Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 42
Tilkynningar um nýtt fólk Atvinnublað Fréttablaðsins
kemur út á laugardögum í viku hverri. Umsjónarmaður
blaðsins er Hrannar Helgason. Blaðið birtir valdar
greinar um ráðningu nýrra starfsmanna. Sendið til-
kynningar ásamt mynd af viðkomandi á netfangið:
nyttfolk@frettabladid.is
Nýtt fólk
Brynj ar Már nýr
mann auðs stjór i RB
Brynjar Már Brynjólfsson hefur hafið störf sem mannauðs-stjóri Reiknistofu bankanna
(RB). Brynjar starfaði frá árinu
2015 hjá Origo, fyrst sem ráð-
gjafi á Viðskiptalausnasviði sem
verkefnastjóri umbóta og svo sem
mannauðsráðgjafi og staðgengill
mannauðsstjóra. Brynjar starfaði
sem sérfræðingur í mannauðsmálum
hjá Landsvirkjun frá 2013-2015 og sem sérfræðingur í
fræðslumálum hjá Landsbankanum frá 2011-2013. Áður
starfaði hann hjá Íslandsbanka, ýmist í fullu starfi eða
hlutastarfi með námi árin 2001–2011, síðast sem lög-
fræðingur í Regluvörslu bankans. Brynjar lauk BA-gráðu
í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2006 og M.Sc.-
gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2009.
Hann stundar nú MBA-nám við Háskólann í Reykjavík.
Margrét Lilja nýr fjár festa -
tengill Ís lands banka
Margrét Lilja Hrafnkelsdóttir, sem hefur starfað hjá Íslandsbanka frá árinu 2015, hefur verið
ráðin sem fjárfestatengill bankans,
eftir því sem fram kemur í til-
kynningu frá bankanum. Margrét
Lilja hóf störf í áhættustýringu
Íslandsbanka og starfaði síðar
sem sérfræðingur á einstaklings-
sviði. Áður starfaði hún hjá Nordea
um tveggja ára skeið við lausafjár-
stýringu og þar áður hjá Seðlabanka Íslands
í markaðsviðskiptum og í alþjóðasamskiptum. Hún er
með B.Sc.-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc.-
próf í haggreiningu og tölulegum aðferðum frá Stockholm
School of Economics. Hún er einnig með próf í verðbréfa-
viðskiptum.
Þrír nýir starfsmenn
hjá Iðunni
Iðan fræðslusetur hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn.
Brynja Sigríður Blomsterberg hefur tekið við starfi fjármálastjóra Iðunnar sem einnig er stað-gengill framkvæmdastjóra. Brynja er með cand.
oecon-menntun frá fjármálasviði HÍ og hefur starfað
undanfarin þrjú ár sem fjármálastjóri Samgöngustofu.
Kristjana Guðbrandsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri
Prent- og miðlunarsviðs Iðunnar. Kristjana starfaði
áður sem umsjónarmaður helgarblaðs Fréttablaðsins.
Sviðsstjóri Prent- og miðlunarsviðs sinnir meðal annars
stefnumótun fyrir sviðið og skipulagningu á fræðslu-
starfi fyrir prent- og miðlunargreinar. Guðný Fanney
Friðriksdóttir hefur tekið við starfi fjármálafulltrúa hjá
Iðunni. Guðný, sem er viðurkenndur bókari, kemur til
Iðunnar frá Valitor þar sem hún starfaði sem bókari á
fjármálasviði.
Domus Mentis - geðheilsustöð auglýsir eftir starfsmanni með fagþekkingu á að sinna starfi samskiptaráðgjafa á grundvelli
nýrra laga nr. 45/2019 um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Um er að ræða 60% stöðu með möguleika á hærra
starfshlutfalli. Markmið með starfseminni er að auka öryggi í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Hlutverk samskiptaráðgjafa samkvæmt 5. gr. laganna er eftirfarandi:
• Koma með virkum hætti á framfæri upplýsingum til þeirra sem taka þátt í starfsemi þeirra félaga og samtaka sem falla
undir lög þessi, um atvik og misgerðir í þeim tilgangi að auka þekkingu og stuðla að réttum viðbrögðum við þeim.
• Leiðbeina þeim einstaklingum sem til hans leita vegna atvika eða misgerða sem orðið hafa í skipulögðu starfi félaga og
samtaka sem falla undir lög þessi eða í tengslum við það um þau úrræði sem standa til boða, hvernig kvörtun er komið á
framfæri við rétt yfirvöld og eftir atvikum um þá þjónustu sem ríki og sveitarfélög bjóða upp á.
• Aðstoða samtök og félög sem falla undir lög þessi við að gera viðbragðsáætlanir vegna atvika og misgerða sem verða í
starfi þeirra og stuðla að samræmingu á landsvísu, eftir atvikum í samráði við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ung-
mennafélag Íslands, æskulýðssamtök og önnur samtök.
• Veita ráðgjöf til þeirra sem taka þátt í starfsemi félaga og samtaka sem falla undir lög þessi um fyrirbyggjandi aðgerðir.
• Fylgjast með rannsóknum og þróun á verksviði samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og koma upplýsingum á
framfæri við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, æskulýðssamtök og önnur samtök sem falla
undir lög þessi.
• Taka saman upplýsingar um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og þær tilkynningar sem honum hafa borist
á liðnu almanaksári.
Hæfnikröfur:
• Gerð er krafa um háskólagráðu á heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísindasviði.
• Reynsla af teymisvinnu og stjórnun verkefna æskileg.
• Góð yfirsýn og skipulagshæfni.
• Mikil hæfni í mannlegum samskiptum og samstarfi.
• Geta til þess að starfa undir álagi.
• Frumkvæði og drifkraftur.
• Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti auk hæfni í framsetningu upplýsinga.
• Góð tölvufærni.
Nánari upplýsingar veitir Áslaug Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Domus Mentis - geðheilsustöðvar,
netfang: aslaug@dmg.is. Umsóknir ásamt ferilskrá, kynningarbréfi og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið sendist til Domus
Mentis - geðheilsustöðvar, Þverholti 14, 105 Reykjavík fyrir 27. janúar 2020 eða netfangið: aslaug@dmg.is.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.
SAMSKIPTARÁÐGJAFI
Kt. 470199-2029 . Akureyrardeild . Furuvellir 1 á 600 Akureyri . S’mi: 462 4431 . Fax: 461 2396 . Netfang: hne@hne.is
Hœsav’kurdeild . HafnarstŽtt 3 . 640 Hœsav’k . S’mar: 464 2690 og 898 8340 . Netfang: oggi@hne.is
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Að hafa reglubundið eftirlit og eftirfylgni með starfsleyfis-
skyldum fyrirtækjum í samræmi við lög um matvæli nr.
93/1995, lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir,
reglugerðum samkvæmt þeim og samþykktum heilbrigðis-
nefndar.
• Að sinna skráningum, skýrslugerð og bréfaskriftum, sinna
kvörtunum og annast fræðslu.
• Að beita þvingunarúrræðum í samráði við framkvæmda-
stjóra.
• Að undirbúa útgáfu starfsleyfa og vinna starfsleyfisskilyrði
og umsagnir.
• Að sinna öðrum verkefnum samkvæmt fyrirmælum
framkvæmdastjóra.
• Að vinna með öðrum starfsmönnum Heilbrigðiseftirlitsins
Norðurlands eystra og leysa þá af eftir þörfum á mengunar-
varna-, matvæla- og hollustuháttasviði.
Menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðisvísinda, raunvísinda s.s.
matvælafræði, líffræði, dýralækninga eða önnur sambærileg
menntun.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, sveigjanleiki og
samstarfshæfni.
• Geta unnið vel undir álagi.
• Jákvæðni, samviskusemi og vilji til að takast á við fjölbreytt
og krefjandi verkefni.
• Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfileikar.
• Færni til að setja fram ritað mál fyrir heilbrigðisnefnd, stjórn-
sýslu sveitarfélaga og forráðamenn fyrirtækja á greinar-
góðri íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Reynsla af eftirlitsstörfum á matvælasviði samkvæmt
gildandi lögum, reglum og leiðbeiningum og reynsla í notkun
á hugbúnaði til skráninga og eftirfylgni í matvælaeftirliti.
• Réttindi til að starfa sem heilbrigðisfulltrúi er kostur og við-
komandi verður að vera tilbúinn til að afla sér slíkra réttinda.
• Ökuréttindi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Alfreð Schiöth í síma 867 05 98 eða með því að senda fyrirspurn á alfred@hne.is
Umsókn þarf að fylgja starfsferilsskrá og afrit af prófskírteini. Umsóknarfrestur er til og með 10. febrúar n.k. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ráðning liggur fyrir. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og við-
komandi stéttarfélags. Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar í síma 460-1060 á milli 11.00 og 16.00 virka
daga. Umsóknir skulu sendar á tölvupósti á netfangið hne@hne.is.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands
eystra óskar eftir að ráða
heilbrigðisfulltrúa til starfa
með aðsetur á Húsavík
Markmið Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra eru að tryggja
almenningi heilbrigð lífsskilyrði, vernda heilnæmt og ómengað
umhverfi og tryggja sem kostur er að neysluvatn, neysluvörur og
matvæli séu örugg og heilnæm.
Starfið felst í eftirliti með matvælum og hollustuháttum og
mengunarvörnum í fyrirtækjum og stofnunum, útgáfu starfsleyfa,
umsögnum, fræðslu og að sinna kvörtunum, ásamt öðrum verk-
efnum, m.a. að eiga samskipti við Matvælastofnun,
Umhverfisstofnun og aðrar opinberar stofnanir. Framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra er næsti yfirmaður.
12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R