Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 22
Gu ð r ú n S i g r í ð u r Ágústsdóttir, alltaf kölluð Sirrý, býr í fallegu húsi í rólegri götu nálægt Laugar-dal. Fyrir framan húsið þeytist til jólaskraut í snörp- um vindhviðum. „Ertu ekki svöng? spyr Sirrý þegar hún opnar fyrir blaðamanni og vísar til borðs í eldhúsinu. Hún er lærður matreiðslumaður, þó hún hafi ekki starfað við það í árabil, og reiðir fram dýrindis hádegisverð, ofnbakað blómkál, rauðbeður og sætar kartöf lur og ilmandi súpu. Við eldhúsið á ganginum liggur Muggur, svartur hundur af labra- dorkyni. Hann lygnir aftur augum og leiðir hjá sér bæði gular og app- elsínugular veðurviðvaranir. Bjargað úr eldsvoða „Muggur er nú gamall og tryggur fjölskylduvinur. Það má nú segja að hann hafi bjargað lífi mínu einu sinni,“ segir hún frá og lætur til leið- ast að segja blaðamanni frá hetju- dáð Muggs. „Ég var ein heima og afskaplega slöpp. Fjölskyldan var í boði í næstu götu og ég hafði orðið eftir og ætlaði að búa til eitthvað gúmmelaði fyrir kvöldið en afi var að koma í mat. Ég skildi eftir pönnu með sykri á hell- unni og brá mér aðeins niður að ná í bók með uppskrift tyllti mér á stól og sofnaði. Muggur hreinlega tryllt- ist og vakti mig úr mókinu. Þegar ég rankaði við mér og ég komst upp í eldhús stóðu logarnir af pönnunni og ég óð inn í eldhúsið og náði í pönnuna og fór með hana út. Ég var auðvitað skömmuð af slökkviliðs- mönnum þegar þeir komu seinna fyrir að fara inn í eldhúsið en ég var bara svo agalega hrædd um að kveikja í öllu hverfinu.“ Vatnajökull og Hnjúkurinn Slappleikinn sem greip Sirr ý þennan dag tengdist veikindum. Sirrý hefur greinst tvisvar með leg- hálskrabbamein. Fyrst árið 2010 og aftur 2015. Í síðara skiptið sem hún greindist mátu læknar lífs- líkur hennar til eins til þriggja ára. Nú fimm árum seinna stendur hún fyrir útivistar- og hreyfingarátak- inu Lífskraftur 2020. Tilgangurinn er að safna áheitum fyrir félögin Kraft og Líf. „Ég vil fagna þessum tímamótum og minna fólk á að lífið er þess virði að lifa því, þótt við séum veik eða höfum gengið í gegn- um áföll og erfiðleika. Við getum öll meira en við höldum,“ segir hún. Hún ætlar að ganga þvert yfir Vatnajökul í byrjun apríl með 14 útivistarvinkonum sínum og vill hvetja konur um land allt til að ganga og taka þátt í Lífskraftsgöngu í sinni heimabyggð. Í maí ætlar hún að ganga upp á hæsta tind landsins. Hvannadalshnúk og hefur boðið hundrað konum með sér í gönguna. Sirrý hefur fengið til liðs við sig hóp kvenna sem stunda útivist og kalla sig Snjódrífurnar. Leiðangurs- stjórar yfir Vatnajökul og á Hvanna- dalshnúk eru Vilborg Arna Giss- urardóttir, pól- og Everestfari, og Brynhildur Ólafsdóttir, Landvætta- þjálfari og fjallaleiðsögumaður. Ljósmóðirin greip í taumana Reiknað er með að gangan yfir Vatnajökul taki tíu daga. Það eru einmitt tíu ár síðan Sirrý greindist fyrst með krabbamein. „Ég var nýbúin að eignast mitt fjórða barn. Hann var sex mánaða gamall og ég var að reyna að koma mér í form eftir meðgönguna og það gekk illa. Ég fór í Hreyfingu í spinn- ingtíma og eftir tímann leið yfir mig í búningsherberginu, ég komst ekki í sturtu, klæddi mig og vildi bara drífa mig heim. Á leiðinni út þá hitti ég fyrir tilviljun ljósmóðurina mína. Hún þekkir mig vel og tók á móti öllum börnunum mínum. Hún greip í mig og spurði mig: Bíddu ertu eitthvað veik? Ég horfði nánast í gegnum hana. Hún sá skýrt að eitthvað mikið var að og ég var send til kvensjúk- dómalæknis í skoðun sem sá einnig strax að heilsa mín var að bregðast og sendi mig þá og þegar í sýnatöku. Ég man enn mjög vel eftir stundinni á biðstofunni þar sem allir voru sendir út og við maðurinn minn sátum ein eftir. Við horfðumst í augu og vissum að nú fengjum við slæmar fréttir.“ Grunurinn reyndist réttur. Sirrý var komin með miklar blæðingar frá æxlinu sem skýrðu orkuleysið, æxlið var ekki skurðtækt og lá nærri lífhimnunni. Við tók lyfja- og geislameðferð. Mikið áfall að takast á við „Ég fékk greininguna á afmælisdegi dóttur minnar og fannst það algjört svindl! Ég svaraði meðferðinni mjög vel þótt þetta væri auðvitað mikið áfall að takast á við. Ég þurfti sam- stundis að hætta með son minn á brjósti og einsetti mér hreinlega að komast heil heim á hverjum degi. Ég var rosalega heppin því mamma og pabbi komu í bæinn og voru hjá okkur allan tímann. Tengdafor- eldrarnir voru líka mikill styrkur og komu alla daga og hjálpuðu. Maðurinn minn komst í vinnuna og við gátum haldið rútínu sem skiptir miklu máli þegar tekist er á við erfiðleika og áföll.“ Sirrý er gift Jens Bjarnasyni sem Ótrúleg gjöf að fá að lifa Árið 2015 sögðu læknar Sirrý Ágústsdóttur að hún ætti eitt til þrjú ár eftir ólifuð. Í byrjun aprílmánaðar ætlar hún að ganga þvert yfir Vatnajökul með fjórtán konum til þess að fagna því að vera enn á lífi. Sirrý fagnar því að vera á lífi 10 árum eftir að hún fyrst greindist með krabbamein. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ÉG VIL FAGNA ÞESSUM TÍMAMÓTUM OG MINNA FÓLK Á AÐ LÍFIÐ ER ÞESS VIRÐI AÐ LIFA ÞVÍ, ÞÓTT VIÐ SÉUM VEIK EÐA HÖFUM GENGIÐ Í GEGNUM ÁFÖLL OG ERFIÐLEIKA. 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.