Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 4
TÖLUR VIKUNNAR 12.01.2020 TIL 18.01.2020 59 manna fjölgun var á erlendum ríkisborgurum búsettum hér á landi frá desember 2019 til janúar 2020. 6,5 dagar eru meðallengd dvalar íslenskra sjúklinga eftir innlögn á spítala. 30 manns sátu í gæsluvarð- haldi á dag að meðaltali í fyrra. Það er metfjöldi á undanförnum tíu árum. 31 þúsund tannviðgerðir á börnum voru gerðar árið 2019. Það eru tæplega helmingi færri en árið 1999. 560 milljarðar króna var umfang fasteignaviðskipta árið 2019. JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is AFMÆLISTILBOÐ VERÐ FRÁ: 10.390.000 KR. AFMÆLISTILBOÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR LISTAVERÐ VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. Þrjú í fréttum Flensa, flækja og fagleg ráð Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir sagði aðeins sjötíu prósent starfsfólks Land- spítalans hafa verið bólusett gegn inf lúensu en markmiðið væri að ná yfir níutíu prósent. „Mér finnst að það ætti að vera krafa að fólk sem vinnur við sjúklingaumönnun eigi að vera bólusett,“ sagði Bryndís. Skúli Helgason formaður skóla- og frístundaráðs sagði mögulegar breytingar á opnunar- tímum hjá Reykjavík- urborg vera viðbragð við ábendingum fagfólks og skorti á nýliðum. „Markmiðið er að minnka álagið, bæði fyrir börnin og starfsfólkið, og geta haldið uppi góðu og faglegu starfi í leikskól- unum,“ sagði Skúli, en leikskól- unum yrði þá lokað klukkan 16.30 en þeim er lokað klukkan 17.00 í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fundaði með læknaráði þar sem hún biðlaði til lækna að hætta að tala niður Landspítal- ann og lýsti yfir vonbrigðum með orðanotkun lækna sem vísuðu í ástandið sem „neyðarástand“ og „skelfingarflækju“. ORKUMÁL Landsvirkjun hafnar málf lutningi Samtaka iðnaðarins um að myndin sem Martin Jackson, álsérfræðingur hjá greiningarfyrir- tækinu CRU, dró upp á morgun- verðarfundi Landsvirkjunar sé ekki lýsandi fyrir stöðuna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnað- arins, að samkeppnisstaða Íslands sé að versna, orkuverð á Íslandi hafi hækkað á sama tíma og það fari lækkandi annars staðar í Norður- Evrópu. Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunar Landsvirkjunar, segir Landsvirkjun bera fullt traust til Jacksons og CRU. „Landsvirkjun ber fullt traust til sérfræðiþekking- ar CRU og telur að greiningar fyrir- tækisins hafi í gegnum tíðina gefið raunsæja mynd af álmörkuðum og samkeppnisstöðu íslenskra álfyrir- tækja,“ segir Stefanía. Hún segir niðurstöðuna sem Jackson kynnti á miðvikudag vera skýra. „Raforkuverð til álvera á Íslandi er vel samkeppnishæft við það sem álverum býðst annars staðar í heiminum og vegna bar- áttunnar við loftslagsbreytingar mun samkeppnisforskot íslensku endurnýjanlegu raforkunnar lík- lega aukast enn meira í framtíðinni, bæði orkufyrirtækjum og stórnot- endum á Íslandi til hagsbóta,“ segir Stefanía. „Áliðnaðurinn í heiminum býr sannarlega við krefjandi markaðs- aðstæður um þessar mundir sem má fyrst og fremst rekja til aðstæðna á alþjóðamörkuðum, minni eftirspurnar og mikils vaxtar í framleiðslugetu álvera í Kína, sem eru fyrst og fremst knúin af meng- andi kolaorkuverum,“ segir Stefanía enn fremur. Í frétt Fréttablaðsins í gær nefndi Sigurður gagnaver Advania í Sví- þjóð sem dæmi um versnandi sam- keppnisstöðu Íslands í þessum efnum. Advania hefði fjárfest mikið hér á landi og byggt upp starfsemi sína hér. Engu að síður hefði fyrirtækið kosið að fara í sína næstu fjárfest- ingu í Svíþjóð og raforkuverð væri þar stór hluti ástæðunnar, þótt aðrir þættir gætu hafa haft þar áhrif. Þá gagnrýndi Sigurður að ályktun Jacksons væri byggð á tölum frá árinu 2018. Þær séu úreltar fyrir þær sakir að endursamið hafi verið við stóra orkukaupendur, svo sem Elkem á Grundartanga og Norðurál. Hins vegar njóti þeir sem eru á eldri samningum hagstæðari kjara. Ekki sé hægt að taka hluta markaðarins og heimfæra á heildina. arib@frettabladid.is Landsvirkjun ber fullt traust til Martins Jackson og CRU Landsvirkjun svarar gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins um að röng mynd hafi verið dregin upp á fundi fyrirtækisins í vikunni. Ekki sé ástæða til að efast um forsendur niðurstöðu sérfræð- ings greiningarfyrirtækisins CRU um að orkuverð til íslenskra álvera sé samkeppnishæft fyrir álverin. Raforkuverð til álvera á Íslandi er vel samkeppnishæft við það sem álverum býðst annars staðar í heiminum. Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmda- stjóri mark- aðs- og við- skiptaþróunar Landsvirkjunar Samtök iðnaðarins gagnrýna meðal annars að ályktanir hafi verið dregnar af tölum frá 2018. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.