mótun. Önnur ný og áhugaverð staða gæti líka verið að koma upp. Margt bendir til þess að VG sé að færast inn í það pólitíska rými, sem Framsókn hafði áður fyrr. VG gæti þannig haft í hendi sér hvort hér yrðu til skiptis myndaðar stjórnir til hægri eða vinstri og þannig orðið viðvarandi stjórnarflokkur. Eins og Framsókn á sínum tíma gæti VG haft pólitísk hamskipti með jöfnu millibili. Óneitanlega hefur VG losað sig við þá prinsippfestu, sem er helsta hindrunin fyrir því að komast í slíka lykilstöðu. Líklega er þó flóknara fyrir VG að vinna með Samfylkingu en núverandi samstarfsflokkum vegna andstöðu þess við hvers kyns breytingar, nema ríkisvæðingu í heilbrigðiskerfinu. Eitt mál í deiglunni getur skipt sköpum Hvað sem slíkum vangaveltum líður er eitt mál í deiglunni, sem getur haft afgerandi áhrif á það hvernig mál þróast að þessu leyti. Það er tillaga for- sætisráðherra að nýju auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Sögulegur bakgrunnur þess liggur í tuttugu ára gömlu áliti auðlindanefnd- ar undir forystu Jóhannesar Nordal. Þar náðu allir f lokkar og hagsmuna- samtök í sjávarútvegi saman um að leggja til að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign þar sem gjald skyldi koma fyrir tímabundin afnot. Tíma- bundin afnot voru talin forsenda þess að þjóðareign yrði virk í framkvæmd. Nú er staðan hins vegar þannig að stjórnarflokkarnir og Miðflokkurinn hafna hugmyndum auðlindanefndar og stjórnlagaráðs um gjald fyrir tíma- bundin afnot. Opinber stefna Fram- sóknar er að vísu með tímabindingu, en samt er næsta víst að hún fórnar því prinsippi fyrir samstarfið. Við- reisn, Samfylking og Píratar eru á hinn bóginn fylgjandi því að gjald komi fyrir tímabundinn afnotarétt. Hér er sem sagt á ferðinni djúpstæð- ur hugmyndafræðilegur ágreiningur, sem snýst um það hvort væntanlegt þjóðareignarákvæði á að knýja á um breytingar eða styrkja óbreytt ástand. Gæti orðið helsta kosningamálið Forsætisráðherra hefur stefnt að breiðu samkomulagi um afmarkaðar stjórnarskrárbreytingar. En sú bjarg- fasta afstaða að hafna samkomulagi allra f lokka og hagsmunasamtaka, sem varð í auðlindanefnd á sínum tíma og stjórnlagaráð tók upp í breyttu formi, gæti dregið úr líkum á að það takist. Kostirnir eru þá þeir að láta kyrrt liggja með auðlindaákvæðið eða knýja það í gegn með stuðningi ríkisstjórn- arflokkanna og Miðflokksins. Búast má við miklum átökum um svo stórt prinsippmál og það gæti hæglega orðið eitt helsta átakefni kosninganna. Framhaldslíf með Miðflokknum Fari forsætisráðherra þá leið að ljúka auðlindamálinu í ágreiningi verður VG að leggja allt í sölurnar til þess að fá það staðfest á nýju þingi að kosningum loknum. Í þeim tilgangi er erfitt er að koma auga á aðra möguleika fyrir VG og samstarfsflokkana en óbreytt stjórnarmynstur. Skipist mál með þessum hætti, sem margt bendir til eins og sakir standa, eru líkur á framhaldslífi ríkisstjórnar- innar; hugsanlega með Miðflokknum, ef hún heldur ekki velli og atkvæði hans þarf til. Líkurnar á framhaldslífi Aðalfundur Sýnar hf. Aðalfundur Sýnar hf. verður haldinn föstudaginn 20. mars 2020 kl. 10:00, í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík. Upplýsingar fyrir hluthafa: Heildarfjöldi hluta í félaginu hinn 26. febrúar 2020 er 296.441.474 hlutir og jafnmörg atkvæði. Þar af eru öll atvæði virk. Aðrar upplýsingar: Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá aðalfundar skal slík beiðni koma fram eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund, eða fyrir kl. 10:00 föstudaginn 6. mars 2020. Skjöl og tillögur sem lögð verða fyrir aðalfund er að finna á vefsíðu félagsins syn.is/fjarfestatengsl eigi síðar en þremur vikum fyrir fundinn. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin frá því tímamarki í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík, virka daga milli kl. 09:00 – 16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku. Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar tveimur vikum fyrir fundinn. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð á eyðublaði sem unnt er að nálgast á vef félagsins. Sérstök tilnefningarnefnd er að störfum í samræmi við starfsreglur stjórnar og tilnefningarnefndar. Hluthafar og aðrir sem óska eftir tilnefningu nefndarinnar til framboðs til stjórnar að aðalfundi félagsins hafa átt þess kost að koma áhuga sínum og eftir atvikum framboði á framfæri við nefndina, en frestur til þess er nú útrunninn. Skýrsla tilnefningarnefndar er send kauphöll samhliða fundarboði þessu. Með fyrirvara um að stjórn staðfesti lögmæti hlutaðeigandi framboða leggur tilnefningarnefnd til að þau Hjörleifur Pálsson, Hilmar Þór Kristinsson, Petrea Ingileif Guðmundsdóttir, Sigríður Vala Halldórsdóttir og Tanya Zharov verði kjörin til setu í aðalstjórn Sýnar hf. og Óli Rúnar Jónsson og Þyrí Dröfn Konráðsdóttir verði kjörin til setu í varastjórn. Tilnefningarnefnd mun leggja til að Kristinn Hallgrímsson hrl. verði fundarstjóri aðalfundarins. Eftir sem áður er unnt að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega minnst fimm sólarhringum fyrir aðalfund, sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 eða fyrir kl. 10 sunnudaginn 15. mars 2020. Framboð skulu berast á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum tækifæri á að kjósa tvo af þremur fulltrúum í tilnefningarnefnd. Framboðsfrestur til tilnefningarnefndar er til kl. 10 sunnudaginn 15. mars 2020 og ber að skila framboðum á netfangið: tilnefningarnefnd@syn.is Reglur um stjórnarkjör gilda eftir því sem við getur átt um kosningu tilnefningarnefndarfulltrúanna. Endanlegar upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá kl. 9:30 á aðalfundardegi. Stjórn Sýnar hf. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess á liðnu starfsári. 2. Ákvörðun um hvernig skuli fara með afkomu félagsins á reikningsárinu 2019. 3. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til staðfestingar. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins, sem fela í sér: a) Að heimila félaginu kaup á eigin hlutum, sem verður viðauki við samþykktirnar. b) Að breyta ákvæðum sem vísa til einkaréttar Verðbréfaskráningar Íslands til rafrænnar skráningar verðbréfa félagsins. C) Að 1/20 hluthafa geti krafist hluthafafundar. 5. Tillaga um stefnu um arðgreiðslur og/eða endurkaup eigin hluta. 6. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 7. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir komandi starfsár. 8. Kosning stjórnar félagsins. 9. Kosning tveggja fulltrúa í tilnefningarnefnd félagsins í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar. 10. Kosning endurskoðanda félagsins. 11. Önnur mál löglega upp borin. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.