Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 6
30% 20% 10% Sogavegi 3 • Höfðabakka 1 • Sími 555 2800 Whilst every effort is made to avoid mistakes errors can occur. Please check these carefully. Proofs that are sent back without signature is considered approved and ok. Approved and OK New proof please DATE: SIGNATURE: /Ingenjörsgatan 7-9 Box 814, 251 08 Helsingborg Tel. vx. 042-24 73 00 info@lindsflexo.se, www.lindsflexo.se 14 0 280 Linds Flexo, 1310144 Fiskikongurinn_KORR , 17-JAN-13 YTTER catarina OPIÐLAUGARDAG 10-15 HUMARSÚPA STÓR HUMAR Sj ál fs tæ ði sf lo kk ur in n Sa m fy lk in gi n Pí ra ta r M ið flo kk ur in n Vi ðr ei sn n Kosningar 2017 n 9.9.2019 n 14.10.2019 n 15.1.2020 ✿ Fylgi flokkanna í könnunum Zenter fyrir Fréttablaðið 0% STJÓRNMÁL Þing kemur saman á mánudag til fyrsta fundar vorþings. Nokkur stór mál frá haustþingi bíða enn meðferðar og afgreiðslu en upp- færð þingmálaskrá ríkisstjórnar- innar verður birt eftir helgi. „Þetta er ansi langt þing sem er fram undan og nokkrir ráðherrar með stór mál,“ segir Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra. Samkvæmt starfsáætlun er gert ráð fyrir að þing starfi til 10. júní. Meðal mála sem forsætisráðherra nefnir og gætu orðið fyrirferðar- mikil í þinginu eru mál mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla og menntasjóð námsmanna sem mælir fyrir um breytingar á náms- lánum og innleiðingu námsstyrkja. Þessi mál eru bæði til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Hún nefnir einnig samgöngumál og stór mál umhverfisráðherra; rammaáætlun, miðhálendisþjóð- garð og þjóðgarðsstofnun. „Sjálf er ég með mál um uppljóstr- aravernd sem komið er til með- ferðar í þinginu og frumvarp sem á að taka á hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdar- valds verður lagt fram um leið og þing kemur saman,“ segir Katrín og nefnir einnig vinnu við endur- skoðun jarðalaga. Stefnt sé á að fyrsti bandormur í þeirri endurskoðun fari í samráðs- gátt í febrúar en þar verði kveðið á um skilyrði fyrir jarðakaupum aðila utan EES-svæðisins auk ákvæðis um landeignaskrá. Samgöngur fyrirferðarmiklar Þá munu stór mál frá Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, verða áberandi. Samkomulag var gert fyrir jól um að stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga yrði afgreidd fyrir lok janúar. Þar er meðal annars gerð til- laga um lágmarksíbúafjölda. Sam- gönguáætlanir, bæði til fimm og fimmtán ára, verða líka á dagskrá. „Það væri gott að klára það sem fyrst á vorþinginu en eðli máls sam- kvæmt tekur það einhvern tíma því þetta eru umfangsmiklar áætlanir,“ segir Sigurður Ingi. Ríkisstjórnin afgreiddi í gær frumvarp um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Það snýst um að ríkið fari í samvinnu við einkaaðila um sex tilteknar fram- kvæmdir sem yrðu fjármagnaðar að hluta eða í heild með veggjöldum. „Ég legg auðvitað áherslu á að geta klárað það til að koma verk- Katrín segir langt vorþing fram undan Mörg stór mál verða til umræðu á Alþingi fram á vor. Fjölmiðlafrumvarp, samgönguáætlun og gjaldtaka í umferð, rammaáætlun og hálendisþjóðgarður, sameining sveitarfélaga auk fastra liða eins og fjármálaáætlunar og síendurtekinnar umræðu um áfengismál. Fylgi VG helmingast frá kosningum Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærsti flokkurinn í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Mælist flokkurinn nú með 19,1 prósent en var með 19,6 prósent í síðustu könnun sem gerð var um miðjan október. Samfylkingin missir tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun en er áfram næststærsti flokkurinn með 16,4 prósent. Píratar koma næstir með 14 prósent og bæta við sig rúmum þremur prósentustigum frá því í október. Miðflokkurinn er með 11,2 prósent sem er aðeins minna en síðast og Viðreisn missir rúmt prósentustig og mælist með 10 prósent. Vinstri græn tapa 4,4 prósentustigum milli kannana og eru nú með 8,3 prósent. Hefur fylgi flokksins því helmingast frá kosningunum 2017 þegar Vinstri græn fengu 16,9 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn bætir við sig hálfu prósentustigi frá síðustu könnun og er nú með 7,8 prósent. Sósíalistaflokkurinn kemst sam- kvæmt könnuninni yfir fimm prósenta markið og Flokkur fólksins mælist með 4,9 prósent. Könnunin var gerð á tímabilinu 10.–15. janúar síðastliðinn en hún var send á könnunarhóp Zenter rannsókna. Í úrtaki voru 2.170 ein- staklingar 18 ára og eldri en svarhlutfall var 52 prósent. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. 30% 20% 10% VG Fr am só kn ar flo kk ur in n Só sí al is ta flo kk ur in n Fl ok ku r f ól ks in s Að rir fl ok ka r 0% Þing kemur saman til skrafs og ráðagerða á mánudaginn og situr fram í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK efnum af stað eins og Ölfusárbrú og Hornafjarðarfljóti sem gætu þá farið af stað í lok þessa árs.“ Sigurður Ingi býst einnig við að í upphafi vorþings verði rætt um uppbyggingu innviða. „Þessi ofstopi í veðrinu síðustu vikur hefur svo- lítið afhjúpað að innviðir hafa ekki verið nægilega öflugir í langan tíma. Þrátt fyrir að það sé á dagskrá þess- arar ríkisstjórnar munu sjálfsagt verða umræður um hvort við séum að gera nóg. Ég er til í þá umræðu.“ Áfengið rætt eins og alltaf Miklar annir eru í dómsmálaráðu- neytinu; málf lutningur verður í Landsréttarmálinu í byrjun næsta mánaðar og skipulag yfirstjórnar löggæslunnar er í skoðun. „Það þarf að lögfesta heimild fyrir lög- regluráði sem ég kynnti fyrir jól og svo þarf að greina verkefni ríkislög- reglustjóra og ákveða hvort skýra þurfi betur verkefni embættis rík- islögreglustjóra,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra en á ekki von á að þingmál þar að lútandi verði lagt fram fyrr en í fyrsta lagi á næsta haustþingi. Annars á Áslaug von á að mál hennar um áfengi og mannanöfn fái mikla umfjöllun í þinginu á þessu vori en stefnt er að fram- lagningu þeirra í febrúar og mars. „Svo er ég með mjög gott mál um skipta búsetu barna og heimild for- eldra til að semja um skipta búsetu barna,“ segir Áslaug og nefnir einnig breytingar á útlendingalögum sem varða skilyrði dvalarleyfa. Meiri átök innan stjórnarinnar „Ég held að það séu mörg átakamál í farvatninu, bæði á vorþingi og það sem eftir er af kjörtímabilinu. Það er samt ekki víst að þau komi öll fram vegna þess að átökin verða meiri innan ríkisstjórnarinnar heldur en á milli stjórnar og stjórnarand- stöðu,“ segir Oddný G. Harðar- dóttir, þingf lokksformaður Sam- fylkingarinnar. Hún segir að þegar svo langt sé liðið á kjörtímabilið sé það orðið ljóst að samstarfsáætlun ríkis- stjórnarinnar sé ekki að ganga eftir. „Ríkisstjórnin er þannig samsett að hún setur ekki fram nein stór- kostleg átakamál. Ég held að hún muni alltaf draga lappirnar í þeim málum og fresta því að taka á þeim.“ Það eigi við um mál eins og fjöl- miðlafrumvarp, rammaáætlun og umhverfismál. „Svo munum við setja velferðarmálin á dagskrá. Ekki síst kalla eftir stórsókn í heilbrigðis- og menntakerfi sem búið var að lofa. Byggðamálin skipta auðvitað líka mjög miklu máli þannig að fólki sé ekki mismunað eftir búsetu.“ Umræða um spillingarmál og skattrannsóknir megi heldur ekki gleymast. Viðbrögð ríkisstjórnar- innar við Samherjaskjölunum hafi verið mjög máttlaus hingað til. „Það verður kallað eftir við- brögðum við spillingu. En líka eftir viðbrögðum sem muni leiða til breytinga á fiskveiðikerfinu þannig að við fáum almennilegt auðlinda- ákvæði í stjórnarskrá.“ adalheidur@frettabladid.is sighvatur@frettabladid.is 1 8 . J A N Ú A R 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.