Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 26
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Í Hlíðarfjalli er sannkölluð skíðaparadís rétt við bæjar-dyr Akureyrar með frábærri aðstöðu til skíða- og snjóbrettaiðk- unar og í febrúar verður opnuð ný og glæsileg skíðalyfta. Í Hlíðarfjalli er starfræktur skíðaskóli fyrir fólk á öllum aldri og hægt er að leigja sér nýjan og góðan búnað, svo allir geta komið og notið aðstöðunnar. „Þetta er skíðasvæði allra lands- manna, hingað kemur fólk víðs vegar af landinu til að skemmta sér á skíðum og snjóbrettum,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls. „Alla jafna er opið hjá okkur frá því í desember og fram í lok apríl, en það hafa reyndar verið svo mikil læti í veðrinu að undanförnu að í ár opnuðum við ekki fyrr en 19. desember.“ Bylting í skíðamennsku „Í Hlíðarfjalli er meiri fjölbreyti- leiki í brekkum og meira snjó- öryggi en víðast annars staðar,“ segir Guðmundur. „Við erum með snjóframleiðslu til að tryggja að það sé oftar nægur snjór í brekk- unum okkar, sem gerir lífið léttara. Við höfum líka verið að setja upp nýja skíðalyftu. Hér var tog- lyfta sem dró fólk upp á fjallið en við höfum verið að vinna að því að setja upp fjögurra sæta stólalyftu sem fer bæði hærra upp í fjallið og býr til skemmtilegri skíðaleiðir þar sem hún endar,“ segir Guðmundur. „Hún er komin upp en við erum enn að klára að ganga frá henni og ætlum að vígja hana 15. febrúar. Þessi lyfta á eftir að vera bylting í skíðamennsku landsmanna!“ Skóli og góð búnaðarleiga „Í Hlíðarfjalli hefur líka verið rekinn skíðaskóli fyrir börn og fullorðna í yfir 20 ár, svo þar hefur safnast upp mikil reynsla. Þangað getur fólk komið og fengið kennslu á skíði og snjóbretti,“ segir Guð- mundur. „Kennsla fyrir börn fer fram um helgar og á tyllidögum og þá geta þau komið hingað milli klukkan 10 og 14 og skíðað og fengið pitsu í hádeginu. Þetta er mjög vinsælt hjá krökkunum. Fullorðnir geta aftur á móti fengið einkakennslu hvenær sem þeim hentar. Svo erum við líka með stóra og öfluga skíðaleigu fyrir fólk á öllum aldri þar sem boðið er upp á mikið úrval af skíðum og snjóbrettum. Hún gerir það að verkum að það er hægt að mæta bara og leigja nýjan og góðan búnað,“ segir Guð- mundur. „Það er því engin þörf á að eiga búnað til að koma í Hlíðar- fjall og prófa nýju lyftuna eða fá smá kennslu.“ Mikið fjör í vetrarfríinu „Vetrarfrí eru orðin fastur liður í tilveru Íslendinga og það er mjög algengt að fjölskyldur nýti þau til að gera eitthvað saman,“ segir Guðmundur. „Margir koma til Akureyrar og fara á skíði í vetrar- fríinu, enda hefur það marga kosti. Hér er fjölbreytileiki í brekkum og öflugur skíðaskóli og skíðaleiga svo hér er tækifæri til að upplifa útiveru og gera eitthvað skemmti- legt með allri fjölskyldunni. Auk þess er mikið um að vera á Akureyri á vetrarfrístímabilinu, sem er frá því seint í febrúar og fram í byrjun mars. Það verða tónleikar og listviðburðir og hér er mjög mikil þjónusta, veitinga- staðir og frábær sundlaug,“ segir Guðmundur. „Það er því þægilegt fyrir þá sem eru vanir þéttbýlis- þjónustu að koma hingað og njóta hennar en hafa um leið greiðan aðgang að sveitinni. Nýja skíðalyftan á eftir að lyfta aðstöðunni í Hlíðarfjalli á nýtt plan og það er alveg upplagt að koma til Akureyrar í vetrarfríinu og njóta frábærrar aðstöðu og góðrar þjónustu í fjölskylduvænu umhverfi,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að nýja stólalyftan verði vígð 15. febrúar og hún eigi eftir að vera bylting í skíðamennsku landsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Í Hlíðarfjalli hefur verið skíðaskóli fyrir börn og fullorðna í yfir 20 ár. Þangað getur fólk komið og lært á skíði og snjóbretti. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Á skíðaleigunni er boðið er upp á mikið úrval af bæði skíðum og snjó- brettum fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Guðmundur segir að Hlíðar- fjall bjóði upp á mikinn fjölbreytileika í brekkum, meira snjó- öryggi en víða annars staðar, frábæran skíða- skóla og leigu á gæða skíða- búnaði. FRÉTTA- BLAÐIÐ/AUÐUNN Við höfum verið að vinna að því að setja upp fjögurra sæta stólalyftu sem fer bæði hærra upp í fjallið og býr til skemmtilegri skíða- leiðir þar sem hún endar. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.