Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 23
ÉG HRINGDI STRAX Í PABBA MINN ÞEGAR ÉG VAR KOMIN ÚT Í BÍL OG SAGÐI HONUM AÐ NÚ ÞYRFTI HANN AÐ VERA DUGLEGUR FYRIR MÖMMU OG FJÖLSKYLDUNA. ÉG ÆTTI BARA EITT TIL ÞRJÚ ÁR EFTIR ÓLIFUÐ. Fyrirlestrar: Erlendir ferðamenn á bílaleigubílum og Hringvegurinn 2010-2018 Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar (RRF), kynnir niðurstöður rannsókna RRF á þróun umferðar erlendra ferðamanna á bílaleigubílum á tíu stöðum við Hringveginn á tímabilinu 2010 til 2018. Áningarstaðir Vegagerðarinnar Einar Pálsson forstöðumaður vega­ þjónustu á þjónustusviði Vegagerðarinnar fjallar um áningarstaði Vegagerðarinnar, fjölda þeirra, aðstöðu, upplýsingaskilti og áskoranir vegna aukins fjölda ferðamanna. Hvar stoppa ferðamenn? Ferðamenn á þjóðvegum og áningarstaðir verða til umfjöllunar á morgunverðarfundi Vegagerðarinnar í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 21. janúar klukkan 8.30 til 10. Allir eru velkomnir. Skráningagjald er 2.500 krónur en innifalið er glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá klukkan 8 til 8.30. Hvar vilja ferðamenn stoppa? Sóley Jónasdóttir verkefnastjóri á hönnunardeild Vegagerðarinnar segir frá verkefni þar sem kortlagðir voru staðir á og við Hringveginn þar sem ferðamenn stoppa til myndatöku. Af hverju Norðurstrandaleið? Björn H. Reynisson verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands fjallar um hina nýju Norðurstrandaleið, tilurð hennar, árangur og framtíðarsýn. Fundarstjóri er G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. ÖRYGGI FRAMSÝNI ÞJÓNUSTA FAGMENNSKA Skráning á tix.is Fundinum verður streymt á facebooksíðu Vegagerðarinnar. Rögnvaldur Einar Sóley BjörnG. Pétur Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar 21. janúar 2020 Hringvegur (1) á Sólheimasandi starfar hjá Marel. Þau eiga saman fjögur börn á aldrinum 9 ára til 26 ára. Unu Mattý, Ágúst, Heklu Björk og Bjarna Gunnar. „Við reyndum að láta lífið ganga sinn vanagang og auðvitað er það erfitt. Una var að byrja í MR og Ági að klára 10. bekk, Hekla var ellefu ára gömul og nýbúin að eignast lítinn bróður. Ég fókuseraði mikið á Bjarna Gunnar enda var hann ósjálf bjarga og ég vildi kynnast honum. Maður missir auðvitað stjórnina á eigin lífi og kraft til að takast á við aðstæður um tíma. En meðferðin gekk vel.“ Eitt til þrjú ár Sirrý greindist fimm árum síðar á svipuðum tíma, rétt fyrir jól. „Við Jens vorum með planað matarboð og fóturinn á mér bólgnaði upp. Varð alveg fjórfaldur, ég hugsaði með mér að þetta væri bara þreyta og var í hálfgerðri afneitun. Ég hafði hringt í Björn Zoëga sem alltaf hefur reynst mér svo vel og hann skipaði mér að fara strax á slysavarðstof- una.“ Sirrý var eftir skoðunina sagt að fara heim og koma og hitta lækninn sinn strax daginn eftir. „Ég var enn í afneitun, vildi ekki trúa því að ég væri aftur orðin veik. Ég sagði meira að segja við Jenna að hann þyrfti ekki að koma með mér og fór ein til læknisins. Læknirinn spurði mig hvort læknanemi mætti fylgjast með. Ég sagði það allt í lagi og þá spurði hún mig aftur, hvort ég væri alveg viss. Þá vissi ég að ég myndi fá slæmar fréttir, mér fannst samstundis eins og ég minnkaði og að þær stækkuðu fyrir framan mig. Ég fékk að vita að krabbameinið væri komið aftur og bólgan í fæt- inum stafaði af þrýstingi á sogæða- kerfið. Batalíkurnar væru erfiðar. Ég spurði hvað ég ætti eftir að lifa lengi. Það er galin spurning því það er enginn sem veit það í raun og veru. Og þú ert ekkert betur sett með svör. Þau ræna þig valdi. Ég fékk svarið; eitt til þrjú ár. Og það var bara það eina sem ég heyrði. Eitt til þrjú ár. Útivistin gaf styrk Ég hringdi strax í pabba minn þegar ég var komin út í bíl og sagði honum að nú þyrfti hann að vera duglegur fyrir mömmu og fjölskylduna. Ég ætti bara eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Hann fór að gráta í símann, litla stelpan hans væri að deyja. Er þetta svona slæmt? Spurði hann og ég svaraði: Já, þetta er mjög slæmt. Ég á bara eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Ég endurtók þetta hvað eftir annað og það tók mig langan tíma að hætta að segja þetta. Ég þurfti að breyta þessari tölu í eitthvað annað. Brytja hana niður og breyta henni í líf og stundir. Kannski er ég ekki enn búin að losa mig við hræðsluna. En með hverju ári sem hefur liðið og ég farið fram úr líkunum hef ég öðlast meiri trú á því að þetta verði allt í lagi. Og ég trúi því mestmegnis, að þetta verði bara allt í lagi. En auðvitað er FRÉTTABLAÐIÐ.IS frettabladid.is er með þér á EM! Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook frettabladid.is færir landsmönnum fréttir daglega frá EM í handbolta! 23L A U G A R D A G U R 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.