Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 30
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Að þessu sinni hlaut hún tilnefningu fyrir besta leik í aukahlutverki í kvik-
myndinni Richard Jewell sem
Clint Eastwood leikstýrði. Þetta
er í þriðja sinn sem hún er tilnefnd
fyrir besta leik í aukahlutverki
en hún var einnig tilnefnd fyrir
leik sinn í kvikmyndinni About
Schmidt árið 2003 og Primary
Colors árið 1999.
Kathy sagði í nýlegu viðtali við
The Guardian að tilnefningin í
þetta sinn skipti hana miklu máli
því hún vekti athygli á myndinni
sem segir sögu sem hún vill að sem
flestir heyri. Kvikmyndin Richard
Jewell segir sanna sögu öryggis-
varðarins Richards Jewell sem
uppgötvar bakpoka með grun-
samlegu innihaldi rétt hjá íþrótta-
leikvangi á Ólympíuleikunum í
Atlanta árið 1996. Öryggisvörður-
inn tók enga áhættu og forðaði
fólki frá bakpokanum rétt áður en
hann sprakk. Í kjölfarið var Jewell
grunaður um að hafa skipulagt
verknaðinn og við tóku löng og
ströng málaferli. Í kvikmyndinni
fer Bates með hlutverk móður
öryggisvarðarins, Bobi Jewell,
sem mátti þola stöðugan ágang
fjölmiðla í hátt í þrjá mánuði eftir
atvikið en hún deildi íbúð með
syni sínum.
Kathy hitti Bobi löngu áður en
tökur myndarinnar hófust. Hún
segir í viðtalinu við The Guardian
að það hafi verið augljóst að þessir
atburðir höfðu enn gríðarleg áhrif
á hana hátt í aldarfjórðungi eftir
að þeir áttu sér stað. Hún sagði að
þess vegna hefði það skipt hana
öllu máli að skila hlutverki sínu vel
og að Bobi upplifði að kvikmyndin
hreinsaði mannorð sonar hennar.
Kathy Bates er metnaðarfull
leikkona sem leggur sig alla fram
við að koma persónunum sem hún
leikur vel til skila. Hún er líklega
Metnaðarfull leikkona
með hjartað á réttum stað
Leikkonan Kathy Bates hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir framúrskarandi leik í kvikmynd
um og sjónvarpi. Á dögunum fékk hún sína fjórðu tilnefningu til Óskarsverðlauna en hún
hreppti Óskarinn árið 1991 fyrir leik sinn í Misery, myndinni sem kom ferli hennar á skrið.
Kathy Bates á fimmtíu ára feril að baki og hefur leikið
margar ólíkar kvenpersónur. MYNDIR/GETTY
Kathy Bates heldur hér á Óskarsstyttunni sem hún fékk
fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Misery árið 1991.
Leikkonan er
margverð-
launuð. Hér
heldur hún á
Emmy-verð-
launagrip fyrir
leik í American
Horror Story.
Hlutverk Kathy Bates í Misery átti eftir að hafa mikil áhrif á feril hennar.
einna þekktust fyrir hlutverk sitt í
kvikmyndinni Misery en fyrir það
hlutverk hlaut hún Óskarsverð-
laun sem besta leikkona í aðal-
hlutverki. Hlutverkið skilaði henni
líka Golden Globe-verðlaunum
auk nokkurra minni verðlauna og
fjölda tilnefninga. Kathy segir að
það hlutverk hafi virkilega komið
kvikmyndaferli hennar á skrið en
hún var 41 árs þegar kvikmyndin
kom út.
Hún talar einnig um það í viðtal-
inu við The Guardian að í þá daga
hafi ekki verið mikið um bitastæð
hlutverk fyrir konur sem komnar
voru yfir fertugt, en hún er þakklát
framleiðendum sjónvarpsefnis
í dag sem framleiða þætti með
miklu fjölbreyttari hlutverk fyrir
konur komnar yfir miðjan aldur
en áður fyrr.
Bates, sem er 71 árs í dag, segist
fyrir löngu hafa sætt sig við að fá
aldrei aðalhlutverkið í rómantískri
mynd. Hún fékk mikla gagnrýni á
yngri árum fyrir að vera ekki nógu
falleg. Hún fékk oft mjög ljótar
athugasemdir um útlit sitt sem
hún segist hafa átt mjög erfitt með
að hunsa í fyrstu. En í dag er hún
stolt af því að skilja eftir sig fjöl-
breytt hlutverk af áhugaverðum
alvöru konum.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir
Arnar Magnússon markaðsfulltrúi Fréttablaðsins
Sími: 550-5652 / arnarm@frettabladid.is
ENDURSKOÐUN
OG BÓKHALD
Sérblað Fréttablaðsins um Endurskoðun
og bókhald kemur út miðvikudaginn 29. janúar
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . JA N ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R